Hvalveiðivertíð lokið og 24 hvalir veiddir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. september 2023 19:01 Vertíðin hófst í upphafi mánaðar eftir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fram ákvörðun sína um að leyfa hvalveiðar á ný með hertum skilyrðum. Vísir/Vilhelm Hvalveiðivertíð er nú lokið en 24 hvalir voru veiddir þá 24 daga sem hún stóð yfir. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú komin í land með þrjár langreyðar. Þetta staðfesti Kristján Loftsson forstjóri Hvals við Morgunblaðið. Kristján hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum fréttastofu til að ná tali af honum í dag. Spurningar um hvort vertíðinni væri lokið voru á lofti í dag eftir að aðgerðarsinninn Katrín Oddsdóttir birti færslu á Facebook-síðu sína um að svo væri. „Mikið vona ég að þar með hafi síðasta langreyðurin verið veidd fyrir fullt og allt,“ segir hún í færslunni. Alls voru 24 langreyðar veiddar á vertíðinni, í samanburði við 148 á vertíðinni í fyrra. Í september á síðasta ári veiddust 38 langreyðar. „Þeir skjóta sem þora“ Veiðar Hvals 8 voru stöðvaðar á dögunum eftir að veiðimenn hæfðu langreyð „utan tilgreinds marksvæðiðs“ með þeim afleiðingum að dauðastríð dýrsins varð lengra en ella. Um það bil 30 mínútur liðu þar til dýrið var skotið aftur eftir misheppnaða fyrstu tilraun. Þá var greint frá því síðustu helgi að nær fullvaxta kálfur hefði verið dreginn úr langreyði sem var drepin á föstudag. Í nýrri reglugerð matvælaráðherra um veiðarnar segir að ekki megi skjóta hvali sem kálfar fylgja. „Þeir skjóta sem þora,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið um mögulega stjórnvaldssekt vegna málsins. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38 Kálfurinn dreginn úr móðurkviði nánast fullvaxta Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar. 23. september 2023 14:18 „Þeir skjóta sem þora“ segir Kristján um mögulega stjórnvaldssekt Matvælastofnun skoðar nú að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8. „Þeir skjóta sem þora,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um mögulega sektargerð. 25. september 2023 06:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Þetta staðfesti Kristján Loftsson forstjóri Hvals við Morgunblaðið. Kristján hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum fréttastofu til að ná tali af honum í dag. Spurningar um hvort vertíðinni væri lokið voru á lofti í dag eftir að aðgerðarsinninn Katrín Oddsdóttir birti færslu á Facebook-síðu sína um að svo væri. „Mikið vona ég að þar með hafi síðasta langreyðurin verið veidd fyrir fullt og allt,“ segir hún í færslunni. Alls voru 24 langreyðar veiddar á vertíðinni, í samanburði við 148 á vertíðinni í fyrra. Í september á síðasta ári veiddust 38 langreyðar. „Þeir skjóta sem þora“ Veiðar Hvals 8 voru stöðvaðar á dögunum eftir að veiðimenn hæfðu langreyð „utan tilgreinds marksvæðiðs“ með þeim afleiðingum að dauðastríð dýrsins varð lengra en ella. Um það bil 30 mínútur liðu þar til dýrið var skotið aftur eftir misheppnaða fyrstu tilraun. Þá var greint frá því síðustu helgi að nær fullvaxta kálfur hefði verið dreginn úr langreyði sem var drepin á föstudag. Í nýrri reglugerð matvælaráðherra um veiðarnar segir að ekki megi skjóta hvali sem kálfar fylgja. „Þeir skjóta sem þora,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið um mögulega stjórnvaldssekt vegna málsins.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38 Kálfurinn dreginn úr móðurkviði nánast fullvaxta Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar. 23. september 2023 14:18 „Þeir skjóta sem þora“ segir Kristján um mögulega stjórnvaldssekt Matvælastofnun skoðar nú að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8. „Þeir skjóta sem þora,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um mögulega sektargerð. 25. september 2023 06:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38
Kálfurinn dreginn úr móðurkviði nánast fullvaxta Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar. 23. september 2023 14:18
„Þeir skjóta sem þora“ segir Kristján um mögulega stjórnvaldssekt Matvælastofnun skoðar nú að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8. „Þeir skjóta sem þora,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um mögulega sektargerð. 25. september 2023 06:37