Svar til lögmanns Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 29. september 2023 17:01 Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. Þessi málflutningur er auðvitað afbökun á efni greinar minnar. Ég var að gagnrýna fréttaflutning RÚV. Þar var fjallað um afgreiðslu dómsins á refsikröfu á hendur sakborningnum. Gagnrýni mín laut að því að í fr,ett RÚV hefði við þessa umfjöllun um dóminn ekki verið vikið að ítarlegum rökstuðningi héraðsdómarans um ástæður þess að refsingin var felld niður. Sérfræðilæknir mat þennan sakborning ósakhæfan og var það meginástæða dómsins um niðurfellingu refsingarinnar, eins og dómarinn gerði grein fyrir í forsendum sínum. Í grein minni var spurt: „Hvernig getur fréttastofa ríkisútvarpsins sagt frétt þar sem sérstaklega er fjallað um refsiákvörðun dómarans án þess að víkja einu orði að forsendum dómsins fyrir því að felld sé niður refsing á hendur manninum eins og skylt var samkvæmt lögum?“ Í forsendum dómsins var vísað til ákvæðis í 15. gr almennra hegningarlaga þar sem segir: „Þeim mönnum skal eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum.“ Með þessum skrifum var ég ekki að taka upp neinn hanska fyrir efnislega niðurstöðu dómarans einfaldlega vegna þess að ég gat auðvitað ekki lagt neinn dóm á réttmæti þeirrar niðurstöðu hans að telja manninn ósakhæfan. Ég var að gagnrýna fréttaflutninginn um dóminn, þar sem ekki var gerð nein grein fyrir þessu. Höfundur greinarinnar í Vísi er starfandi lögmaður. Hann virðist vilja breyta almennum hegningarlögum á þann veg að refsa megi mönnum sem eru ósakhæfir vegna óskar brotaþola um það. Um þetta var ég ekki að fjalla, en get af þessu tilefni látið í ljósi þá skoðun mína að mér finnst slík breyting á lögunum ekki koma til greina. Vill lögmaðurinn afnema þessa reglu, sem gildir hvarvetna í hinum vestræna heimi? Hann hefur auðvitað fulla heimild til þeirrar afstöðut, þó að ég efist um að hann fái marga kunnáttumenn til að taka undir það sjónarmið. Óþarfi er að hafa mörg orð um þá staðreynd að ofbeldi sem fólk er beitt inni á heimilum þess er með því auvirðislegasta sem þekkist. Á heimilum sínum eiga allir að geta notið öryggis fyrir ofbeldismönnum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Dómsmál Fjölmiðlar Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. Þessi málflutningur er auðvitað afbökun á efni greinar minnar. Ég var að gagnrýna fréttaflutning RÚV. Þar var fjallað um afgreiðslu dómsins á refsikröfu á hendur sakborningnum. Gagnrýni mín laut að því að í fr,ett RÚV hefði við þessa umfjöllun um dóminn ekki verið vikið að ítarlegum rökstuðningi héraðsdómarans um ástæður þess að refsingin var felld niður. Sérfræðilæknir mat þennan sakborning ósakhæfan og var það meginástæða dómsins um niðurfellingu refsingarinnar, eins og dómarinn gerði grein fyrir í forsendum sínum. Í grein minni var spurt: „Hvernig getur fréttastofa ríkisútvarpsins sagt frétt þar sem sérstaklega er fjallað um refsiákvörðun dómarans án þess að víkja einu orði að forsendum dómsins fyrir því að felld sé niður refsing á hendur manninum eins og skylt var samkvæmt lögum?“ Í forsendum dómsins var vísað til ákvæðis í 15. gr almennra hegningarlaga þar sem segir: „Þeim mönnum skal eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum.“ Með þessum skrifum var ég ekki að taka upp neinn hanska fyrir efnislega niðurstöðu dómarans einfaldlega vegna þess að ég gat auðvitað ekki lagt neinn dóm á réttmæti þeirrar niðurstöðu hans að telja manninn ósakhæfan. Ég var að gagnrýna fréttaflutninginn um dóminn, þar sem ekki var gerð nein grein fyrir þessu. Höfundur greinarinnar í Vísi er starfandi lögmaður. Hann virðist vilja breyta almennum hegningarlögum á þann veg að refsa megi mönnum sem eru ósakhæfir vegna óskar brotaþola um það. Um þetta var ég ekki að fjalla, en get af þessu tilefni látið í ljósi þá skoðun mína að mér finnst slík breyting á lögunum ekki koma til greina. Vill lögmaðurinn afnema þessa reglu, sem gildir hvarvetna í hinum vestræna heimi? Hann hefur auðvitað fulla heimild til þeirrar afstöðut, þó að ég efist um að hann fái marga kunnáttumenn til að taka undir það sjónarmið. Óþarfi er að hafa mörg orð um þá staðreynd að ofbeldi sem fólk er beitt inni á heimilum þess er með því auvirðislegasta sem þekkist. Á heimilum sínum eiga allir að geta notið öryggis fyrir ofbeldismönnum. Höfundur er lögmaður.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun