Kverkatak Gylfi Þór Gíslason skrifar 3. október 2023 08:00 Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt. Hverjir borga þessar sektir að endingu aðrir en neytendur. Sektirnar munu beinast að fólkinu í landinu. Í stað þess að beinast að gerendum og fyrirtækjunum. Við athugun á viðurlögum við broti á samkeppnislögum geta þau verið allt að 6 ára fangelsi. En um það má lesa í 4. kafla 1. greinar samkeppnislaganna. Þar vantar ákvæði um að leggja megi hald á og gera upptæk þau fyrirtæki sem gerist sannarlega brotleg við umrædd lög. Frá því þessi frétt um samráð Eimskipa og Samskipa kom fram í dagsljósið í upphafi mánaðarins hefur lítið sem ekkert verið fjallað um hana í stærri fjölmiðlum. Í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi kom enginn inn á þetta samráð. En þetta snertir alla þjóðina. Ef þetta hefði komið upp í Frakklandi væri verið að mótmæla á götum úti, svo eftir væri tekið. Eitthvað í líkingu við það sem gerðist hér í janúar 2009. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að mótmæla á Íslandi væri það núna. En ég á nú kannski ekki að vera að kynda undir mótmælum, starfandi lögreglumaðurinn En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þessu máli? Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali við RÚV að hann væri að íhuga að fara í mál við skipafélögin. Segist íhuga að fara í mál við fyrirtæki sem hugsanlega hafa svikið út háar upphæðir frá ríkinu og þar af leiðandi fólkinu í landinu. Það má ekki gleyma hverjir eiga og stjórna Eimskip, Samherji er stærsti hluthafi Eimskipa. Ráðherra viðskipta sem er og varaformaður Framsóknarflokksins sagði í viðtali við RUV í upphafi mánaðarins að það verði verkefni ríkisstjórnarinnar það sem eftir lifir kjörtímabils að skoða þetta mál. Þarna þarf aðgerðir strax en ekki íhuganir og skoðanir á meðan þjóðinni blæðir. Umræddur viðskiptaráðherra talar um í framhjáhlaupi í sama viðtali að hún sé mikil áhugamanneskja um verðbólgu og ætli að vinna í henni. Hún talar eins og manneskja í einhverjum skokk hóp, með fullri virðingu fyrir skokkurum, um hver hennar önnur áhugamál séu en ekki eins og ráðherra í ríkisstjórn með vald til að gera eitthvað í þessum málum. En þess má geta að þessi ráðherra og varaformaður framsóknarflokksins er ein þriggja ráðherra í svokölluðu efnahagsráði ríkisstjórnarinnar og ku víst vera hagfræðingur að auki. Nei þessi ríkisstjórn er ekki að gera neitt fyrir fólkið í landinu. Þau ætla bara að sitja út kjörtímabilið, hvað sem það kostar þjóðarbúið Það hlýtur að vera krafa hins almenna launamanns í landinu að gripið verði til aðgerða strax gegn þessu samráði þannig að það verði losað um þetta kverkatak sem þessi tvö skipafélög, sem stjórna 90% af innflutnings markaðnum, hafa á þjóðinni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipaflutningar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt. Hverjir borga þessar sektir að endingu aðrir en neytendur. Sektirnar munu beinast að fólkinu í landinu. Í stað þess að beinast að gerendum og fyrirtækjunum. Við athugun á viðurlögum við broti á samkeppnislögum geta þau verið allt að 6 ára fangelsi. En um það má lesa í 4. kafla 1. greinar samkeppnislaganna. Þar vantar ákvæði um að leggja megi hald á og gera upptæk þau fyrirtæki sem gerist sannarlega brotleg við umrædd lög. Frá því þessi frétt um samráð Eimskipa og Samskipa kom fram í dagsljósið í upphafi mánaðarins hefur lítið sem ekkert verið fjallað um hana í stærri fjölmiðlum. Í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi kom enginn inn á þetta samráð. En þetta snertir alla þjóðina. Ef þetta hefði komið upp í Frakklandi væri verið að mótmæla á götum úti, svo eftir væri tekið. Eitthvað í líkingu við það sem gerðist hér í janúar 2009. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að mótmæla á Íslandi væri það núna. En ég á nú kannski ekki að vera að kynda undir mótmælum, starfandi lögreglumaðurinn En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þessu máli? Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali við RÚV að hann væri að íhuga að fara í mál við skipafélögin. Segist íhuga að fara í mál við fyrirtæki sem hugsanlega hafa svikið út háar upphæðir frá ríkinu og þar af leiðandi fólkinu í landinu. Það má ekki gleyma hverjir eiga og stjórna Eimskip, Samherji er stærsti hluthafi Eimskipa. Ráðherra viðskipta sem er og varaformaður Framsóknarflokksins sagði í viðtali við RUV í upphafi mánaðarins að það verði verkefni ríkisstjórnarinnar það sem eftir lifir kjörtímabils að skoða þetta mál. Þarna þarf aðgerðir strax en ekki íhuganir og skoðanir á meðan þjóðinni blæðir. Umræddur viðskiptaráðherra talar um í framhjáhlaupi í sama viðtali að hún sé mikil áhugamanneskja um verðbólgu og ætli að vinna í henni. Hún talar eins og manneskja í einhverjum skokk hóp, með fullri virðingu fyrir skokkurum, um hver hennar önnur áhugamál séu en ekki eins og ráðherra í ríkisstjórn með vald til að gera eitthvað í þessum málum. En þess má geta að þessi ráðherra og varaformaður framsóknarflokksins er ein þriggja ráðherra í svokölluðu efnahagsráði ríkisstjórnarinnar og ku víst vera hagfræðingur að auki. Nei þessi ríkisstjórn er ekki að gera neitt fyrir fólkið í landinu. Þau ætla bara að sitja út kjörtímabilið, hvað sem það kostar þjóðarbúið Það hlýtur að vera krafa hins almenna launamanns í landinu að gripið verði til aðgerða strax gegn þessu samráði þannig að það verði losað um þetta kverkatak sem þessi tvö skipafélög, sem stjórna 90% af innflutnings markaðnum, hafa á þjóðinni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun