„Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. október 2023 07:01 Bassi Maraj er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið gjörbreyttist hjá Bassa þegar hann samþykkti að vera með í einum þætti af Æði. Nú eru seríurnar orðnar fimm og hefur Bassi verið í öllum þáttum. Í Einkalífinu ræðir Bassi um ferilinn, að koma út úr skápnum, ást sína á eldri borgurum og hundum, að leita stöðugt í grínið, óþægilega athygli, föðurmissinn og fleira. Hér má sjá viðtalið við Bassa í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Bassi Maraj „Þér mun líða betur, þú ert hommi“ „Ég hef eiginlega alltaf verið frekar mikill karakter, ég er alveg hommatrúður. Ég pæli líka voðalega lítið í því hvað öðrum finnst, stundum of lítið. En það er alveg mjög frelsandi.“ Bassi kom út úr skápnum á unglingsaldri, fyrir tæpum áratugi síðan. „Ég var ógeðslega gay alltaf en ég vissi það aldrei. Ég hélt að ég væri bara gagnkynhneigður maður. Svo hef ég alltaf verið með mjög skræka rödd, ég var eins og Mikki mús þegar ég var barn.“ Bassi segir að mamma hans hafi vitað það langt á undan honum að hann væri hinsegin. „Það endaði á því að mamma mín varð semí reið. Hún sagði bara: „Segðu mér það bara. Þér mun líða betur. Þú ert hommi!“ Og hún byrjaði að segja fólki það áður en að ég sagði fólki. Það var alveg mjög næs. Svo sagði ég henni það og hún bara: Ég vissi það! Ég var ekkert í mikilli flækju með þetta. Það var mjög þægilegt að koma út.“ View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Í hettupeysu á ströndinni Bassi er óhræddur við að vera hann sjálfur og segist lítið hafa lent í því að verða fyrir aðkasti hér heima fyrir kynhneigð sína. Það sé þó öðruvísi þegar hann er á ferðalagi, þar þori hann ekki að taka neina sénsa. „Í útlöndum er ég a straight man. Ég er bara í hettupeysu á ströndinni og það er enginn að fara að abbast upp á mig. Ég er ekki að fara að fá sýru í andlitið út af því að ég er hommi.“ View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Þegar Bassi hefur verið á ferðalagi með Æði vinum sínum Patreki Jaime (Patta) og Binna Glee líti hann sjálfur alltaf mest út fyrir að vera gagnkynhneigður. Hann hafi þó stundum áhyggjur af vinum sínum. „Ég er alltaf bara: Patti þú getur ekkert verið að fara svona út! Þá verður þú bara drepinn! Ég vil bara ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi.“ Einkalífið Hinsegin Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Lífið gjörbreyttist hjá Bassa þegar hann samþykkti að vera með í einum þætti af Æði. Nú eru seríurnar orðnar fimm og hefur Bassi verið í öllum þáttum. Í Einkalífinu ræðir Bassi um ferilinn, að koma út úr skápnum, ást sína á eldri borgurum og hundum, að leita stöðugt í grínið, óþægilega athygli, föðurmissinn og fleira. Hér má sjá viðtalið við Bassa í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Bassi Maraj „Þér mun líða betur, þú ert hommi“ „Ég hef eiginlega alltaf verið frekar mikill karakter, ég er alveg hommatrúður. Ég pæli líka voðalega lítið í því hvað öðrum finnst, stundum of lítið. En það er alveg mjög frelsandi.“ Bassi kom út úr skápnum á unglingsaldri, fyrir tæpum áratugi síðan. „Ég var ógeðslega gay alltaf en ég vissi það aldrei. Ég hélt að ég væri bara gagnkynhneigður maður. Svo hef ég alltaf verið með mjög skræka rödd, ég var eins og Mikki mús þegar ég var barn.“ Bassi segir að mamma hans hafi vitað það langt á undan honum að hann væri hinsegin. „Það endaði á því að mamma mín varð semí reið. Hún sagði bara: „Segðu mér það bara. Þér mun líða betur. Þú ert hommi!“ Og hún byrjaði að segja fólki það áður en að ég sagði fólki. Það var alveg mjög næs. Svo sagði ég henni það og hún bara: Ég vissi það! Ég var ekkert í mikilli flækju með þetta. Það var mjög þægilegt að koma út.“ View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Í hettupeysu á ströndinni Bassi er óhræddur við að vera hann sjálfur og segist lítið hafa lent í því að verða fyrir aðkasti hér heima fyrir kynhneigð sína. Það sé þó öðruvísi þegar hann er á ferðalagi, þar þori hann ekki að taka neina sénsa. „Í útlöndum er ég a straight man. Ég er bara í hettupeysu á ströndinni og það er enginn að fara að abbast upp á mig. Ég er ekki að fara að fá sýru í andlitið út af því að ég er hommi.“ View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Þegar Bassi hefur verið á ferðalagi með Æði vinum sínum Patreki Jaime (Patta) og Binna Glee líti hann sjálfur alltaf mest út fyrir að vera gagnkynhneigður. Hann hafi þó stundum áhyggjur af vinum sínum. „Ég er alltaf bara: Patti þú getur ekkert verið að fara svona út! Þá verður þú bara drepinn! Ég vil bara ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi.“
Einkalífið Hinsegin Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01
Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00
„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01