„Fyrst og fremst stólaskipti“ án þess að axla ábyrgð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. október 2023 13:40 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð. Fréttastofa ræddi við formann Samfylkingarinnar um leið og Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra hafði tilkynnt um stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur utanríkisráðherra. „Ég óska nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki. Það eru náttúrulega ærin verkefni fram undan og það sem skiptir fólkið í landinu mestu máli er hvort það verði breytt um stefnu eða hvort við sjáum meira af því sama. Við erum auðvitað í miðri fjárlagavinnu og það er enn hægt að hafa talsverð áhrif á fjárlögun ef ríkisstjórnin og þingið, sérstaklega stjórnarliðarnir hafa áhuga á því,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin sé öll af vilja gerð til að vinna með ríkisstjórninni að kjarapakka sem flokkurinn hefur lagt fram. Hún segist þó ekki eiga von á snarpri stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar. „Ef að ég skil rétt þær breytingar sem áttu sér stað í dag þá voru þetta fyrst og fremst bara stólaskipti og litlar breytingar aðrar en það,“ segir Kristrún. Bjarni hefur sagt að með afsögn sinni sé hann að axla ábyrgð í Íslandsbankamálinu. „Ég held að það að axla ábyrgð felist líka í að viðurkenna að eitthvað hefði mátt betur fara. Mér hefur ekki þótt það vera að heyra í hans málflutningi. En ég held að á þessum tímapunkti þurfum við bara að horfa fram á veginn.“ Enn eigi eftir að gera upp ýmislegt í Íslandsbankamálinu. „Við höfum kallað eftir rannsóknarskýrslu, það ákall stendur ennþá,“ segir Kristrún. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fréttastofa ræddi við formann Samfylkingarinnar um leið og Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra hafði tilkynnt um stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur utanríkisráðherra. „Ég óska nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki. Það eru náttúrulega ærin verkefni fram undan og það sem skiptir fólkið í landinu mestu máli er hvort það verði breytt um stefnu eða hvort við sjáum meira af því sama. Við erum auðvitað í miðri fjárlagavinnu og það er enn hægt að hafa talsverð áhrif á fjárlögun ef ríkisstjórnin og þingið, sérstaklega stjórnarliðarnir hafa áhuga á því,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin sé öll af vilja gerð til að vinna með ríkisstjórninni að kjarapakka sem flokkurinn hefur lagt fram. Hún segist þó ekki eiga von á snarpri stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar. „Ef að ég skil rétt þær breytingar sem áttu sér stað í dag þá voru þetta fyrst og fremst bara stólaskipti og litlar breytingar aðrar en það,“ segir Kristrún. Bjarni hefur sagt að með afsögn sinni sé hann að axla ábyrgð í Íslandsbankamálinu. „Ég held að það að axla ábyrgð felist líka í að viðurkenna að eitthvað hefði mátt betur fara. Mér hefur ekki þótt það vera að heyra í hans málflutningi. En ég held að á þessum tímapunkti þurfum við bara að horfa fram á veginn.“ Enn eigi eftir að gera upp ýmislegt í Íslandsbankamálinu. „Við höfum kallað eftir rannsóknarskýrslu, það ákall stendur ennþá,“ segir Kristrún.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira