Gríðarlegur uppgangur vinni gegn verðbólguhjöðnun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. september 2023 20:18 Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gríðarlegur uppgangur í íslenska hagkerfinu vinni að nokkru leyti gegn verðbólguhjöðnun. Hagvöxtur sé góður á evrópskan mælikvarða en baráttan við verðbólguna verði áfram sársaukafull. Ásgeir fór yfir stöðu lántakenda í Reykjavík síðdegis í dag en fjallað var um það í vikunni að greiðslubyrði heimilanna hafi þyngst þrátt fyrir töluverðar stýrivaxtahækkanir síðustu mánuði. Þá hefur seðlabankastjóri hvatt lántakendur til að skoða lánsmöguleika, mögulega blanda lánum og fara í eitthvað verðtryggt. Fyrir nokkrum misserum ráðlagði hann fólki að forðast verðtryggð lán, en Ásgeir segir forsendur breytast hratt í mikilli verðbólgu. Hann telur horfurnar góðar en segir að enn sé þörf á töluverðu aðhaldi. „Verðbólga hefur verið mjög þrálát, enda er gríðarlegur þrýstingur til staðar. Það sem að skiptir kannski máli er að hagkerfið er í þokkalegu jafnvægi. Ef við lítum til dæmis á utanríkisviðskiptin, það er ekki viðskiptahalli. Við erum að halda fjármálakerfinu í skefjum. Við sjáum merki um það að það er verið að draga úr útlánum. Miðað við það sem er í gangi þá var sjö eða átta prósent hagvöxtur á síðasta ári, gríðarlegur uppgangur á mörgum sviðum, gríðarleg aukning í eftirspurn.“ Ásgeir telur stýrivaxtahækkanirnar virka vel og tekur aukinn sparnað almennings sem dæmi. Innlánsvextir hafi enda hækkað töluvert. „Fólk er að leggja peningana sína í bankann. Við sjáum þegar áhrif á einkaneysluna. Þannig að beiting peningastefnunnar er að ganga mjög vel en hún er sársaukafull. Og það sem við erum að eiga við – aðrar þjóðir í Evrópu eru til dæmis ekki með álíka hagvöxt og við. Margar þjóðir eru í raun með hálfgerðan samdrátt. Það er bara mikill uppgangur hjá okkur.“ Er uppgangurinn að vinna gegn okkur? „Gegn og ekki gegn, já. Það hefur náttúrulega áhrif á verðbólguna og svo náttúrulega eru hlutir – síðustu kjarasamningar. Íslenskir launþegar eru þeir eini í Evrópu sem hafa ekki fengið lægri kaupmátt. Á síðasta ári gekk mjög svipuð verðbólga yfir alla Evrópu, lækkaði kaupmátt heimilanna þar en gerði það ekki hér. Síðustu kjarasamningar voru tiltölulega háir, kannski níu eða tíu prósent launahækkanir. Þannig að það munar náttúrulega gríðarlega mikið líka,“ segir Ásgeir. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. 21. september 2023 14:11 „Mun taka tíma“ að byggja upp heimamarkað fyrir ótryggðar útgáfur bankanna Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum. 21. september 2023 10:13 „Við erum á tánum“ Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. 20. september 2023 20:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ásgeir fór yfir stöðu lántakenda í Reykjavík síðdegis í dag en fjallað var um það í vikunni að greiðslubyrði heimilanna hafi þyngst þrátt fyrir töluverðar stýrivaxtahækkanir síðustu mánuði. Þá hefur seðlabankastjóri hvatt lántakendur til að skoða lánsmöguleika, mögulega blanda lánum og fara í eitthvað verðtryggt. Fyrir nokkrum misserum ráðlagði hann fólki að forðast verðtryggð lán, en Ásgeir segir forsendur breytast hratt í mikilli verðbólgu. Hann telur horfurnar góðar en segir að enn sé þörf á töluverðu aðhaldi. „Verðbólga hefur verið mjög þrálát, enda er gríðarlegur þrýstingur til staðar. Það sem að skiptir kannski máli er að hagkerfið er í þokkalegu jafnvægi. Ef við lítum til dæmis á utanríkisviðskiptin, það er ekki viðskiptahalli. Við erum að halda fjármálakerfinu í skefjum. Við sjáum merki um það að það er verið að draga úr útlánum. Miðað við það sem er í gangi þá var sjö eða átta prósent hagvöxtur á síðasta ári, gríðarlegur uppgangur á mörgum sviðum, gríðarleg aukning í eftirspurn.“ Ásgeir telur stýrivaxtahækkanirnar virka vel og tekur aukinn sparnað almennings sem dæmi. Innlánsvextir hafi enda hækkað töluvert. „Fólk er að leggja peningana sína í bankann. Við sjáum þegar áhrif á einkaneysluna. Þannig að beiting peningastefnunnar er að ganga mjög vel en hún er sársaukafull. Og það sem við erum að eiga við – aðrar þjóðir í Evrópu eru til dæmis ekki með álíka hagvöxt og við. Margar þjóðir eru í raun með hálfgerðan samdrátt. Það er bara mikill uppgangur hjá okkur.“ Er uppgangurinn að vinna gegn okkur? „Gegn og ekki gegn, já. Það hefur náttúrulega áhrif á verðbólguna og svo náttúrulega eru hlutir – síðustu kjarasamningar. Íslenskir launþegar eru þeir eini í Evrópu sem hafa ekki fengið lægri kaupmátt. Á síðasta ári gekk mjög svipuð verðbólga yfir alla Evrópu, lækkaði kaupmátt heimilanna þar en gerði það ekki hér. Síðustu kjarasamningar voru tiltölulega háir, kannski níu eða tíu prósent launahækkanir. Þannig að það munar náttúrulega gríðarlega mikið líka,“ segir Ásgeir. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. 21. september 2023 14:11 „Mun taka tíma“ að byggja upp heimamarkað fyrir ótryggðar útgáfur bankanna Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum. 21. september 2023 10:13 „Við erum á tánum“ Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. 20. september 2023 20:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. 21. september 2023 14:11
„Mun taka tíma“ að byggja upp heimamarkað fyrir ótryggðar útgáfur bankanna Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum. 21. september 2023 10:13
„Við erum á tánum“ Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. 20. september 2023 20:00