Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2023 10:50 Icelandair, Play og Isavia biðja starfsfólk að láta vita hyggist það taka þátt í verkfallinu. Vísir/Vilhelm Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um land eru í óðaönn að skipuleggja hvernig næsta þriðjudegi verði háttað vegna allsherjarverkfalls. Gert er ráð fyrir því að fjölmargar konur og kvár leggi niður störf og gæti það eðli málsins samkvæmt haft áhrif á flugsamgöngur. Íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, styðja starfsfólk svo lengi sem það bitnar ekki á flugöryggi. Isavia bindur vonir við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Beðin um að láta vita Í skriflegu svari frá Play segir að flugfélagið styðji verkfallið af heilum og hug. Laun þeirra sem taki þátt í verkfallinu verði ekki skert. 550 einstaklingar starfi hjá Play og að jafnt hlutfall sé milli kvenna og karla. „Flugfélagið hefur beðið starfsfólk að láta vita ef það hyggst taka þátt í verkfallinu og hefur að sama skapi beðið það starfsfólk sem ekki á flug 24. október að láta vita ef það er tilbúið til að mæta til vinnu. Er þetta gert til að tryggja fyrirsjáanleika í flugrekstri og hefur svörun starfsmanna verið á þá leið að flugáætlun félagsins 24. október stendur óbreytt.“ Icelandair tekur í sama streng og segir að félagið leggi áherslu á að starfsfólk njóti jafnréttis. Hjá félaginu eru konur tæp 50 prósent af starfshópnum. „Icelandair styður konur og kvár sem vilja og geta tekið þátt í deginum og ekki verður dregið af launum þeirra sem það gera. Ákveðin störf eru þó ómissandi hlekkur í þeirri keðju að halda flugsamgöngum gangandi og koma farþegum og vörum á milli staða um leið og öryggis- og þjónustuloforð félagsins eru uppfyllt. Því hefur verið óskað eftir því við starfsfólk sem hyggst taka þátt í deginum að láta vita með fyrirvara svo hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir,“ segir í skriflegu svari Icelandair. Vona að engar tafir verði Og Isavia er við öllu búið. Fyrirkomulagið er nákvæmlega eins og hjá flugfélögunum: starfsfólk er beðið um að láta vita. „40% starfsfólks samstæðunnar eru konur sem sinna bæði mikilvægum og fjölbreyttum störfum. Við munum ekki draga laun af þeim konum og kvár sem leggja niður störf þennan dag ef það er gert í samráði við næsta stjórnanda og að því gefnu að það ógni ekki flugöryggi. Við sjáum fram á að geta staðið við okkar skuldbindingar hvað varðar þjónustu og rekstur flugvallarins á kvennafrídaginn og vonumst til að ekki verði tafir á flugsamgöngum þann daginn. Við hvetjum fólk engu að síður til að mæta tímanlega í flug þennan dag, sem og aðra daga og eyða frekar tímanum á verslunar- og veitingasvæðinu heldur en í biðröðum ef til þeirra kemur.“ Fréttir af flugi Icelandair Play Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um land eru í óðaönn að skipuleggja hvernig næsta þriðjudegi verði háttað vegna allsherjarverkfalls. Gert er ráð fyrir því að fjölmargar konur og kvár leggi niður störf og gæti það eðli málsins samkvæmt haft áhrif á flugsamgöngur. Íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, styðja starfsfólk svo lengi sem það bitnar ekki á flugöryggi. Isavia bindur vonir við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Beðin um að láta vita Í skriflegu svari frá Play segir að flugfélagið styðji verkfallið af heilum og hug. Laun þeirra sem taki þátt í verkfallinu verði ekki skert. 550 einstaklingar starfi hjá Play og að jafnt hlutfall sé milli kvenna og karla. „Flugfélagið hefur beðið starfsfólk að láta vita ef það hyggst taka þátt í verkfallinu og hefur að sama skapi beðið það starfsfólk sem ekki á flug 24. október að láta vita ef það er tilbúið til að mæta til vinnu. Er þetta gert til að tryggja fyrirsjáanleika í flugrekstri og hefur svörun starfsmanna verið á þá leið að flugáætlun félagsins 24. október stendur óbreytt.“ Icelandair tekur í sama streng og segir að félagið leggi áherslu á að starfsfólk njóti jafnréttis. Hjá félaginu eru konur tæp 50 prósent af starfshópnum. „Icelandair styður konur og kvár sem vilja og geta tekið þátt í deginum og ekki verður dregið af launum þeirra sem það gera. Ákveðin störf eru þó ómissandi hlekkur í þeirri keðju að halda flugsamgöngum gangandi og koma farþegum og vörum á milli staða um leið og öryggis- og þjónustuloforð félagsins eru uppfyllt. Því hefur verið óskað eftir því við starfsfólk sem hyggst taka þátt í deginum að láta vita með fyrirvara svo hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir,“ segir í skriflegu svari Icelandair. Vona að engar tafir verði Og Isavia er við öllu búið. Fyrirkomulagið er nákvæmlega eins og hjá flugfélögunum: starfsfólk er beðið um að láta vita. „40% starfsfólks samstæðunnar eru konur sem sinna bæði mikilvægum og fjölbreyttum störfum. Við munum ekki draga laun af þeim konum og kvár sem leggja niður störf þennan dag ef það er gert í samráði við næsta stjórnanda og að því gefnu að það ógni ekki flugöryggi. Við sjáum fram á að geta staðið við okkar skuldbindingar hvað varðar þjónustu og rekstur flugvallarins á kvennafrídaginn og vonumst til að ekki verði tafir á flugsamgöngum þann daginn. Við hvetjum fólk engu að síður til að mæta tímanlega í flug þennan dag, sem og aðra daga og eyða frekar tímanum á verslunar- og veitingasvæðinu heldur en í biðröðum ef til þeirra kemur.“
Fréttir af flugi Icelandair Play Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira