Alvarlegar aukaverkanir íslensku krónunnar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. október 2023 10:30 Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi? Staðreyndin er sú að íslenska ríkið er í sömu stöðu og heimilin á Íslandi. Ríkissjóður er að sprengja sig á vaxtakostnaði. Og það sorglega er að þetta er staðan þrátt fyrir að skuldirnar séu ekki sérstaklega miklar. Það eru ekki skuldirnar heldur vextirnir sem fara með bókhaldið á hliðina. Kunnugleg mynd, ekki satt? Vextir íslenska ríkisins kosta 111 milljarða á næsta ári skv. skv. fjárlagafrumvarpi. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og auðvitað hefur þessi ævintýralegi kostnaður áhrif á burði okkar til að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu og innviðum. Þess vegna gengur ekki upp í umræðu um fjárlög og stöðu ríkisins að vilja ekki ræða kostnað ríkisins af skuldum. Árið 2021 námu skatttekjur hins opinbera að meðtöldu framlagi í lífeyrissjóði næstum 45% af landsframleiðslu samkvæmt OECD. 45%. Aðeins Danmörk var hærri en Ísland. Ísland er að nálgast heimsmeistaratitil að þessu leyti. Það er ótrúlega lítil umræða um hversu háir skattar eru á Íslandi og hvernig það má vera að þessir háu skattar skila ekki meiri fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu og innviðum fyrir fólkið í landinu. En þetta eru alvarlegar aukaverkanir þess að vera með íslenska krónu. Örmynt sem gjaldmiðil. Íslenska örmyntin framkallar sér íslenska sprengivexti. Aukaverkanirnar birtast núna harkalega hjá heimilunum, ýmsum atvinnugreinum eins og hjá bændum en líka hjá ríkinu. Þetta er staðan sem þarf að ræða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Íslenska krónan Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi? Staðreyndin er sú að íslenska ríkið er í sömu stöðu og heimilin á Íslandi. Ríkissjóður er að sprengja sig á vaxtakostnaði. Og það sorglega er að þetta er staðan þrátt fyrir að skuldirnar séu ekki sérstaklega miklar. Það eru ekki skuldirnar heldur vextirnir sem fara með bókhaldið á hliðina. Kunnugleg mynd, ekki satt? Vextir íslenska ríkisins kosta 111 milljarða á næsta ári skv. skv. fjárlagafrumvarpi. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og auðvitað hefur þessi ævintýralegi kostnaður áhrif á burði okkar til að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu og innviðum. Þess vegna gengur ekki upp í umræðu um fjárlög og stöðu ríkisins að vilja ekki ræða kostnað ríkisins af skuldum. Árið 2021 námu skatttekjur hins opinbera að meðtöldu framlagi í lífeyrissjóði næstum 45% af landsframleiðslu samkvæmt OECD. 45%. Aðeins Danmörk var hærri en Ísland. Ísland er að nálgast heimsmeistaratitil að þessu leyti. Það er ótrúlega lítil umræða um hversu háir skattar eru á Íslandi og hvernig það má vera að þessir háu skattar skila ekki meiri fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu og innviðum fyrir fólkið í landinu. En þetta eru alvarlegar aukaverkanir þess að vera með íslenska krónu. Örmynt sem gjaldmiðil. Íslenska örmyntin framkallar sér íslenska sprengivexti. Aukaverkanirnar birtast núna harkalega hjá heimilunum, ýmsum atvinnugreinum eins og hjá bændum en líka hjá ríkinu. Þetta er staðan sem þarf að ræða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar