Viðar Örn: Sáttur við frammistöðu Hattar en ekki dómaranna Gunnar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 22:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leik Hattar og Þórs. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með margt í leik síns liðs þrátt fyrir 83-84 tap fyrir Þór Þorlákshöfn á Egilsstöðum í kvöld. Hann var hins vegar ósáttari við dómara leiksins. „Varnarleikurinn var ekki nógu góður í þriðja leikhluta. Þeir fengu of margar auðveldar körfur. Fjórði leikhluti var góður og við komum til baka. Heilt yfir var ég ánægður með frammistöðu minna manna. Það var margt annað sem ég var ósáttur við.“ Hvað þá? „Það er of mikið af hlutum núna í deildinni. Ekki bara í þessum leik þótt það hafi verið óvenju mikið. Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi.“ Finnst þér Höttur hafa verið flautaður út úr leiknum? „Ég segi það ekki. Það var of mikið af dómum báðum megin sem er misst af eða voru rangir. Síðan er villum breytt eftir að leikurinn fer í gang, eins og það sé í lagi. Sem betur fer var það leiðrétt en það eru of mörg svona atvik sem eru í raun ekki eftir bókinni. Þetta þarf að laga til að standarinn í deildinni og íslenskum körfubolta hækki áfram. Það er margt sem fer úrskeiðis hjá sambandinu núna. Liðin leggja helvíti mikið í þetta og hlutirnir verða að lagast núna.“ Hefurðu trú á að það gerist? „Ég hef trú á því. Rétt eins og leikmenn og þjálfarar fá gagnrýni. Það er hluti af leiknum að gera mistök, bæði hjá leikmönnum og þjálfurum en við verðum samt að reyna að fækka þeim. Mér fannst þessi leikur vera fullmikið í skugganum af svona stoppum, þegar þetta hefði getað verið hörkuleikur. Það var mikil barátta og örugglega erfitt að dæma leikinn en ég hefði viljað fá betri frammistöðu.“ Aftur að leiknum, Deontaye Buskey skoraði 40 stig, þar af 30 í seinni hálfleik? „Hann er frábær sóknarmaður. Hann hitti illa í fyrri hálfleik. Þeir fóru undir mikið af skrínum og gáfu honum opnanir. Hann fór síðan að grípa það. Varnarleikurinn í þriðja var ekki nógu góður og svo voru nokkur klikk eftir það þannig við náðum ekki alla leið til baka.“ Þriggja stiga nýtingin var ekki góð framan af? „Hún var mjög vond í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skutum við betur, vorum sneggri og fengum auðveldar körfur. Síðan var Nemanja eins og vélmenni í fráköstunum (tók 19 alls, þar af 11 sóknarfráköst). Leikurinn ræðst svo á einu vítaskoti. Ég er fullviss um að þau fara bæði niður næst. Við vinnum sem lið og töpum sem lið. Ég er ánægður með frammistöðu minna manna og ef við byggjum á henni. Við forum á videófund og reynum að lagfæra okkar hluti. Ég ætla að vona að aðrir geri það líka.“ Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Varnarleikurinn var ekki nógu góður í þriðja leikhluta. Þeir fengu of margar auðveldar körfur. Fjórði leikhluti var góður og við komum til baka. Heilt yfir var ég ánægður með frammistöðu minna manna. Það var margt annað sem ég var ósáttur við.“ Hvað þá? „Það er of mikið af hlutum núna í deildinni. Ekki bara í þessum leik þótt það hafi verið óvenju mikið. Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi.“ Finnst þér Höttur hafa verið flautaður út úr leiknum? „Ég segi það ekki. Það var of mikið af dómum báðum megin sem er misst af eða voru rangir. Síðan er villum breytt eftir að leikurinn fer í gang, eins og það sé í lagi. Sem betur fer var það leiðrétt en það eru of mörg svona atvik sem eru í raun ekki eftir bókinni. Þetta þarf að laga til að standarinn í deildinni og íslenskum körfubolta hækki áfram. Það er margt sem fer úrskeiðis hjá sambandinu núna. Liðin leggja helvíti mikið í þetta og hlutirnir verða að lagast núna.“ Hefurðu trú á að það gerist? „Ég hef trú á því. Rétt eins og leikmenn og þjálfarar fá gagnrýni. Það er hluti af leiknum að gera mistök, bæði hjá leikmönnum og þjálfurum en við verðum samt að reyna að fækka þeim. Mér fannst þessi leikur vera fullmikið í skugganum af svona stoppum, þegar þetta hefði getað verið hörkuleikur. Það var mikil barátta og örugglega erfitt að dæma leikinn en ég hefði viljað fá betri frammistöðu.“ Aftur að leiknum, Deontaye Buskey skoraði 40 stig, þar af 30 í seinni hálfleik? „Hann er frábær sóknarmaður. Hann hitti illa í fyrri hálfleik. Þeir fóru undir mikið af skrínum og gáfu honum opnanir. Hann fór síðan að grípa það. Varnarleikurinn í þriðja var ekki nógu góður og svo voru nokkur klikk eftir það þannig við náðum ekki alla leið til baka.“ Þriggja stiga nýtingin var ekki góð framan af? „Hún var mjög vond í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skutum við betur, vorum sneggri og fengum auðveldar körfur. Síðan var Nemanja eins og vélmenni í fráköstunum (tók 19 alls, þar af 11 sóknarfráköst). Leikurinn ræðst svo á einu vítaskoti. Ég er fullviss um að þau fara bæði niður næst. Við vinnum sem lið og töpum sem lið. Ég er ánægður með frammistöðu minna manna og ef við byggjum á henni. Við forum á videófund og reynum að lagfæra okkar hluti. Ég ætla að vona að aðrir geri það líka.“
Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15