Skipti um nafn og elti drauminn: „Fyrstu dagana tróðum við marvaða til að ná andanum“ Íris Hauksdóttir skrifar 17. september 2023 07:02 Stefanía Berndsen tók nýja stefnu í lífinu og fluttist til Los Angeles með fjölskyldu sína. Mikael Torfason Rúmur mánuður er nú síðan listahjónin Stefanía Berndsen og Mikael Torfason fluttust búferlum vestur um haf ásamt dætrum sínum tveimur sem eru fimm ára og fjórtán ára. Fjölskyldan hefur nú hreiðrað um sig í borg englanna í Kaliforníu þar sem Stefanía segir að draumar þeirra muni rætast. Hollywood alltaf verið draumurinn Flestir þekkja nafn rithöfundarins og fyrrum ritstjórans Mikaels Torfasonar en Stefanía hefur einnig getið sér gott orð innan leiklistarinnar. Hún starfaði lengi vel við Þjóðleikhúsið en fimm ár eru nú síðan hjónin fluttu fyrst úr landi. Þau hafa verið búsett í Berlín og Vín þar sem þau hafa sinnt listinni; Stefanía í leikhúsinu og Mikael við ritvélina. Mikael og Stefanía hófu nýtt líf í Hollywood. aðsend „Frá því að við kynntumst fyrst, árið 2011 var það strax okkar sameiginlegi draumur að flytja til Bandaríkjanna. Mikki var nýkominn úr námi frá Los Angeles og langaði strax út aftur. Svo bara gerðist lífið. En núna, eftir að hafa leikið á íslensku leiksviði í fimm ár og önnur fimm í Evrópu kom upp þetta tækifæri. Hjónin fundu með hjálp fasteignasala draumahúsið sem þau eru í óða önn að gera að heimili sínu um þessar mundir.aðsend Við ákváðum að láta vindinn leiða seglin og stýra okkur áfram í rétta átt. Los Angeles var lendingin og hér erum við í dag.“ Fyrstu vikurnar voru áfall Spurð hvernig flutningarnir hafi gengið segir Stefanía fyrstu vikuna hafa verið áfall. Framkvæmdirnar á heimilinu tóku talsverðan toll af fjölskyldunni en allt horfir nú til bættari vegar. aðsend „Þegar maður flytur svona á milli landa, hvað þá heimsálfa, er maður fyrstu dagana að troða marvaða til að ná andanum,“ segir Stefanía en dætur þeirra tvær eru með þeim vestra. Fyrir á Mikael þrjú börn sem búa á Íslandi. Heimilið er orðið hið glæsilegasta rétt eins og eigandinn. Mikael Torfason „Okkur er það auðvitað mikið í mun að stelpurnar upplifi sig öruggar og líði vel í breyttum aðstæðum en það fara allir óhjákvæmilega í survivor gír við svo miklar breytingar. Ég held það sé tilfinning sem allir sem hafa flutt til útlanda tengi við. Fyrstu vikurnar vorum við til dæmis án alls en það tók búslóðina sjö vikur að koma frá Berlín til Los Angeles með skipi. Þetta var svona heimaútilega og ég get alveg viðurkennt að fyrsta vikan var erfið. En eftir að stelpurnar voru byrjaðar í skóla fundum við okkar rútínu sem er svo ótrúlega mikilvæg. Ída, yngsta barn fjölskyldunnar nýtur sín vel í rútínu og kemur brosandi heim úr skólanum á hverjum degi.aðsend Svo þegar stelpurnar komu dag eftir dag brosandi heim úr skólanum þá er manni alveg sama þótt biðin eftir húsgögnunum hafi verið löng.“ Hressandi að skipta um nafn Stefanía er Íslendingum betur kunn undir nafninu Elma Stefanía Ágústdóttir. Hún breytti nýverið um stefnu og tók upp móðurnafn eiginmannsins, Berndsen. Stefanía breytti um stefnu og segir það hressandi að taka upp nýtt eftirnafn. Mikael Torfason „Já, ég nota í dag bara millinafnið mitt. Mikki hefur alltaf bara bara kallað mig Stefaníu. Eða hann og mamma hans, Hulda tengdó, hafa alltaf gert það. Svo mér fannst það upplagt. Það er svo hressandi að skipta um nafn og lifa lífinu á sínum eigin forsendum. Kannski finnst einhverjum það óþægilegt en mér er svo slétt sama.“ Bjarga hjónabandi í gulri viðvörun Næsta verkefni Stefaníu er þýsk sjónvarpsþáttasería sem tekin verður að hluta til upp á Íslandi. „Mikki hefur undanfarin fjögur ár verið að skrifa handritið að þessum þáttum fyrir eina stærstu sjónvarpsstöð í Þýskalandi. Megnið af tökunum fer fram heima á Íslandi og við erum rosalega ánægð með það.“ Hjónin hafa augljóslega afar fallegan smekk og hafa innréttað húsið af alkunnri list. Mikael Torfason Eftir að tökum á þeirri seríu líkur er ráðgert að Stefanía fari í tökur á sjónvarpsþáttum sem hún skrifar með Mikael og Huldari Breiðfjörð fyrir Sjónvarp Símans. „Þeir þættir heita Gul viðvörun og er svona dramedía, eða dramatísk kómedía, um hjón á barmi skilnaðar. Þau ákveða að keyra hringinn í kringum landið í von um að bjarga hjónabandinu.“ Eins ólíkt og hugsast getur Beðin að bera saman Ísland, lífið í Þýskalandi og Austurríki eða Ameríku segir Stefanía fyrst og fremst finna fyrir léttleika Suður-Kaliforníubúans. Fjölskyldan nýtur sín í heita loftslaginu vestanhafs. aðsend „Hér er fólk ofboðslega kurteist og jákvætt. Miklu jákvæðara en ég hef vanist. Kaliforníubúar eru almennt blíðir en það er varla hægt að segja það um Berlínarbúann. Þetta er eins ólíkt og hugsast getur. Stefanía segir lífið í Kalifornu gjörólíkt því sem hún þekkti í Berlín.aðsend Í Berlín skýstu í búðina á leiðinni heim, ekta evrópskt borgarlíf sem einkennist mjög af lestum, kaffihúsum og fjölbreyttum mörkuðum. Hér eru allir á einkabíl og matvöruverslanirnar allar í yfirstærð. Bandaríkin eru miklu líkari Íslandi enda erum við alin upp við amerískt sjónvarpsefni og menningin heima er mjög lituð af því.“ Var að kafna í svarta kassanum Langar ykkur til að meika það í Hollywood? Stefanía nýtur sín meðal pálmatrjánna í glæsilegum garðinum. Mikael Torfason „Alveg eins. Mig dreymdi alltaf um að leika í bíó og sjónvarpi og það var ástæðan fyrir því að ég fór í leiklistarnám. Eftir nám var ég beðin um að stíga á svið í Þjóðleikhúsinu og svo í Borgarleikhúsinu og loks á svið í Burgleikhúsinu í Vín. Það var ótrúleg reynsla og dýpkaði mig sem leikkonu en mér fannst ég alveg vera að kafna í svarta kassanum eins og leikhúsið er stundum kallað. Þess vegna fór ég frí frá leikhúsi og vil einbeita mér að því að vinna eigin verkefni eða með leikstjórum sem ég treysti og trúi á.“ Magnað að keyra mótorhjól í eyðimörkinni Síðasta vetur lék Stefanía í kvikmyndinni Natatorium í leikstjórn Helenu Stefánsdóttur en myndin verður frumsýnd á næstunni. En hvað er framundan? Stefanía er sannarlega stórglæsileg.Mikael Torfason „Það er lítið um prufur hérna í Bandaríkjunum þessa dagana því leikarar eru í verkfalli. Þannig að ég er að skrifa Gula viðvörun og jú svo er á mótorhjólanámskeiði í næstu viku. Mikki var að kaupa sér Harley Davidson og það er alveg magnað að keyra á mótorhjóli hérna um fjöllin og í eyðimörkinni. Ég get eiginlega ekki lýst því hvað ég er spennt að fara út að hjóla með honum.“ Tímamót Ástin og lífið Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Hollywood alltaf verið draumurinn Flestir þekkja nafn rithöfundarins og fyrrum ritstjórans Mikaels Torfasonar en Stefanía hefur einnig getið sér gott orð innan leiklistarinnar. Hún starfaði lengi vel við Þjóðleikhúsið en fimm ár eru nú síðan hjónin fluttu fyrst úr landi. Þau hafa verið búsett í Berlín og Vín þar sem þau hafa sinnt listinni; Stefanía í leikhúsinu og Mikael við ritvélina. Mikael og Stefanía hófu nýtt líf í Hollywood. aðsend „Frá því að við kynntumst fyrst, árið 2011 var það strax okkar sameiginlegi draumur að flytja til Bandaríkjanna. Mikki var nýkominn úr námi frá Los Angeles og langaði strax út aftur. Svo bara gerðist lífið. En núna, eftir að hafa leikið á íslensku leiksviði í fimm ár og önnur fimm í Evrópu kom upp þetta tækifæri. Hjónin fundu með hjálp fasteignasala draumahúsið sem þau eru í óða önn að gera að heimili sínu um þessar mundir.aðsend Við ákváðum að láta vindinn leiða seglin og stýra okkur áfram í rétta átt. Los Angeles var lendingin og hér erum við í dag.“ Fyrstu vikurnar voru áfall Spurð hvernig flutningarnir hafi gengið segir Stefanía fyrstu vikuna hafa verið áfall. Framkvæmdirnar á heimilinu tóku talsverðan toll af fjölskyldunni en allt horfir nú til bættari vegar. aðsend „Þegar maður flytur svona á milli landa, hvað þá heimsálfa, er maður fyrstu dagana að troða marvaða til að ná andanum,“ segir Stefanía en dætur þeirra tvær eru með þeim vestra. Fyrir á Mikael þrjú börn sem búa á Íslandi. Heimilið er orðið hið glæsilegasta rétt eins og eigandinn. Mikael Torfason „Okkur er það auðvitað mikið í mun að stelpurnar upplifi sig öruggar og líði vel í breyttum aðstæðum en það fara allir óhjákvæmilega í survivor gír við svo miklar breytingar. Ég held það sé tilfinning sem allir sem hafa flutt til útlanda tengi við. Fyrstu vikurnar vorum við til dæmis án alls en það tók búslóðina sjö vikur að koma frá Berlín til Los Angeles með skipi. Þetta var svona heimaútilega og ég get alveg viðurkennt að fyrsta vikan var erfið. En eftir að stelpurnar voru byrjaðar í skóla fundum við okkar rútínu sem er svo ótrúlega mikilvæg. Ída, yngsta barn fjölskyldunnar nýtur sín vel í rútínu og kemur brosandi heim úr skólanum á hverjum degi.aðsend Svo þegar stelpurnar komu dag eftir dag brosandi heim úr skólanum þá er manni alveg sama þótt biðin eftir húsgögnunum hafi verið löng.“ Hressandi að skipta um nafn Stefanía er Íslendingum betur kunn undir nafninu Elma Stefanía Ágústdóttir. Hún breytti nýverið um stefnu og tók upp móðurnafn eiginmannsins, Berndsen. Stefanía breytti um stefnu og segir það hressandi að taka upp nýtt eftirnafn. Mikael Torfason „Já, ég nota í dag bara millinafnið mitt. Mikki hefur alltaf bara bara kallað mig Stefaníu. Eða hann og mamma hans, Hulda tengdó, hafa alltaf gert það. Svo mér fannst það upplagt. Það er svo hressandi að skipta um nafn og lifa lífinu á sínum eigin forsendum. Kannski finnst einhverjum það óþægilegt en mér er svo slétt sama.“ Bjarga hjónabandi í gulri viðvörun Næsta verkefni Stefaníu er þýsk sjónvarpsþáttasería sem tekin verður að hluta til upp á Íslandi. „Mikki hefur undanfarin fjögur ár verið að skrifa handritið að þessum þáttum fyrir eina stærstu sjónvarpsstöð í Þýskalandi. Megnið af tökunum fer fram heima á Íslandi og við erum rosalega ánægð með það.“ Hjónin hafa augljóslega afar fallegan smekk og hafa innréttað húsið af alkunnri list. Mikael Torfason Eftir að tökum á þeirri seríu líkur er ráðgert að Stefanía fari í tökur á sjónvarpsþáttum sem hún skrifar með Mikael og Huldari Breiðfjörð fyrir Sjónvarp Símans. „Þeir þættir heita Gul viðvörun og er svona dramedía, eða dramatísk kómedía, um hjón á barmi skilnaðar. Þau ákveða að keyra hringinn í kringum landið í von um að bjarga hjónabandinu.“ Eins ólíkt og hugsast getur Beðin að bera saman Ísland, lífið í Þýskalandi og Austurríki eða Ameríku segir Stefanía fyrst og fremst finna fyrir léttleika Suður-Kaliforníubúans. Fjölskyldan nýtur sín í heita loftslaginu vestanhafs. aðsend „Hér er fólk ofboðslega kurteist og jákvætt. Miklu jákvæðara en ég hef vanist. Kaliforníubúar eru almennt blíðir en það er varla hægt að segja það um Berlínarbúann. Þetta er eins ólíkt og hugsast getur. Stefanía segir lífið í Kalifornu gjörólíkt því sem hún þekkti í Berlín.aðsend Í Berlín skýstu í búðina á leiðinni heim, ekta evrópskt borgarlíf sem einkennist mjög af lestum, kaffihúsum og fjölbreyttum mörkuðum. Hér eru allir á einkabíl og matvöruverslanirnar allar í yfirstærð. Bandaríkin eru miklu líkari Íslandi enda erum við alin upp við amerískt sjónvarpsefni og menningin heima er mjög lituð af því.“ Var að kafna í svarta kassanum Langar ykkur til að meika það í Hollywood? Stefanía nýtur sín meðal pálmatrjánna í glæsilegum garðinum. Mikael Torfason „Alveg eins. Mig dreymdi alltaf um að leika í bíó og sjónvarpi og það var ástæðan fyrir því að ég fór í leiklistarnám. Eftir nám var ég beðin um að stíga á svið í Þjóðleikhúsinu og svo í Borgarleikhúsinu og loks á svið í Burgleikhúsinu í Vín. Það var ótrúleg reynsla og dýpkaði mig sem leikkonu en mér fannst ég alveg vera að kafna í svarta kassanum eins og leikhúsið er stundum kallað. Þess vegna fór ég frí frá leikhúsi og vil einbeita mér að því að vinna eigin verkefni eða með leikstjórum sem ég treysti og trúi á.“ Magnað að keyra mótorhjól í eyðimörkinni Síðasta vetur lék Stefanía í kvikmyndinni Natatorium í leikstjórn Helenu Stefánsdóttur en myndin verður frumsýnd á næstunni. En hvað er framundan? Stefanía er sannarlega stórglæsileg.Mikael Torfason „Það er lítið um prufur hérna í Bandaríkjunum þessa dagana því leikarar eru í verkfalli. Þannig að ég er að skrifa Gula viðvörun og jú svo er á mótorhjólanámskeiði í næstu viku. Mikki var að kaupa sér Harley Davidson og það er alveg magnað að keyra á mótorhjóli hérna um fjöllin og í eyðimörkinni. Ég get eiginlega ekki lýst því hvað ég er spennt að fara út að hjóla með honum.“
Tímamót Ástin og lífið Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira