Óvænt hetja hjá Juventus sem er komið á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2023 21:06 Sigurmarkinu fagnað. Valerio Pennicino/Getty Images Það voru tvö mörk dæmd af Moise Kean, framherja Juventus í kvöld. Það fyrra á 13. mínútu vegna einhverrar minnstu rangstöðu sem sést hefur frá upphafi mælinga. Þökk sé því var staðan markalaus í hálfleik. Moise Kean goal ruled out due to offside. pic.twitter.com/kpcWGlolqc— Max Statman (@emaxstatman) October 28, 2023 Kean var aftur á ferðinni á 53. mínútu og aftur dæmdu myndbandsdómarar leiksins markið af. Skömmu síðar kom Andrea Cambiaso inn af bekknum en hann átti eftir að reynast hetja kvöldsins. Það voru komnar sjö mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Arkadiusz Milik átti skalla sem hafnaði í stönginni. Cambiaso var fljótastur að átta sig, kom boltanum í netið og tryggði Juventus dramatískan 1-0 sigur. Það verður seint sagt að sigurinn hafi verið óverðskuldaður en heimamenn áttu 30 skot í leiknum. FT | VINCIAMO NOI. Cambiaso nel finale: 3 punti #JuveVerona pic.twitter.com/tf1vIPLZWJ— JuventusFC (@juventusfc) October 28, 2023 Sigurinn lyftir Juventus á topp Serie A með 23 stig að loknum 10 leikjum. Bæði Mílanó-liðin, Inter og AC, geta hins vegar komist upp fyrir Juventus með sigrum á morgun. Inter mætir Roma á meðan AC Milan mætir Ítalíumeisturum Napólí. Önnur úrslit Sassuolo 1-1 Bologna Lecce 0-1 Torino Fótbolti Ítalski boltinn
Það voru tvö mörk dæmd af Moise Kean, framherja Juventus í kvöld. Það fyrra á 13. mínútu vegna einhverrar minnstu rangstöðu sem sést hefur frá upphafi mælinga. Þökk sé því var staðan markalaus í hálfleik. Moise Kean goal ruled out due to offside. pic.twitter.com/kpcWGlolqc— Max Statman (@emaxstatman) October 28, 2023 Kean var aftur á ferðinni á 53. mínútu og aftur dæmdu myndbandsdómarar leiksins markið af. Skömmu síðar kom Andrea Cambiaso inn af bekknum en hann átti eftir að reynast hetja kvöldsins. Það voru komnar sjö mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Arkadiusz Milik átti skalla sem hafnaði í stönginni. Cambiaso var fljótastur að átta sig, kom boltanum í netið og tryggði Juventus dramatískan 1-0 sigur. Það verður seint sagt að sigurinn hafi verið óverðskuldaður en heimamenn áttu 30 skot í leiknum. FT | VINCIAMO NOI. Cambiaso nel finale: 3 punti #JuveVerona pic.twitter.com/tf1vIPLZWJ— JuventusFC (@juventusfc) October 28, 2023 Sigurinn lyftir Juventus á topp Serie A með 23 stig að loknum 10 leikjum. Bæði Mílanó-liðin, Inter og AC, geta hins vegar komist upp fyrir Juventus með sigrum á morgun. Inter mætir Roma á meðan AC Milan mætir Ítalíumeisturum Napólí. Önnur úrslit Sassuolo 1-1 Bologna Lecce 0-1 Torino
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti