Sýndi skjáskot af millifærslum sem höfðu aldrei farið í gegn Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 10:23 Konan hefur áður hlotið refsidóma. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn. Í ákæru kemur fram að konan hafi meðal annars stolið snjallúr af heimili án þess að greiða fyrir. Þá hafi hún í þrígang hitt fólk, eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og tekið við vörum og sýnt viðkomandi skjáskot af millifærslu án þess að slík millifærsla hafi raunverulega farið í gegn. Var um að ræða iPhone-sími að verðmæti 180 þúsund krónur, taska að verðmæti 12 þúsund krónur og handtaska að verðmæti 155 þúsund krónur. Brotin framdi hún á tímabilinu desember 2021 til mars 2022. Konan var jafnframt dæmd fyrir fíkniefnaakstur og vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum úðavopn. Konan hefur áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrota, líkamsárásar, þjófnaðarmála og brots í nánu sambandi. Dómari mat hæfilega refsingu yfir konunni vera fjögurra mánaða fangelsi, en að fresta skuli fullnustu þriggja mánaða og sá hluti niður falla að tveimur árum liðnum, haldi hún almennt skilorð. Vísar dómari þar til þess að konan hafi nú snúið lífi sínu til betri vegar. Konan var jafnframt dæmd til að greiða einum brotaþolanum, eiganda iPhone-símans, 180 þúsund krónur og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda og annan sakarkostnað, samtals 380 þúsund krónur. Þá skal hún svipt ökurétti í þrjú ár og úðavopn hennar gert upptækt. Dómsmál Efnahagsbrot Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Í ákæru kemur fram að konan hafi meðal annars stolið snjallúr af heimili án þess að greiða fyrir. Þá hafi hún í þrígang hitt fólk, eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og tekið við vörum og sýnt viðkomandi skjáskot af millifærslu án þess að slík millifærsla hafi raunverulega farið í gegn. Var um að ræða iPhone-sími að verðmæti 180 þúsund krónur, taska að verðmæti 12 þúsund krónur og handtaska að verðmæti 155 þúsund krónur. Brotin framdi hún á tímabilinu desember 2021 til mars 2022. Konan var jafnframt dæmd fyrir fíkniefnaakstur og vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum úðavopn. Konan hefur áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrota, líkamsárásar, þjófnaðarmála og brots í nánu sambandi. Dómari mat hæfilega refsingu yfir konunni vera fjögurra mánaða fangelsi, en að fresta skuli fullnustu þriggja mánaða og sá hluti niður falla að tveimur árum liðnum, haldi hún almennt skilorð. Vísar dómari þar til þess að konan hafi nú snúið lífi sínu til betri vegar. Konan var jafnframt dæmd til að greiða einum brotaþolanum, eiganda iPhone-símans, 180 þúsund krónur og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda og annan sakarkostnað, samtals 380 þúsund krónur. Þá skal hún svipt ökurétti í þrjú ár og úðavopn hennar gert upptækt.
Dómsmál Efnahagsbrot Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira