Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2023 10:06 Þungvopnaðir meðlimir glæpagengisins G9 and Family í kröfugöngu gegn Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í Port-au-Prince í september. AP/Odelyn Joseph Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. Tillagan kemur upprunalega frá António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna en hún var formlega lögð fram af ríkisstjórnum Bandaríkjanna og Ekvador. Sendiherrar þrettán ríkja greiddu atkvæði með tillögunni. Sendiherrar Rússlands og Kína sátu hjá. New York Times segir viðræður við sendiherra Rússlands og Kína um tillöguna hafa tekið töluverðan tíma og að samþykkt öryggisráðsins hafi verið endurskrifuð nokkrum sinnum vegna mótmæla frá þeim. Hve fjölmennt lið verður sent liggur ekki fyrir. Yfirvöld í Kenía hafa lagt til að senda um þúsund lögregluþjóna og yfirvöld í Jamaíka, á Bahamas-eyjum og í Antígva og Barbúda hafa einnig heitið því að senda menn en ekki liggur fyrir hvort bara verði sendir lögregluþjónar eða hvort til standi að senda hermenn til Haítí. Ekki liggur heldur fyrir hvenær mennirnir verða sendir til Haítí en Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að það gæti gerst á næstu mánuðum. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Alfred Mutua, utanríkisráðherra Kenía, að það gæti gerst á næstu tveimur eða þremur mánuðum. Kannski í janúar. Verið sé að þjálfa yfirmenn í frönsku fyrir verkefnið. Mennirnir eiga að vera í Haítí í minnst ár og á taka ákvörðun um framlengingu eftir um níu mánuði. Þá verður verkefnið fjármagnað með frjálsum framlögum en Bandaríkin hafa heitið 200 milljónum dala til þess. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (til hægri) með William Ruto, forseta Kenía (til vinstri).AP/Jason DeCrow Óöld um árabil Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Sameinuðu þjóðirnar segja þúsundir hafa verið myrta af glæpamönnum á undanförnu áru og að heilu hverfin í Port au Prince hafi verið tæmd af íbúum sem flúið hafa undan glæpagengjum, sem hafa myrt fólk, rænt og kúgað í massavís. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu til tíu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Sjá einnig: Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Fátækt er mikil í Haítí en meira en helmingur þjóðarinnar þénar minna þrjú hundruð krónur á dag. Starfandi ríkisstjórn Haítí kallaði fyrir tæpu ári eftir alþjóðlegri aðstoð við að reyna að koma böndum á glæpagengin. Ariel Henry, forsætisráðherra landsins, þakkaði öryggisráðinu, Kenía og framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær, en sagði að ekki hefði verið hægt að bíða lengur. Vonast er til þess að liðsaukinn muni gera yfirvöldum í Haítí kleift að halda loks kosningar en þeim hefur ítrekað verið frestað frá því Moise var myrtur. Haítí Sameinuðu þjóðirnar Kenía Tengdar fréttir Mannræningjar sagðir krefjast 132 milljóna fyrir bandarískar mæðgur Vopnaðir menn rændu í síðustu viku bandarískum hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar á Haítí. Hjúkrunarfræðingurinn Alix Dorsainvil var að vinna við hjálparstörf í eyríkinu þegar henni og dóttur hennar var rænt. 1. ágúst 2023 14:51 Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Tillagan kemur upprunalega frá António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna en hún var formlega lögð fram af ríkisstjórnum Bandaríkjanna og Ekvador. Sendiherrar þrettán ríkja greiddu atkvæði með tillögunni. Sendiherrar Rússlands og Kína sátu hjá. New York Times segir viðræður við sendiherra Rússlands og Kína um tillöguna hafa tekið töluverðan tíma og að samþykkt öryggisráðsins hafi verið endurskrifuð nokkrum sinnum vegna mótmæla frá þeim. Hve fjölmennt lið verður sent liggur ekki fyrir. Yfirvöld í Kenía hafa lagt til að senda um þúsund lögregluþjóna og yfirvöld í Jamaíka, á Bahamas-eyjum og í Antígva og Barbúda hafa einnig heitið því að senda menn en ekki liggur fyrir hvort bara verði sendir lögregluþjónar eða hvort til standi að senda hermenn til Haítí. Ekki liggur heldur fyrir hvenær mennirnir verða sendir til Haítí en Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að það gæti gerst á næstu mánuðum. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Alfred Mutua, utanríkisráðherra Kenía, að það gæti gerst á næstu tveimur eða þremur mánuðum. Kannski í janúar. Verið sé að þjálfa yfirmenn í frönsku fyrir verkefnið. Mennirnir eiga að vera í Haítí í minnst ár og á taka ákvörðun um framlengingu eftir um níu mánuði. Þá verður verkefnið fjármagnað með frjálsum framlögum en Bandaríkin hafa heitið 200 milljónum dala til þess. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (til hægri) með William Ruto, forseta Kenía (til vinstri).AP/Jason DeCrow Óöld um árabil Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Sameinuðu þjóðirnar segja þúsundir hafa verið myrta af glæpamönnum á undanförnu áru og að heilu hverfin í Port au Prince hafi verið tæmd af íbúum sem flúið hafa undan glæpagengjum, sem hafa myrt fólk, rænt og kúgað í massavís. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu til tíu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Sjá einnig: Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Fátækt er mikil í Haítí en meira en helmingur þjóðarinnar þénar minna þrjú hundruð krónur á dag. Starfandi ríkisstjórn Haítí kallaði fyrir tæpu ári eftir alþjóðlegri aðstoð við að reyna að koma böndum á glæpagengin. Ariel Henry, forsætisráðherra landsins, þakkaði öryggisráðinu, Kenía og framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær, en sagði að ekki hefði verið hægt að bíða lengur. Vonast er til þess að liðsaukinn muni gera yfirvöldum í Haítí kleift að halda loks kosningar en þeim hefur ítrekað verið frestað frá því Moise var myrtur.
Haítí Sameinuðu þjóðirnar Kenía Tengdar fréttir Mannræningjar sagðir krefjast 132 milljóna fyrir bandarískar mæðgur Vopnaðir menn rændu í síðustu viku bandarískum hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar á Haítí. Hjúkrunarfræðingurinn Alix Dorsainvil var að vinna við hjálparstörf í eyríkinu þegar henni og dóttur hennar var rænt. 1. ágúst 2023 14:51 Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Mannræningjar sagðir krefjast 132 milljóna fyrir bandarískar mæðgur Vopnaðir menn rændu í síðustu viku bandarískum hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar á Haítí. Hjúkrunarfræðingurinn Alix Dorsainvil var að vinna við hjálparstörf í eyríkinu þegar henni og dóttur hennar var rænt. 1. ágúst 2023 14:51
Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43
Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32
Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29
Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44