Ísland ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 10:30 2007 eða 2023? AFP/Vísir/Diego Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð. Ísland mátti sín lítils gegn Lúxemborg í leik liðanna á dögunum. Var það tap töluvert súrari en töpin gegn Portúgal og Slóvakíu á Laugardalsvelli í sumar þar sem frammistaðan var að mestu ásættanleg. Það var hún hins vegar ekki gegn Lúxemborg og gæti íslenska karlalandsliðið því endurtekið leikinn frá 28. mars árið 2007 þegar liðið tapaði sínum fjórða leik í röð í undankeppni EM 2008. Ísland hefur vissulega ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og ef Þjóðadeildin er tekin með þarf ekki að leita jafn langt aftur og raun ber vitni. En þegar horft er í undankeppnir fyrir EM og HM þá þarf að leita nokkuð langt aftur í tímann til að finna fjóra tapleiki í röð. Undankeppnin fyrir EM 2008 byrjaði þó vel en Ísland vann frábæran 3-0 sigur á Norður-Írlandi í fyrsta leik. Það tókst þó engan veginn að byggja ofan á þann sigur Sú undankeppni byrjaði þó á mögnuðum 3-0 sigri á Norður-Írlandi. Það tókst þó ekki að byggja á þeim sigri en Danir mættu á Laugardalsvöll og unnu 2-0 útisigur. Eftir það tapaði Ísland 4-0 fyrir Lettlandi ytra, 2-1 fyrir Svíþjóð á Laugardalsvelli og 1-0 fyrir Spáni ytra. Taphrinan var svo loks á enda þann 2. júní 2007 þökk sé 1-1 jafntefli gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Eftir 5-0 afhroð gegn Svíþjóð tókst Íslandi að næla í stig gegn Spáni og vinna N-Írland í annað sinn áður en tveir leikir sem taldir eru lágpunktur íslenska karlalandsliðsins á þessari öld áttu sér stað. Fyrst mætti Lettland á Laugardalsvöll og vann 4-2 sigur áður en Ísland hélt til Liechtenstein og tapaði 3-0. Í núverandi undankeppni hefur Ísland nú þegar unnið Liechtenstein 7-0 ytra en það er eini sigur liðsins til þessa. Tap í kvöld og hver veit nema liðið 2023 verði nefnt í sömu andrá og 2007-liðið. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Ísland mátti sín lítils gegn Lúxemborg í leik liðanna á dögunum. Var það tap töluvert súrari en töpin gegn Portúgal og Slóvakíu á Laugardalsvelli í sumar þar sem frammistaðan var að mestu ásættanleg. Það var hún hins vegar ekki gegn Lúxemborg og gæti íslenska karlalandsliðið því endurtekið leikinn frá 28. mars árið 2007 þegar liðið tapaði sínum fjórða leik í röð í undankeppni EM 2008. Ísland hefur vissulega ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og ef Þjóðadeildin er tekin með þarf ekki að leita jafn langt aftur og raun ber vitni. En þegar horft er í undankeppnir fyrir EM og HM þá þarf að leita nokkuð langt aftur í tímann til að finna fjóra tapleiki í röð. Undankeppnin fyrir EM 2008 byrjaði þó vel en Ísland vann frábæran 3-0 sigur á Norður-Írlandi í fyrsta leik. Það tókst þó engan veginn að byggja ofan á þann sigur Sú undankeppni byrjaði þó á mögnuðum 3-0 sigri á Norður-Írlandi. Það tókst þó ekki að byggja á þeim sigri en Danir mættu á Laugardalsvöll og unnu 2-0 útisigur. Eftir það tapaði Ísland 4-0 fyrir Lettlandi ytra, 2-1 fyrir Svíþjóð á Laugardalsvelli og 1-0 fyrir Spáni ytra. Taphrinan var svo loks á enda þann 2. júní 2007 þökk sé 1-1 jafntefli gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Eftir 5-0 afhroð gegn Svíþjóð tókst Íslandi að næla í stig gegn Spáni og vinna N-Írland í annað sinn áður en tveir leikir sem taldir eru lágpunktur íslenska karlalandsliðsins á þessari öld áttu sér stað. Fyrst mætti Lettland á Laugardalsvöll og vann 4-2 sigur áður en Ísland hélt til Liechtenstein og tapaði 3-0. Í núverandi undankeppni hefur Ísland nú þegar unnið Liechtenstein 7-0 ytra en það er eini sigur liðsins til þessa. Tap í kvöld og hver veit nema liðið 2023 verði nefnt í sömu andrá og 2007-liðið. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira