Diljá Ýr: Við þurfum að þora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 13:31 Diljá Ýr Zomers er að raða inn mörkum með belgíska félaginu Leuven. Vísir/Sigurjón Diljá Ýr Zomers hefur bæði verið að stimpla sig inn í íslenska landsliðið sem og í belgíska boltann þar sem hún skipti yfir í Leuven í haust. Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á Laugardalsvellinum í kvöld og þrátt fyrir erfiða andstæðinga þá leggst leikurinn vel í framherjann. Mjög spennt „Ég er bara mjög spennt fyrir komandi leikjum,“ sagði Diljá Ýr Zomers í samtali við Aron Guðmundsson á í vikunni. Danir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal leik á móti Þýskalandi sem vann síðan stóran sigur á íslenska liðinu í framhaldinu. Hvað þarf íslenska liðið að gera í þessum leik á móti þessu sterka danska liði? „Við þurfum að þora að stíga upp á þær og þora að pressa þær. Á sama tíma þurfum við að halda í boltann þegar við vinnum boltann. Við þurfum þá að finna bestu lausnina til að komast hærra á völlinn,“ sagði Diljá. Íslensku stelpurnar eru fyrir löngu komnar yfir skellinn á móti Þjóðverjum. „Ég held að það séu allar hættar að pæla í þeim leik. Ef það er eitthvað þá tökum við úr honum þá er það sem við getum lært af mistökunum þar. Við tökum það með okkur inn í næsta leik og reynum að gera betur,“ sagði Diljá. Sex mörk í fjórum leikjum Hún kann vel við sig hjá belgíska félaginu eftir að hafa fært sig yfir frá Svíþjóð. „Það gengur ótrúlega vel og mér líður mjög vel. Allt á bak við fótboltann þarna, hugmyndafræðin og hvernig við viljum spila, fíla ég í botn. Það er að skila sér í frammistöðu,“ sagði Diljá. Hún er næstmarkahæst í belgísku deildinni með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. Góð frammistaða hennar með Leuven hlýtur að skila henni meira sjálfstrausti þegar hún kemur til móts við landsliðið. „Jú klárlega. Ég er með sjálfstraust en á sama tíma þá eru þetta tvö ólík lið. Ég kem hingað og geri það sem við leggjum upp með. Það er ekkert endilega það sama og maður gerir í félagsliðinu. Það er mismunandi fókus hér og þar,“ sagði Diljá. „Ég er full sjálfstrausts og vonandi getur maður hjálpað liðinu hérna með því,“ sagði Diljá. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Diljá Ýr Zomers fyrir Danaleik Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á Laugardalsvellinum í kvöld og þrátt fyrir erfiða andstæðinga þá leggst leikurinn vel í framherjann. Mjög spennt „Ég er bara mjög spennt fyrir komandi leikjum,“ sagði Diljá Ýr Zomers í samtali við Aron Guðmundsson á í vikunni. Danir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal leik á móti Þýskalandi sem vann síðan stóran sigur á íslenska liðinu í framhaldinu. Hvað þarf íslenska liðið að gera í þessum leik á móti þessu sterka danska liði? „Við þurfum að þora að stíga upp á þær og þora að pressa þær. Á sama tíma þurfum við að halda í boltann þegar við vinnum boltann. Við þurfum þá að finna bestu lausnina til að komast hærra á völlinn,“ sagði Diljá. Íslensku stelpurnar eru fyrir löngu komnar yfir skellinn á móti Þjóðverjum. „Ég held að það séu allar hættar að pæla í þeim leik. Ef það er eitthvað þá tökum við úr honum þá er það sem við getum lært af mistökunum þar. Við tökum það með okkur inn í næsta leik og reynum að gera betur,“ sagði Diljá. Sex mörk í fjórum leikjum Hún kann vel við sig hjá belgíska félaginu eftir að hafa fært sig yfir frá Svíþjóð. „Það gengur ótrúlega vel og mér líður mjög vel. Allt á bak við fótboltann þarna, hugmyndafræðin og hvernig við viljum spila, fíla ég í botn. Það er að skila sér í frammistöðu,“ sagði Diljá. Hún er næstmarkahæst í belgísku deildinni með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. Góð frammistaða hennar með Leuven hlýtur að skila henni meira sjálfstrausti þegar hún kemur til móts við landsliðið. „Jú klárlega. Ég er með sjálfstraust en á sama tíma þá eru þetta tvö ólík lið. Ég kem hingað og geri það sem við leggjum upp með. Það er ekkert endilega það sama og maður gerir í félagsliðinu. Það er mismunandi fókus hér og þar,“ sagði Diljá. „Ég er full sjálfstrausts og vonandi getur maður hjálpað liðinu hérna með því,“ sagði Diljá. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Diljá Ýr Zomers fyrir Danaleik
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira