Fólk með ADHD í lausu lofti Sigrún Heimisdóttir skrifar 16. október 2023 08:31 Sálfræðingar, geðlæknar og heimilislæknar hafa lengi átt góða samvinnu við greiningu á ADHD og leggja sig fram ásamt fleiri fagstéttum um að sinna mikilvægri meðferð. Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna innan Heilsugæslunnar telur sér ekki lengur fært að taka við greinargerðum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Ein af ástæðum þess er að erfitt er fyrir teymið að meta hvort klínískum leiðbeiningum við greiningar sé fylgt nægjanlega vel og aukin eftirspurn. Þar reisir opinber heilbrigðisþjónusta veggi og fagfólk þar virðist vera að kikna undan álagi og hlutverki sínu. Afleiðingin er að þeir einstaklingar sem eiga erfitt með daglegt líf vegna ADHD einkenna eru í lausu lofti! Sálfræðingar vinna flókna greiningarvinnu sem felur í sér mat á mögulegum einkennum ADHD eða því hvort annar vandi skýri frekar vandann. Greina hvað hamlar, setja niðurstöður fram í skýrslu ásamt meðferðaráætlun og veita í framhaldi viðeigandi viðtalsmeðferð. Fjöldi fólks bíður eftir að komast í slíka þjónustu, - fá hlustun, mat á vanda og plan. Einstaklingur á fullorðinsaldri sem fer í gegnum slíkt ferli þarf að leggja á sig heilmikla sjálfsskoðun og fæstir fara í þá vinnu að ástæðulausu. Uppskeran er oft ríkuleg, aukin sjálfsþekking og sjálfstraust sem og eru meiri líkur á að gagnlegar leiðir til sjálfshjálpar séu nýttar. Geðlæknar sinna einnig greiningum á ADHD, oft í samvinnu við sálfræðinga. Þeir veita meðferð í formi lyfja og biðlistar til þeirra eru enn lengri en til sálfræðinga. Lyfjanotkun hefur aukist og lyfin eru uppseld! Samkvæmt lyfjaútskriftum virðast fleiri vera að greinast en áður. Sálfræðingar sinna ekki lyfjameðferð og sálfræðimeðferð er ekki enn niðurgreidd þrátt fyrir að klínískar leiðbeiningar Landlæknisembættis mæli með þeirri meðferð. Klínískum leiðbeiningum um meðferð fólks með ADHD er ekki fylgt nema að huta til hérlendis. Fólk hefur ekki tök á niðurgreiðslu á viðtalsmeðferð s.s. Hugrænni atferlismeðferð, hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum og aðgengi í opinberu heilbrigðiskerfi er takmarkaður fyrir þennan hóp. Í umræddum leiðbeiningum kemur fram: „Mikilvægt er að meðferðaráætlun við ADHD sé heildræn, þar sem einnig er tekið á sálrænum þáttum auk atferlistruflana og áhrifa á nám og störf. Þeir sem greinast með ADHD eiga að fá fræðslu og ráðgjöf um ADHD, áhrif einkenna á færni í daglegu lífi og samskipti við aðra. Hefja má lyfjameðferð ef ADHD einkenni eru enn hamlandi eftir að daglegt líf og umhverfi hefur verið aðlagað eins og við á“. „Hugræna atferlismeðferð með áherslu á ADHD (t.d. í hóp) ætti að bjóða öllum, sem val við lyfjameðferð eða samhliða lyfjameðferð“ Rannsóknir sýna að ADHD er arfgengt, getur verið samhliða öðrum vanda og fylgiraskanir s.s. tilfinningavandi koma fram hjá stórum hópi. Sálfræðimeðferð kemur þar einnig að gagni. Margir með ADHD búa yfir styrkleikum og sjálfsbjargarviðleitni til að fást við daglegt líf þrátt fyrir einkennin. Flestir vilja leggja sig fram til sjálfshjálpar, en þegar það er of erfitt og daglegt líf gengur ekki upp er þörf á aðkomu fagaðila. Úrræðaleysi og útilokun frá heilbrigðisþjónustu getur haft alvarleg áhrif á einstaklinginn sem er leitandi að svörum og viðeigandi meðferð, valdið ótta, örvæntingu, reiði, örmögnun og ýtt undir fordóma. Aukin hætta er á að annar vandi aukist og afleiðingar geta verið víðtækar. Samtal, greining, áætlun og meðferð er kjarnin í starfi sálfræðinga. Lausnaleit sem við getum hæglega beitt í þessu samhengi! Að reisa veggi og útiloka ákveðna sjúklingahópa frá greiningu og meðferð, er ekki heillavænlegt og samræmist ekki klínískum leiðbeiningum eða fagmennsku. Okkar ábyrgð sem fagaðila er að vanda okkur, vinna af fagmennsku og fylgja fyrirmælum um verklag. Hlusta, meðtaka og sýna því virðingu og skilning sem við heyrum hjá skjólstæðingum okkar. Það er fjöldi fólks með hamlandi vanda að leita svara og fjöldi fagfólks að reyna sitt besta en skerðing og skortur á þjónustu á einum stað ýtir undir álag á öðrum stað. Skoða þarf málið í stærra samhengi og fara í einu og öllu eftir klínskum leiðbeiningum. Mikilvægt er að við hlustum á fólk, vinnum áfram saman og að stjórnvöld skoði raunverulegar lausnir á vandanum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri. Sinnir greiningum og meðferð í þverfaglegu teymi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Sálfræðingar, geðlæknar og heimilislæknar hafa lengi átt góða samvinnu við greiningu á ADHD og leggja sig fram ásamt fleiri fagstéttum um að sinna mikilvægri meðferð. Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna innan Heilsugæslunnar telur sér ekki lengur fært að taka við greinargerðum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Ein af ástæðum þess er að erfitt er fyrir teymið að meta hvort klínískum leiðbeiningum við greiningar sé fylgt nægjanlega vel og aukin eftirspurn. Þar reisir opinber heilbrigðisþjónusta veggi og fagfólk þar virðist vera að kikna undan álagi og hlutverki sínu. Afleiðingin er að þeir einstaklingar sem eiga erfitt með daglegt líf vegna ADHD einkenna eru í lausu lofti! Sálfræðingar vinna flókna greiningarvinnu sem felur í sér mat á mögulegum einkennum ADHD eða því hvort annar vandi skýri frekar vandann. Greina hvað hamlar, setja niðurstöður fram í skýrslu ásamt meðferðaráætlun og veita í framhaldi viðeigandi viðtalsmeðferð. Fjöldi fólks bíður eftir að komast í slíka þjónustu, - fá hlustun, mat á vanda og plan. Einstaklingur á fullorðinsaldri sem fer í gegnum slíkt ferli þarf að leggja á sig heilmikla sjálfsskoðun og fæstir fara í þá vinnu að ástæðulausu. Uppskeran er oft ríkuleg, aukin sjálfsþekking og sjálfstraust sem og eru meiri líkur á að gagnlegar leiðir til sjálfshjálpar séu nýttar. Geðlæknar sinna einnig greiningum á ADHD, oft í samvinnu við sálfræðinga. Þeir veita meðferð í formi lyfja og biðlistar til þeirra eru enn lengri en til sálfræðinga. Lyfjanotkun hefur aukist og lyfin eru uppseld! Samkvæmt lyfjaútskriftum virðast fleiri vera að greinast en áður. Sálfræðingar sinna ekki lyfjameðferð og sálfræðimeðferð er ekki enn niðurgreidd þrátt fyrir að klínískar leiðbeiningar Landlæknisembættis mæli með þeirri meðferð. Klínískum leiðbeiningum um meðferð fólks með ADHD er ekki fylgt nema að huta til hérlendis. Fólk hefur ekki tök á niðurgreiðslu á viðtalsmeðferð s.s. Hugrænni atferlismeðferð, hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum og aðgengi í opinberu heilbrigðiskerfi er takmarkaður fyrir þennan hóp. Í umræddum leiðbeiningum kemur fram: „Mikilvægt er að meðferðaráætlun við ADHD sé heildræn, þar sem einnig er tekið á sálrænum þáttum auk atferlistruflana og áhrifa á nám og störf. Þeir sem greinast með ADHD eiga að fá fræðslu og ráðgjöf um ADHD, áhrif einkenna á færni í daglegu lífi og samskipti við aðra. Hefja má lyfjameðferð ef ADHD einkenni eru enn hamlandi eftir að daglegt líf og umhverfi hefur verið aðlagað eins og við á“. „Hugræna atferlismeðferð með áherslu á ADHD (t.d. í hóp) ætti að bjóða öllum, sem val við lyfjameðferð eða samhliða lyfjameðferð“ Rannsóknir sýna að ADHD er arfgengt, getur verið samhliða öðrum vanda og fylgiraskanir s.s. tilfinningavandi koma fram hjá stórum hópi. Sálfræðimeðferð kemur þar einnig að gagni. Margir með ADHD búa yfir styrkleikum og sjálfsbjargarviðleitni til að fást við daglegt líf þrátt fyrir einkennin. Flestir vilja leggja sig fram til sjálfshjálpar, en þegar það er of erfitt og daglegt líf gengur ekki upp er þörf á aðkomu fagaðila. Úrræðaleysi og útilokun frá heilbrigðisþjónustu getur haft alvarleg áhrif á einstaklinginn sem er leitandi að svörum og viðeigandi meðferð, valdið ótta, örvæntingu, reiði, örmögnun og ýtt undir fordóma. Aukin hætta er á að annar vandi aukist og afleiðingar geta verið víðtækar. Samtal, greining, áætlun og meðferð er kjarnin í starfi sálfræðinga. Lausnaleit sem við getum hæglega beitt í þessu samhengi! Að reisa veggi og útiloka ákveðna sjúklingahópa frá greiningu og meðferð, er ekki heillavænlegt og samræmist ekki klínískum leiðbeiningum eða fagmennsku. Okkar ábyrgð sem fagaðila er að vanda okkur, vinna af fagmennsku og fylgja fyrirmælum um verklag. Hlusta, meðtaka og sýna því virðingu og skilning sem við heyrum hjá skjólstæðingum okkar. Það er fjöldi fólks með hamlandi vanda að leita svara og fjöldi fagfólks að reyna sitt besta en skerðing og skortur á þjónustu á einum stað ýtir undir álag á öðrum stað. Skoða þarf málið í stærra samhengi og fara í einu og öllu eftir klínskum leiðbeiningum. Mikilvægt er að við hlustum á fólk, vinnum áfram saman og að stjórnvöld skoði raunverulegar lausnir á vandanum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri. Sinnir greiningum og meðferð í þverfaglegu teymi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun