Åge viss um að Gylfi muni slá markametið bara kannski ekki í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Lúxemborg. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide stýrir íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum í kvöld á móti Liechtenstein í síðasta heimaleik Íslands. „Ég veit ekki hverju er von á því þeir hafa ekki gert mikið hingað til. Allir landsleikir eru aftur á móti mikilvægir fyrir okkur sama hver mótherjinn er, hvort sem það er Liechtenstein eða Potúgal,“ sagði Åge Hareide. „Við verðum að reyna að vinna leikinn. Það er markmiðið okkar og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Hareide. Hugsa um FIFA-listann „Við verðum líka að hugsa um stöðuna okkar á styrkleikalistanum. Við verðum líka að laga okkar leik yfir heilar níutíu mínútur. Við spiluðum virkilega vel í 45 mínútur í síðasta leik en misstum dampinn í seinni hálfleik,“ sagði Hareide. „Við höfum skoðað leikinn vel og ætlum að leggja enn meira á okkur í þessum leik. Við ætlum að reyna að spila eins vel og við getum og nota leikina fram undan til að undirbúa liðið eins vel og við getum fyrir marsmánuð,“ sagði Hareide en þar er líklegt að íslenska liðið spili umspilsleiki um sæti á EM. Åge Hareide talar við Gylfa Þór Sigurðsson áður en hann kom inn á völlinn.Vísir/Hulda Margrét Reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig „Við verðum að halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum. Við reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig því það gekk mjög vel í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hareide. „Það eru lítil atriði í okkar leik þegar við erum með boltann sem okkur gekk ekki eins vel að leysa í seinni hálfleiknum. Leikmennirnir vita af því og við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Menn voru aðeins of fljótir að missa hausinn eftir að þeir skoruðu snemma í seinni hálfleik og það gerðist líka í Lúxemborg þegar við fengum á okkur víti,“ sagði Hareide. „Við þurfum að vera sterkari og harðari við hverja aðra svo að menn haldi áfram að spila okkar leik,“ sagði Hareide en hvað með liðið? „Það verða nokkrar breytingar á byrjunarliðinu,“ sagði Hareide en vildi ekki gefa neitt upp. Verður Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliðinu? Ég vona að hann nái því „Gylfi er einn af þessum leikmönnum sem fær mínútur,“ sagði Hareide og brosti. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið í A-landsliðinu. „Ég vona að hann nái því. Ég er viss um þegar hann kemur til baka í toppformi þá mun hann bæta metið. Hann er búinn að vera í tvö ár í burtu frá fótboltanum en elskar það að vera kominn til baka. Það er gaman að sjá hann á æfingum og það var flott að sjá stuðninginn sem hann fékk þegar hann kom inn á völlinn á móti Lúxemborg. Það var gott fyrir Gylfa og það er gott að hafa hann aftur með okkur,“ sagði Hareide. Það má sjá viðtal hans við Svövu Kristínu Gretarsdóttur hér fyrir neðan. Klippa: Hareide fyrir leikinn gegn Liechtenstein Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
„Ég veit ekki hverju er von á því þeir hafa ekki gert mikið hingað til. Allir landsleikir eru aftur á móti mikilvægir fyrir okkur sama hver mótherjinn er, hvort sem það er Liechtenstein eða Potúgal,“ sagði Åge Hareide. „Við verðum að reyna að vinna leikinn. Það er markmiðið okkar og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Hareide. Hugsa um FIFA-listann „Við verðum líka að hugsa um stöðuna okkar á styrkleikalistanum. Við verðum líka að laga okkar leik yfir heilar níutíu mínútur. Við spiluðum virkilega vel í 45 mínútur í síðasta leik en misstum dampinn í seinni hálfleik,“ sagði Hareide. „Við höfum skoðað leikinn vel og ætlum að leggja enn meira á okkur í þessum leik. Við ætlum að reyna að spila eins vel og við getum og nota leikina fram undan til að undirbúa liðið eins vel og við getum fyrir marsmánuð,“ sagði Hareide en þar er líklegt að íslenska liðið spili umspilsleiki um sæti á EM. Åge Hareide talar við Gylfa Þór Sigurðsson áður en hann kom inn á völlinn.Vísir/Hulda Margrét Reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig „Við verðum að halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum. Við reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig því það gekk mjög vel í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hareide. „Það eru lítil atriði í okkar leik þegar við erum með boltann sem okkur gekk ekki eins vel að leysa í seinni hálfleiknum. Leikmennirnir vita af því og við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Menn voru aðeins of fljótir að missa hausinn eftir að þeir skoruðu snemma í seinni hálfleik og það gerðist líka í Lúxemborg þegar við fengum á okkur víti,“ sagði Hareide. „Við þurfum að vera sterkari og harðari við hverja aðra svo að menn haldi áfram að spila okkar leik,“ sagði Hareide en hvað með liðið? „Það verða nokkrar breytingar á byrjunarliðinu,“ sagði Hareide en vildi ekki gefa neitt upp. Verður Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliðinu? Ég vona að hann nái því „Gylfi er einn af þessum leikmönnum sem fær mínútur,“ sagði Hareide og brosti. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið í A-landsliðinu. „Ég vona að hann nái því. Ég er viss um þegar hann kemur til baka í toppformi þá mun hann bæta metið. Hann er búinn að vera í tvö ár í burtu frá fótboltanum en elskar það að vera kominn til baka. Það er gaman að sjá hann á æfingum og það var flott að sjá stuðninginn sem hann fékk þegar hann kom inn á völlinn á móti Lúxemborg. Það var gott fyrir Gylfa og það er gott að hafa hann aftur með okkur,“ sagði Hareide. Það má sjá viðtal hans við Svövu Kristínu Gretarsdóttur hér fyrir neðan. Klippa: Hareide fyrir leikinn gegn Liechtenstein
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira