Skoðun

Að verða vitni að drápi á hvalkýr og kálfi

Arne Feuerhahn skrifar

Ég var á vaktinni að fylgjast með þegar Hvalur 9 kom inn snemma á föstudagsmorgun 22. september með tvær langreyðar í eftirdragi.

Mig grunaði strax að hún væri þunguð vegna stærðar hennar.

Klukkutíma eftir komuna hófu starfsmenn að skera hana og byrjuðu á kviðnum þar sem fullmótaður 4 metra langreyðakálfur rann út.

Ég hef margsinnis orðið vitni að því áður að kálfafóstur renni úr kvið langreyðar á planinu hjá Hval hf. en í þetta sinn var það öðruvísi.

Kálfurinn var óvanalega stór og það var eins og hann horfði til mín og að hann væri jafnvel enn á lífi.

Ég fékk ónotalega tilfinningu sem jókst þegar starfsmenn Hvals hf. höfðu mjög hraðar hendur til að fjarlægja kálfinn úr augsýn.

Þegar ég er á staðnum að mynda og einbeita mér þá reyni ég að slökkva á tilfinningunum og klára verkið, en þetta var mér ofviða, ég gat ekki annað en fellt tár.

Höfundur er náttúrulífsljósmyndari og framkvæmdastjóri sjávarverndarsamtakanna Hard to Port.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×