Valdníðsla framkvæmdavaldsins! Inga Sæland skrifar 31. október 2023 09:30 Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt. Fullorðnu fólki er hreinlega haldið á Landspítala háskólasjúkrahúsi löngu eftir að það er tilbúið til útskriftar. Ástæðan er sú að það á í engin hús að vernda við útskrift. Stórkostlegur skortur á hjúkrunarrýmum og allri annari þjónustu utan spítalans. Kjaragliðnun á launakjörum almannatryggingaþega vex stöðugt. Frá efnahagshruninu 2008 hafa kjör þessa fátækasta hóps dregist aftur úr um tæpar 80 þúsund krónur á mánuði. Við höldum áfram að skerða þau og skattleggja þrátt fyrir að þau sem hafa það verst séu í sárri fátækt. Þvílík mannvonska. Við skulum ekki gleyma því að allt sem á sér stað er að ráði sitjandi ríkisstjórnar og Alþingis Íslendinga. Allt sem við erum að ganga í gegnum sem er neikvætt í þessu samfélagi er mannanna verk. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að vera lokað inni í dýrustu legurýmum landsins og það algjörlega gegn eigin vilja. Af því að stjórnvöldum er sama um þau. Er það furða þótt manni misbjóði þegar fleygt er í andlitið á manni frasanum um að „það sé gott að eldast“ á Íslandi. Ég var með sérstaka umræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, við félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðbúnað og kjör eldra fólks. Hvernig getur hann mögulega afsakað þá ömurlegu stöðu sem þúsundir aldraðra búa við í dag? Er hann ekki hissa á að enginn taki eftir öllum þessum fallegu aðgerðum sem hann segist hafa gripið til? Ég tel að púið sem hann fékk á risastóra fundi Landsambands eldri borgara (LEB) á Hilton á dögunum segi allt um það. Þann 13. júní 2021 samþykkti þingheimur einróma að ráðherranum meðtöldum þingsályktun Flokks fólksins um að komið yrði á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Með umboði Vinstri grænna, sá félags- og vinnumarkaðsráðherra til þess að ómetanlegum umboðsmanni fyrir eldra fólk var sópað út af borðinu. Það var nefnilega einhver stýrihópur á hans vegum sem taldi Alþingismenn vanhæfa í ákvarðanatöku sinni og ákvað að taka fram fyrir hendur löggjafans. Flokkur fólksins var stofnaður til að vera málsvari þeirra sem búa við óréttlæti, mismunun og fátækt. Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki fátækt, einmanaleiki, kvíði og ótti. Árlega finnast um 25 aldraðir einstaklingar dánir heima án þess að nokkur hafi haft hugmynd um það. Hagsmunafulltrúinn sem ráðherrann sópaði út af borðinu í trússi við vilja Alþingis er fullorðna fólkinu okkar ómetanlegur í þeirri viðleitni að gera efri árin gæðaár. Eitt er víst að við í Flokki fólksins munum ekki taka þessari valdníðslu framkvæmdavaldsins með þegjandi þögninni. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt. Fullorðnu fólki er hreinlega haldið á Landspítala háskólasjúkrahúsi löngu eftir að það er tilbúið til útskriftar. Ástæðan er sú að það á í engin hús að vernda við útskrift. Stórkostlegur skortur á hjúkrunarrýmum og allri annari þjónustu utan spítalans. Kjaragliðnun á launakjörum almannatryggingaþega vex stöðugt. Frá efnahagshruninu 2008 hafa kjör þessa fátækasta hóps dregist aftur úr um tæpar 80 þúsund krónur á mánuði. Við höldum áfram að skerða þau og skattleggja þrátt fyrir að þau sem hafa það verst séu í sárri fátækt. Þvílík mannvonska. Við skulum ekki gleyma því að allt sem á sér stað er að ráði sitjandi ríkisstjórnar og Alþingis Íslendinga. Allt sem við erum að ganga í gegnum sem er neikvætt í þessu samfélagi er mannanna verk. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að vera lokað inni í dýrustu legurýmum landsins og það algjörlega gegn eigin vilja. Af því að stjórnvöldum er sama um þau. Er það furða þótt manni misbjóði þegar fleygt er í andlitið á manni frasanum um að „það sé gott að eldast“ á Íslandi. Ég var með sérstaka umræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, við félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðbúnað og kjör eldra fólks. Hvernig getur hann mögulega afsakað þá ömurlegu stöðu sem þúsundir aldraðra búa við í dag? Er hann ekki hissa á að enginn taki eftir öllum þessum fallegu aðgerðum sem hann segist hafa gripið til? Ég tel að púið sem hann fékk á risastóra fundi Landsambands eldri borgara (LEB) á Hilton á dögunum segi allt um það. Þann 13. júní 2021 samþykkti þingheimur einróma að ráðherranum meðtöldum þingsályktun Flokks fólksins um að komið yrði á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Með umboði Vinstri grænna, sá félags- og vinnumarkaðsráðherra til þess að ómetanlegum umboðsmanni fyrir eldra fólk var sópað út af borðinu. Það var nefnilega einhver stýrihópur á hans vegum sem taldi Alþingismenn vanhæfa í ákvarðanatöku sinni og ákvað að taka fram fyrir hendur löggjafans. Flokkur fólksins var stofnaður til að vera málsvari þeirra sem búa við óréttlæti, mismunun og fátækt. Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki fátækt, einmanaleiki, kvíði og ótti. Árlega finnast um 25 aldraðir einstaklingar dánir heima án þess að nokkur hafi haft hugmynd um það. Hagsmunafulltrúinn sem ráðherrann sópaði út af borðinu í trússi við vilja Alþingis er fullorðna fólkinu okkar ómetanlegur í þeirri viðleitni að gera efri árin gæðaár. Eitt er víst að við í Flokki fólksins munum ekki taka þessari valdníðslu framkvæmdavaldsins með þegjandi þögninni. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar