„Hann dó sem hetja“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. september 2023 09:02 Harpa, Kolbeinn Már og Örn standa vörð um minningu Örvars og Þórhöllu. Þau ætla að sjá til þess að fólk sem missir ástvini erlendis í framtíðinni geti fundið aðstoð. Vísir/Vilhelm Fjölskylda náinna systkina sem féllu frá með níu ára millibili ætla að sjá til þess að minning þeirra gleymist aldrei. Þau vonast til að geta hjálpað þeim sem lenda í áfalli á borð við það sem þau urðu fyrir fyrir áratug. Vorið 2013 átti sér stað mikill harmleikur þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökksslysi í Flórída í Bandaríkjunum. Um var að ræða þá Örvar Arnarsson, einn af reyndustu fallhlífastökkvurum landsins, og Andra Má Þórðarsson, sem var nemandi í fallhlífastökki. Örvar lét lífið við að reyna koma Andra til bjargar. Í kjölfarið varð til minningarsjóður í nafni Örvars sem hefur það hlutverk að aðstoða einstaklinga, sem missa ástvin í útlöndum við að koma þeim látna heim. Fjölskyldan kynntist því við andlát Örvars að ekki eru neinir sjóðir sem hægt er sækja um styrk fyrir flutning ástvinar heim til Íslands. Þórhalla, eldri systir Örvars var aðaldrifkrafturinn í því að stofna minningarsjóðinn á sínum tíma. Í kjölfar andláts Þórhöllu á síðasta ári ákvað fjölskyldan og stjórn sjóðsins að breyta nafni sjóðsins og er hann nú Minningarsjóður Örvars & Þórhöllu. Örn Karlsson er faðir þeirra Örvars og Þórhöllu og Kolbeinn Már Guðjónsson eiginmaður Þórhöllu en Harpa Þorláksdóttir, frænka þeirra systkina hefur verið formaður stjórnar frá upphafi. Með Hörpu í stjórn hafa auk þess frá upphafi verið Kristín Guðmundsdóttir og Kári Ólafsson Vestfjörð. Í samtali við Vísi rifja þau þrjú upp atburðinn sem leiddi til þess að sjóðurinn varð til. Systkinasambandið var einstakt Ingólfur er elsti sonur Arnars, fæddur 1962 og þvínæst fæddist Þórhalla árið 1964. Örvar var örverpið, fæddur 1972 og ólust systkinin upp í Bústaðahverfinu. Örvar lauk sveinsprófi í múraraiðn árið 1995 og fluttist síðan til Bergen þar sem hann bjó í fimm ár, vann sem múrari, lærði fallhlífarstökk og ferðaðist um heiminn til að stökkva með fallhlífarstökkskennaranum sínum. Árið 2008 öðlaðist hann kennararéttindi í fallhlífarstökki og sama ár byrjaði hann í undirbúningsnámi fyrir verkfræði í Odense í Danmörku og stefndi á að ljúka byggingartæknifræði frá Syddanske Universitet vorið 2014. Örvar var jafnframt einn af eigendum og stofnendum FFF, Fallhlífarstökksfélagsins Frjáls falls og var eins og áður sagði einn af reyndustu fallhlífarstökkvurum Íslands. „Hann var með gífurlega mikla reynslu. Hann var með eitthvað í kringum tvö þúsund stökk á bakinu. Hann hafði alltaf sótt í þetta adrenalín kikk. Hann fékk það í þessu,“ segir Örn. Þórhalla og Örvar áttu einstakt systkinasamband.Aðsend Að sögn þremenninganna var samband þeirra Örvars og Þórhöllu einstakt. „Þau voru trúnaðarfélagar og bestu vinir og voru dugleg að styðja við hvort annað í gengum tíðina,“ segir Örn. Þórhöllu var að þeirra sögn annt um litla bróður sinn. „Hún veitti honum rosalega mikinn drifkraft, það var til dæmis henni að þakka að Örvar fór í nám til Danmerkur á sínum tíma, hún kynnti það fyrir honum og hvatti hann áfram. Hún var krafturinn í því öllu,“ segir Kolbeinn. Örvar var einn af reyndustu fallhlífarstökkvurum Íslands og hafði starfað sem fallhlífastökkskennari í sex ár.Vísir/Vilhelm Varafallhlífarnar opnuðust of seint Þann 24.mars árið 2013 birtist á frétt á Vísi undir fyrirsögninni „Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída“: „Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. Íslendingarnir voru í hópi tuttugu og tveggja fallhlífastökkvara, þar af nokkrum frá Íslandi, sem voru á vegum fallhlífa-fyrirtækisins Skydive City. Annar þeirra var leiðbeinandi en hinn nemandi. Ljóst var að eitthvað hefði farið úrskeiðis þegar aðeins tuttugu skiluðu sér eftir stökkið.“ Fram kom að umfangsmikil leit lögreglu hefði farið af stað, bæði í loft og á landi, þegar ekkert bólaði á Íslendingunum. Flugvélin hafði farið í loftið um klukkan 10.30 í gærmorgun að bandarískum tíma. „Við hjónin vorum uppi í sumarbústað þetta kvöld. Um ellefu leytið hringdi síminn og okkur tilkynnt um þeirra væri saknað. Við ákváðum að fara aftur í bæinn og vorum komin þangað um eitt leytið. Lögreglan mætti heim til okkar og var hjá okkur í stutta stund. Við vorum óviss um hvað við ættum að gera á meðan við værum að bíða eftir frekari tíðindum. Ég skrapp svo til að ná í bensín á bílinn,“ rifjar Örn upp. Í millitíðinni fundust lík þeirra Örvars og Andra í skóglendi nærri flugvellinum í Zphyrhills um klukkan 19.30 í gærkvöldi eða um 23.30 að íslenskum tíma. „Þegar ég kom heim aftur var lögreglan mætt aftur, ásamt presti,“ segir Örn. Þeir Örvar og Andri höfðu verið í sínu þriðja stökki þegar slysið átti sér stað. Þeir stukku ekki saman heldur hvor í sínu lagi, úr 13.500 feta hæð, og Andri stökk á undan. Í um 900 metra hæð ætlaði Andri að opna aðalfallhlífina en það tókst ekki. Myndbandsupptaka úr hjálmi Örvars sýnir hann stökkva út úr flugvélinni á eftir Andra og reyna í örvæntingu að opna fallhlíf hans. Tvímenningar féllu niður á hraða sem nam rúmlega 200 kílómetrum á klukkutíma og björgunartilraunir Örvars stóðu svo lengi yfir að hann sinnti því aldrei að reyna að opna sína eigin fallhlíf. Sérstök tölva sér um að ræsa varafallhlíf í ákveðinni hæð frá jörðu, en í þessu tilfelli var það of seint. Örn segir aðstæðurnar, og atburðarásina þessa nótt hafa verið ótrúlega sérstaka, allt að því súrrealíska. „Þórhalla var úti í Póllandi og Ingólfur var úti í Danmörku þannig að fjölskyldan var dreifð út um allt og það voru allir í algjöru sjokki,“ segir hann og bætir við að þarna hafi Harpa sýnt að hún er svo sannarlega lík frænku sinni Þórhöllu þegar kemur að áræðni. „Harpa hálfpartinn tók stjórnina þarna og leiddi okkur áfram og gaf fyrirmæli um hvernig allt ætti að vera.“ Örn gantast með það að karlmennirnir í fjölskyldunni séu auðvitað löngu orðnir þaulvanir því að konurnar gangi hratt og örugglega í verkin. „Við látum líka svo vel að stjórn!“ segir Kolbeinn. Hafði áður bjargað fallhlífastökkvara Fjölmiðlar á Íslandi og vestanhafs fjölluðu mikið um atburðinn á sínum tíma og vöktu fregnirnar mikinn óhug. Alþjóðlega fallhlífastökksamfélagið var slegið, enda einsdæmi að tveir einstaklingar látist báðir í sama stökki. Í fréttum af atvikinu var talað um andlát Örvars sem hetjudauða. „Hann var hetja. Og hann lést sem hetja,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Bill Lindsey á blaðamannafundi sem lögreglustjórinn í Pasco-sýslu efndi til í kjölfar harmleiksins. „Það kom okkur ekki beinlínis á óvart þegar talað var um dauða Örvars sem hetjudauða. Við vissum hvað hann bjó alltaf yfir mikilli þrautseigju, og við vissum hvaða mann hann hafði að geyma,“ segir Harpa. Nokkru eftir að Örvar lést frétti fjölskyldan af því að þetta hefði ekki verið hans fyrsta björgunarafrek. „Eftir andlátið hafði maður nokkur samband við Þórhöllu og sagði henni frá því að þetta hefði ekki verið í fyrsta sinn sem Örvar hefði komið öðrum til bjargar í þessum aðstæðum. Einhverjum árum fyrir andlátið höfðu þeir verið að stökkva saman. Þessi aðili hafði í stökkinu lent í einhvers konar spinni og því lent í vandræðum með að opna fallhlífina sína. Örvar nær að fara að honum og stoppa spinnið og í kjölfarið nær stökkvarinn að opna fallhlífina og lenda farsællega,“ segir Harpa. Harpa, frænka Örvars og Þórhöllu hefur verið formaður stjórnar minningarsjóðsins frá upphafi.Vísir/Vilhelm Varafallhlíf er álitin 99,99995 prósent örugg og í raun eru stjarnfræðilegar líkur á því að bæði aðalfallhlíf og varafallhlíf klikki eða bili. Líkurnar eru 0,00007 prósent. Það er engu að síður örlítill möguleiki fyrir hendi- og því er talað um fallhlífastökk sem áhættusport. Sérstök tölva sér um að ræsa varafallhlíf í ákveðinni hæð frá jörðu, það er að segja ef aðalfallhlíf opnast ekki af einhverjum ástæðum. Þegar slysið átti sér stað var miðað við að varafallhlíf opnaðist sjálfkrafa í 750 fetum. Í kjölfar atburðarins var þessum viðmiðum breytt og gert kleift að stilla fjarlægðina inn í búnaðinn. Viðmiðið er nú 2.150 fet að lágmarki þegar kemur að kennslufallhlífum nemenda og opnast því varafallhlíf þeirra fyrr en almennt gerist. Engir sjóðir eða styrkir voru til staðar Eitt af því af fjölskylda Örvars rak sig á þessum tíma var að það fylgdi því gífurlega mikill kostnaður að koma kistu Örvars til Íslands. Greiða þurfti útfararstofu í Bandaríkjunum sem sá um að undirbúa allt varðandi flutninginn og ofan á það bættist kostnaður við útförina heima á Íslandi. Íslenska ríkið, lífeyrissjóðir eða stéttarfélög styrkja ekki flutning á látnum Íslendingum heim til Íslands. „Það voru engir sjóðir eða styrkir í boði, það var enginn stuðningur ef hinn látni er ekki tryggður. Okkar upplifun var sú að það var ekkert sem greip okkur í þessum aðstæðum.,“ segir Harpa. „Þetta var í raun upphafið á því að sjóðurinn varð til. Við vildum hjálpa öðrum sem hafa lent í þessu sama, og um leið heiðra minningu Örvars,“ segir Kolbeinn. Þórhalla samdi þetta ljóð í minningu Örvars bróður síns.Aðsend Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á þeim sem missa ástvini á ferðalagi á erlendri grundu með fjárhagslegri aðstoð vegna þess kostnaðar sem fellur til við flutning hins látna heim til Íslands, í þeim tilvikum þegar engin önnur aðstoð er í boði. Strax um vorið 2013 aflaði fjölskyldan stofnfjár fyrir sjóðinn með opnu golfmóti í Öndverðarnesi þar sem stuðst var við framlög ættingja, vina og velunnara. Síðan þá hefur Minningarmótið verið haldið á hverju einasta ári til styrktar sjóðnum. Örvar var mikill golfari og hafði sjálfur spilað ófáa hringi á vellinum. Það var fyrst og fremst Þórhalla sem ýtti þessu öllu úr vör, og dró alla fjölskylduna með sér. Kolbeinn segir Þórhöllu hafa haft veg og vanda af stofnun sjóðsins.Vísir/Vilhelm „Allir sem þekktu Þórhöllu vita hversu ótrúlega kraftmikil hún var. Og með gífurlega réttlætiskennd Orkan hennar smitaði út frá sér,“ segir Harpa. „Ég veit að það gerði alveg afskaplega mikið fyrir Þórhöllu að stofna sjóðinn og sjá um hann. Það hjálpaði henni mikið,“ segir Kolbeinn. Steingrímur Dúi Másson kvikmyndagerðarmaður var á meðal þeirra sem komu að gerð meðfylgjandi myndskeiðs á sínum tíma en það var búið til í minningu Örvars. „Ég gerði þetta myndband í samvinnu við vini hans og Arne Aarhus. Ég klippti myndbandið og framleiddi en vinir hans og fjölskylda komu á mig myndum og myndböndum. Við kynntumst þegar ég var með Adrenalín á Skjá Einum, það voru jaðarsportþættir og Örvar birtist oft í þeim með vini sínum Arne Aarhus, og var að aðstoða hann stökkva BASE stökk hér og þar um heiminn. Þetta myndband var frumsýnt á sérstöku minningarkvöldi sem vinir hans héldu honum til heiðurs skömmu eftir þetta hræðilega slys,“ segir Steingrímur Dúi í samtali við Vísi. Örvar, - tribute from Steingrimur Dui Masson on Vimeo. Þórhalla var drifkrafturinn Vorið 2019 greindist Þórhalla með brjóstakrabbamein og gekkst í kjölfarið undir lyfja og geislameðferð auk skurðaðgerðar þar sem meinið var fjarlægt. „Ferlið tók rúmt ár, og því að loknu var hún talin laus við meinið. En um svipað leyti fór hún í myndatöku og þá kom í ljós blettur á lifrinni, sem læknarnir tóku ekki eftir. Í mars 2021, tæpum sjö mánuðum síðar byrjaði hún síðan að finna fyrir einkennum og óþægindum og þá kom í ljós að það voru komin allnokkur meinvörp í lifrina,“ segir Kolbeinn og bætir við að ef hefði bletturinn á lifrinni hefði uppgötvast á sínum tíma hefði hugsanlega verið hægt að grípa fyrr inn í og auka batahorfur Þórhöllu. Það sé þó ómögulegt að fullyrða nokkuð um það. „Við áttuðum okkur fljótlega á því að þetta yrði erfitt viðureignar, þetta var í raun bara spurning um hvað hún ætti langan tíma eftir.“ Áður en Þórhalla veiktist tók hún þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári og safnaði áheitum fyrir sjóðinn. Hún lét veikindin ekki stoppa sig í því að sinna áfram starfi minningarsjóðsins, nánast fram á sinn seinasta dag. Tæpum mánuði áður hún lést stýrði hún árlegu golfmóti sjóðsins. „Við hin höfðum alveg smá áhyggjur af því að þetta væri of mikið fyrir hana og bárum það undir hana að láta einhvern úr stjórninni leysa hana af. Hennar svar var: „Nei, ég geri þetta eins lengi og ég stend!“ Viku fyrir andlátið, áður en hún lagðist inn á spítalann, þá var hennar síðasta verk að ganga frá uppgjöri sjóðsins eftir golfmótið sem hafði farið fram mánuði áður. Hún vildi vera búin að klára það, ef ske kynni að illa færi.“ Fjölskylda Þórhöllu lýsir henni sem kraftmikilli og áræðni konu með mikla réttlætiskennd.Aðsend Þórhalla lést þann 14. júlí í fyrra. „Þórhalla var drifkrafturinn í sjóðnum, sú sem kom þessu á koppinn og fylgdi þessu eftir. Okkur fannst þess vegna viðeigandi að breyta nafninu á sjóðnum og bæta nafninu hennar við,“ segir Harpa. Þórhalla hafði um árabil kennt raungreinar við Verslunarskólann og var einstaklega vel liðin af nemendum sínum. „Hún var frábær kennari, bara alveg framúrskarandi. Hún brann fyrir starfinu,“ segir Kolbeinn. Hún fylgdi nemendunum sínum eftir og fylgdist með þeim eftir að þau höfðu útskrifast, hvatti þá og var til staðar. Þegar hún lést, og við breyttum nafninu á sjóðum þá ákváðum við að nýta sjóðinn einnig til að veita árlegan styrk til útskriftarnemanda á raungreinasviði Verslunarskóla Íslands í samstarfi við stjórnendur skólans og fyrsti styrkurinn var veittur núna seinasta vor.“ Hafa notið ótrúlegrar velvildar „Þetta þjappaði okkur fjölskyldunni saman, og það að hafa sjóðinn hefur reynst okkur mjög dýrmætt. Þegar árlega golfmótið er haldið í Öndverðarnesi þá er það eins og hálfgert ættarmót þar sem við komum öll saman. Við viljum halda minningu þeirra beggja á lofti,“ segir Kolbeinn. Það eina sem ég get sagt er það að maður lærir að lifa með þessu,“ segir Örn. Örn, faðir Örvars og Þórhöllu segir sorgina taka á sig ýmsar myndir.Vísir/Vilhelm „Sorgin hefur ekki bara áhrif á andlegu hliðina, heldur líkamlegu hliðina líka. Þetta er bæði huglægt og líkamlegt. Fyrst kemur þetta andlega, en svo líður tíminn og þá koma upp allskyns kvillar. Það er eins og hitt og þetta fari að gefa sig í líkamanum. Við höfum fundið fyrir því við hjónin,“ segir Örn jafnframt og Kolbeinn tekur undir. „Mér var sagt við andlát Þórhöllu að það væri algengt að fólk upplifði ekki „sjokkið“ fyrr en svona tæpu ári eftir að það missir ástvin. Þá komi höggið. Ég tengi alveg við það. En auðvitað er þetta einstaklingsbundið. Enda hvernig tímasetur maður sorg? Hver og einn þarf sinn tíma til að læra að lifa með sorginni.“ Kolbeinn segir fjölskylduna vilja koma sérstöku þakklæti á framfæri til allra þeirra sem stutt hafa við bakið á þeim og sjóðnum undanfarin áratug. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram að við höfum notið ótrúlegrar velvildar fjölda fólks, þar á meðal aðstandendur og vinir, Golfklúbbur Öndverðarness, allir þeir sem hafa styrkt golfmótið með vinningum og allir þeir sem hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum fyrir sjóðinn. Við erum umkringd góðu fólki og við njótum þess.“ Fjölskyldan hefur notið gífurlegs stuðnings og velvildar undanfarin ár.Vísir/Vilhelm „Það er einstakt að finna fyrir allri þessi velvild. En það kemur kannski ekkert á óvart heldur af því að Þórhalla og Örvar voru einfaldlega einstök bæði tvö,“ bætir Harpa við. Um minningarsjóðinn Hér má finna allar nánari upplýsingar um minningarsjóð Örvars og Þórhöllu. Örvar lét lífið við að aðstoða annan einstakling og með tilkomu sjóðsins mun Örvar halda áfram að rétta öðrum hjálparhönd sem á þurfa að halda með styrk frá sjóðnum. Tekjur sjóðsins eru arður og vaxtatekjur af stofnfé og öðru fé sem sjóðnum áskotnast, gjafir, áheit og fé sem safnast með viðburðum sem haldnir verða til minningar um Örvar. Öllum er heimilt að styrkja sjóðinn með fjárframlögum. Reikningur minningarsjóðsins er 526-14-403800 og kennitala sjóðsins er 6606140360. Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkvararnir fá sálfræðiaðstoð Fallhlífastökkvarinn Hjörtur Blöndal hefur skrifað pistil fyrir hönd stökkhópsins í Flórída þar sem hann útskýrir sjónarhorn hópsins sem enn dvelur vestanhafs. 28. mars 2013 10:54 Tilkynning frá Frjálsu Falli Skýjafar eða vindur átti engan þátt í fallhlífastökksslysi í Flórída í Bandaríkjunum í gær þegar tveir Íslendingar létu lífið. 24. mars 2013 18:05 Mikill vindur þegar mennirnir stukku Eic Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, segir töluverðan vind hafa verið þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökki vestanhafs í gær. Hann minnir á að fallhlífastökk sé ekki áhættulaust. 24. mars 2013 13:22 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Vorið 2013 átti sér stað mikill harmleikur þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökksslysi í Flórída í Bandaríkjunum. Um var að ræða þá Örvar Arnarsson, einn af reyndustu fallhlífastökkvurum landsins, og Andra Má Þórðarsson, sem var nemandi í fallhlífastökki. Örvar lét lífið við að reyna koma Andra til bjargar. Í kjölfarið varð til minningarsjóður í nafni Örvars sem hefur það hlutverk að aðstoða einstaklinga, sem missa ástvin í útlöndum við að koma þeim látna heim. Fjölskyldan kynntist því við andlát Örvars að ekki eru neinir sjóðir sem hægt er sækja um styrk fyrir flutning ástvinar heim til Íslands. Þórhalla, eldri systir Örvars var aðaldrifkrafturinn í því að stofna minningarsjóðinn á sínum tíma. Í kjölfar andláts Þórhöllu á síðasta ári ákvað fjölskyldan og stjórn sjóðsins að breyta nafni sjóðsins og er hann nú Minningarsjóður Örvars & Þórhöllu. Örn Karlsson er faðir þeirra Örvars og Þórhöllu og Kolbeinn Már Guðjónsson eiginmaður Þórhöllu en Harpa Þorláksdóttir, frænka þeirra systkina hefur verið formaður stjórnar frá upphafi. Með Hörpu í stjórn hafa auk þess frá upphafi verið Kristín Guðmundsdóttir og Kári Ólafsson Vestfjörð. Í samtali við Vísi rifja þau þrjú upp atburðinn sem leiddi til þess að sjóðurinn varð til. Systkinasambandið var einstakt Ingólfur er elsti sonur Arnars, fæddur 1962 og þvínæst fæddist Þórhalla árið 1964. Örvar var örverpið, fæddur 1972 og ólust systkinin upp í Bústaðahverfinu. Örvar lauk sveinsprófi í múraraiðn árið 1995 og fluttist síðan til Bergen þar sem hann bjó í fimm ár, vann sem múrari, lærði fallhlífarstökk og ferðaðist um heiminn til að stökkva með fallhlífarstökkskennaranum sínum. Árið 2008 öðlaðist hann kennararéttindi í fallhlífarstökki og sama ár byrjaði hann í undirbúningsnámi fyrir verkfræði í Odense í Danmörku og stefndi á að ljúka byggingartæknifræði frá Syddanske Universitet vorið 2014. Örvar var jafnframt einn af eigendum og stofnendum FFF, Fallhlífarstökksfélagsins Frjáls falls og var eins og áður sagði einn af reyndustu fallhlífarstökkvurum Íslands. „Hann var með gífurlega mikla reynslu. Hann var með eitthvað í kringum tvö þúsund stökk á bakinu. Hann hafði alltaf sótt í þetta adrenalín kikk. Hann fékk það í þessu,“ segir Örn. Þórhalla og Örvar áttu einstakt systkinasamband.Aðsend Að sögn þremenninganna var samband þeirra Örvars og Þórhöllu einstakt. „Þau voru trúnaðarfélagar og bestu vinir og voru dugleg að styðja við hvort annað í gengum tíðina,“ segir Örn. Þórhöllu var að þeirra sögn annt um litla bróður sinn. „Hún veitti honum rosalega mikinn drifkraft, það var til dæmis henni að þakka að Örvar fór í nám til Danmerkur á sínum tíma, hún kynnti það fyrir honum og hvatti hann áfram. Hún var krafturinn í því öllu,“ segir Kolbeinn. Örvar var einn af reyndustu fallhlífarstökkvurum Íslands og hafði starfað sem fallhlífastökkskennari í sex ár.Vísir/Vilhelm Varafallhlífarnar opnuðust of seint Þann 24.mars árið 2013 birtist á frétt á Vísi undir fyrirsögninni „Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída“: „Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. Íslendingarnir voru í hópi tuttugu og tveggja fallhlífastökkvara, þar af nokkrum frá Íslandi, sem voru á vegum fallhlífa-fyrirtækisins Skydive City. Annar þeirra var leiðbeinandi en hinn nemandi. Ljóst var að eitthvað hefði farið úrskeiðis þegar aðeins tuttugu skiluðu sér eftir stökkið.“ Fram kom að umfangsmikil leit lögreglu hefði farið af stað, bæði í loft og á landi, þegar ekkert bólaði á Íslendingunum. Flugvélin hafði farið í loftið um klukkan 10.30 í gærmorgun að bandarískum tíma. „Við hjónin vorum uppi í sumarbústað þetta kvöld. Um ellefu leytið hringdi síminn og okkur tilkynnt um þeirra væri saknað. Við ákváðum að fara aftur í bæinn og vorum komin þangað um eitt leytið. Lögreglan mætti heim til okkar og var hjá okkur í stutta stund. Við vorum óviss um hvað við ættum að gera á meðan við værum að bíða eftir frekari tíðindum. Ég skrapp svo til að ná í bensín á bílinn,“ rifjar Örn upp. Í millitíðinni fundust lík þeirra Örvars og Andra í skóglendi nærri flugvellinum í Zphyrhills um klukkan 19.30 í gærkvöldi eða um 23.30 að íslenskum tíma. „Þegar ég kom heim aftur var lögreglan mætt aftur, ásamt presti,“ segir Örn. Þeir Örvar og Andri höfðu verið í sínu þriðja stökki þegar slysið átti sér stað. Þeir stukku ekki saman heldur hvor í sínu lagi, úr 13.500 feta hæð, og Andri stökk á undan. Í um 900 metra hæð ætlaði Andri að opna aðalfallhlífina en það tókst ekki. Myndbandsupptaka úr hjálmi Örvars sýnir hann stökkva út úr flugvélinni á eftir Andra og reyna í örvæntingu að opna fallhlíf hans. Tvímenningar féllu niður á hraða sem nam rúmlega 200 kílómetrum á klukkutíma og björgunartilraunir Örvars stóðu svo lengi yfir að hann sinnti því aldrei að reyna að opna sína eigin fallhlíf. Sérstök tölva sér um að ræsa varafallhlíf í ákveðinni hæð frá jörðu, en í þessu tilfelli var það of seint. Örn segir aðstæðurnar, og atburðarásina þessa nótt hafa verið ótrúlega sérstaka, allt að því súrrealíska. „Þórhalla var úti í Póllandi og Ingólfur var úti í Danmörku þannig að fjölskyldan var dreifð út um allt og það voru allir í algjöru sjokki,“ segir hann og bætir við að þarna hafi Harpa sýnt að hún er svo sannarlega lík frænku sinni Þórhöllu þegar kemur að áræðni. „Harpa hálfpartinn tók stjórnina þarna og leiddi okkur áfram og gaf fyrirmæli um hvernig allt ætti að vera.“ Örn gantast með það að karlmennirnir í fjölskyldunni séu auðvitað löngu orðnir þaulvanir því að konurnar gangi hratt og örugglega í verkin. „Við látum líka svo vel að stjórn!“ segir Kolbeinn. Hafði áður bjargað fallhlífastökkvara Fjölmiðlar á Íslandi og vestanhafs fjölluðu mikið um atburðinn á sínum tíma og vöktu fregnirnar mikinn óhug. Alþjóðlega fallhlífastökksamfélagið var slegið, enda einsdæmi að tveir einstaklingar látist báðir í sama stökki. Í fréttum af atvikinu var talað um andlát Örvars sem hetjudauða. „Hann var hetja. Og hann lést sem hetja,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Bill Lindsey á blaðamannafundi sem lögreglustjórinn í Pasco-sýslu efndi til í kjölfar harmleiksins. „Það kom okkur ekki beinlínis á óvart þegar talað var um dauða Örvars sem hetjudauða. Við vissum hvað hann bjó alltaf yfir mikilli þrautseigju, og við vissum hvaða mann hann hafði að geyma,“ segir Harpa. Nokkru eftir að Örvar lést frétti fjölskyldan af því að þetta hefði ekki verið hans fyrsta björgunarafrek. „Eftir andlátið hafði maður nokkur samband við Þórhöllu og sagði henni frá því að þetta hefði ekki verið í fyrsta sinn sem Örvar hefði komið öðrum til bjargar í þessum aðstæðum. Einhverjum árum fyrir andlátið höfðu þeir verið að stökkva saman. Þessi aðili hafði í stökkinu lent í einhvers konar spinni og því lent í vandræðum með að opna fallhlífina sína. Örvar nær að fara að honum og stoppa spinnið og í kjölfarið nær stökkvarinn að opna fallhlífina og lenda farsællega,“ segir Harpa. Harpa, frænka Örvars og Þórhöllu hefur verið formaður stjórnar minningarsjóðsins frá upphafi.Vísir/Vilhelm Varafallhlíf er álitin 99,99995 prósent örugg og í raun eru stjarnfræðilegar líkur á því að bæði aðalfallhlíf og varafallhlíf klikki eða bili. Líkurnar eru 0,00007 prósent. Það er engu að síður örlítill möguleiki fyrir hendi- og því er talað um fallhlífastökk sem áhættusport. Sérstök tölva sér um að ræsa varafallhlíf í ákveðinni hæð frá jörðu, það er að segja ef aðalfallhlíf opnast ekki af einhverjum ástæðum. Þegar slysið átti sér stað var miðað við að varafallhlíf opnaðist sjálfkrafa í 750 fetum. Í kjölfar atburðarins var þessum viðmiðum breytt og gert kleift að stilla fjarlægðina inn í búnaðinn. Viðmiðið er nú 2.150 fet að lágmarki þegar kemur að kennslufallhlífum nemenda og opnast því varafallhlíf þeirra fyrr en almennt gerist. Engir sjóðir eða styrkir voru til staðar Eitt af því af fjölskylda Örvars rak sig á þessum tíma var að það fylgdi því gífurlega mikill kostnaður að koma kistu Örvars til Íslands. Greiða þurfti útfararstofu í Bandaríkjunum sem sá um að undirbúa allt varðandi flutninginn og ofan á það bættist kostnaður við útförina heima á Íslandi. Íslenska ríkið, lífeyrissjóðir eða stéttarfélög styrkja ekki flutning á látnum Íslendingum heim til Íslands. „Það voru engir sjóðir eða styrkir í boði, það var enginn stuðningur ef hinn látni er ekki tryggður. Okkar upplifun var sú að það var ekkert sem greip okkur í þessum aðstæðum.,“ segir Harpa. „Þetta var í raun upphafið á því að sjóðurinn varð til. Við vildum hjálpa öðrum sem hafa lent í þessu sama, og um leið heiðra minningu Örvars,“ segir Kolbeinn. Þórhalla samdi þetta ljóð í minningu Örvars bróður síns.Aðsend Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á þeim sem missa ástvini á ferðalagi á erlendri grundu með fjárhagslegri aðstoð vegna þess kostnaðar sem fellur til við flutning hins látna heim til Íslands, í þeim tilvikum þegar engin önnur aðstoð er í boði. Strax um vorið 2013 aflaði fjölskyldan stofnfjár fyrir sjóðinn með opnu golfmóti í Öndverðarnesi þar sem stuðst var við framlög ættingja, vina og velunnara. Síðan þá hefur Minningarmótið verið haldið á hverju einasta ári til styrktar sjóðnum. Örvar var mikill golfari og hafði sjálfur spilað ófáa hringi á vellinum. Það var fyrst og fremst Þórhalla sem ýtti þessu öllu úr vör, og dró alla fjölskylduna með sér. Kolbeinn segir Þórhöllu hafa haft veg og vanda af stofnun sjóðsins.Vísir/Vilhelm „Allir sem þekktu Þórhöllu vita hversu ótrúlega kraftmikil hún var. Og með gífurlega réttlætiskennd Orkan hennar smitaði út frá sér,“ segir Harpa. „Ég veit að það gerði alveg afskaplega mikið fyrir Þórhöllu að stofna sjóðinn og sjá um hann. Það hjálpaði henni mikið,“ segir Kolbeinn. Steingrímur Dúi Másson kvikmyndagerðarmaður var á meðal þeirra sem komu að gerð meðfylgjandi myndskeiðs á sínum tíma en það var búið til í minningu Örvars. „Ég gerði þetta myndband í samvinnu við vini hans og Arne Aarhus. Ég klippti myndbandið og framleiddi en vinir hans og fjölskylda komu á mig myndum og myndböndum. Við kynntumst þegar ég var með Adrenalín á Skjá Einum, það voru jaðarsportþættir og Örvar birtist oft í þeim með vini sínum Arne Aarhus, og var að aðstoða hann stökkva BASE stökk hér og þar um heiminn. Þetta myndband var frumsýnt á sérstöku minningarkvöldi sem vinir hans héldu honum til heiðurs skömmu eftir þetta hræðilega slys,“ segir Steingrímur Dúi í samtali við Vísi. Örvar, - tribute from Steingrimur Dui Masson on Vimeo. Þórhalla var drifkrafturinn Vorið 2019 greindist Þórhalla með brjóstakrabbamein og gekkst í kjölfarið undir lyfja og geislameðferð auk skurðaðgerðar þar sem meinið var fjarlægt. „Ferlið tók rúmt ár, og því að loknu var hún talin laus við meinið. En um svipað leyti fór hún í myndatöku og þá kom í ljós blettur á lifrinni, sem læknarnir tóku ekki eftir. Í mars 2021, tæpum sjö mánuðum síðar byrjaði hún síðan að finna fyrir einkennum og óþægindum og þá kom í ljós að það voru komin allnokkur meinvörp í lifrina,“ segir Kolbeinn og bætir við að ef hefði bletturinn á lifrinni hefði uppgötvast á sínum tíma hefði hugsanlega verið hægt að grípa fyrr inn í og auka batahorfur Þórhöllu. Það sé þó ómögulegt að fullyrða nokkuð um það. „Við áttuðum okkur fljótlega á því að þetta yrði erfitt viðureignar, þetta var í raun bara spurning um hvað hún ætti langan tíma eftir.“ Áður en Þórhalla veiktist tók hún þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári og safnaði áheitum fyrir sjóðinn. Hún lét veikindin ekki stoppa sig í því að sinna áfram starfi minningarsjóðsins, nánast fram á sinn seinasta dag. Tæpum mánuði áður hún lést stýrði hún árlegu golfmóti sjóðsins. „Við hin höfðum alveg smá áhyggjur af því að þetta væri of mikið fyrir hana og bárum það undir hana að láta einhvern úr stjórninni leysa hana af. Hennar svar var: „Nei, ég geri þetta eins lengi og ég stend!“ Viku fyrir andlátið, áður en hún lagðist inn á spítalann, þá var hennar síðasta verk að ganga frá uppgjöri sjóðsins eftir golfmótið sem hafði farið fram mánuði áður. Hún vildi vera búin að klára það, ef ske kynni að illa færi.“ Fjölskylda Þórhöllu lýsir henni sem kraftmikilli og áræðni konu með mikla réttlætiskennd.Aðsend Þórhalla lést þann 14. júlí í fyrra. „Þórhalla var drifkrafturinn í sjóðnum, sú sem kom þessu á koppinn og fylgdi þessu eftir. Okkur fannst þess vegna viðeigandi að breyta nafninu á sjóðnum og bæta nafninu hennar við,“ segir Harpa. Þórhalla hafði um árabil kennt raungreinar við Verslunarskólann og var einstaklega vel liðin af nemendum sínum. „Hún var frábær kennari, bara alveg framúrskarandi. Hún brann fyrir starfinu,“ segir Kolbeinn. Hún fylgdi nemendunum sínum eftir og fylgdist með þeim eftir að þau höfðu útskrifast, hvatti þá og var til staðar. Þegar hún lést, og við breyttum nafninu á sjóðum þá ákváðum við að nýta sjóðinn einnig til að veita árlegan styrk til útskriftarnemanda á raungreinasviði Verslunarskóla Íslands í samstarfi við stjórnendur skólans og fyrsti styrkurinn var veittur núna seinasta vor.“ Hafa notið ótrúlegrar velvildar „Þetta þjappaði okkur fjölskyldunni saman, og það að hafa sjóðinn hefur reynst okkur mjög dýrmætt. Þegar árlega golfmótið er haldið í Öndverðarnesi þá er það eins og hálfgert ættarmót þar sem við komum öll saman. Við viljum halda minningu þeirra beggja á lofti,“ segir Kolbeinn. Það eina sem ég get sagt er það að maður lærir að lifa með þessu,“ segir Örn. Örn, faðir Örvars og Þórhöllu segir sorgina taka á sig ýmsar myndir.Vísir/Vilhelm „Sorgin hefur ekki bara áhrif á andlegu hliðina, heldur líkamlegu hliðina líka. Þetta er bæði huglægt og líkamlegt. Fyrst kemur þetta andlega, en svo líður tíminn og þá koma upp allskyns kvillar. Það er eins og hitt og þetta fari að gefa sig í líkamanum. Við höfum fundið fyrir því við hjónin,“ segir Örn jafnframt og Kolbeinn tekur undir. „Mér var sagt við andlát Þórhöllu að það væri algengt að fólk upplifði ekki „sjokkið“ fyrr en svona tæpu ári eftir að það missir ástvin. Þá komi höggið. Ég tengi alveg við það. En auðvitað er þetta einstaklingsbundið. Enda hvernig tímasetur maður sorg? Hver og einn þarf sinn tíma til að læra að lifa með sorginni.“ Kolbeinn segir fjölskylduna vilja koma sérstöku þakklæti á framfæri til allra þeirra sem stutt hafa við bakið á þeim og sjóðnum undanfarin áratug. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram að við höfum notið ótrúlegrar velvildar fjölda fólks, þar á meðal aðstandendur og vinir, Golfklúbbur Öndverðarness, allir þeir sem hafa styrkt golfmótið með vinningum og allir þeir sem hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum fyrir sjóðinn. Við erum umkringd góðu fólki og við njótum þess.“ Fjölskyldan hefur notið gífurlegs stuðnings og velvildar undanfarin ár.Vísir/Vilhelm „Það er einstakt að finna fyrir allri þessi velvild. En það kemur kannski ekkert á óvart heldur af því að Þórhalla og Örvar voru einfaldlega einstök bæði tvö,“ bætir Harpa við. Um minningarsjóðinn Hér má finna allar nánari upplýsingar um minningarsjóð Örvars og Þórhöllu. Örvar lét lífið við að aðstoða annan einstakling og með tilkomu sjóðsins mun Örvar halda áfram að rétta öðrum hjálparhönd sem á þurfa að halda með styrk frá sjóðnum. Tekjur sjóðsins eru arður og vaxtatekjur af stofnfé og öðru fé sem sjóðnum áskotnast, gjafir, áheit og fé sem safnast með viðburðum sem haldnir verða til minningar um Örvar. Öllum er heimilt að styrkja sjóðinn með fjárframlögum. Reikningur minningarsjóðsins er 526-14-403800 og kennitala sjóðsins er 6606140360.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkvararnir fá sálfræðiaðstoð Fallhlífastökkvarinn Hjörtur Blöndal hefur skrifað pistil fyrir hönd stökkhópsins í Flórída þar sem hann útskýrir sjónarhorn hópsins sem enn dvelur vestanhafs. 28. mars 2013 10:54 Tilkynning frá Frjálsu Falli Skýjafar eða vindur átti engan þátt í fallhlífastökksslysi í Flórída í Bandaríkjunum í gær þegar tveir Íslendingar létu lífið. 24. mars 2013 18:05 Mikill vindur þegar mennirnir stukku Eic Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, segir töluverðan vind hafa verið þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökki vestanhafs í gær. Hann minnir á að fallhlífastökk sé ekki áhættulaust. 24. mars 2013 13:22 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Stökkvararnir fá sálfræðiaðstoð Fallhlífastökkvarinn Hjörtur Blöndal hefur skrifað pistil fyrir hönd stökkhópsins í Flórída þar sem hann útskýrir sjónarhorn hópsins sem enn dvelur vestanhafs. 28. mars 2013 10:54
Tilkynning frá Frjálsu Falli Skýjafar eða vindur átti engan þátt í fallhlífastökksslysi í Flórída í Bandaríkjunum í gær þegar tveir Íslendingar létu lífið. 24. mars 2013 18:05
Mikill vindur þegar mennirnir stukku Eic Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, segir töluverðan vind hafa verið þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökki vestanhafs í gær. Hann minnir á að fallhlífastökk sé ekki áhættulaust. 24. mars 2013 13:22