Kjartan Atli feginn: „Ég læri af þessu“ Sæbjörn Þór Steinke skrifar 6. nóvember 2023 23:09 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness. Vísir/Hulda Margrét „Þetta hafðist. Þetta voru frábærir þrír leikhlutar en svo stífleiki í fjórða,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir nauman sjö stiga sigur gegn Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-79. Hann var sýnilega feginn að hafa landað sigrinum. „Við stöðnuðum í sókninni, svæðisvörnin þeirra var mjög flott, gerðu þetta mjög vel. Kredit á Hamar hvernig þeir náðu næstum því að hrifsa leikinn til sín, en við kláruðum þetta.“ „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, maður fer ekki alveg þangað. Maður er að reyna leita lausna. Það var stórt skot frá Dino Stipcic og stór víti hjá Daniel Love, þá svona var þetta komið. Maður vissi alltaf að þeir ættu þennan sprett í sér, eru með góða skotmenn.“ Hamar tapaði boltanum einungis níu sinnum í leiknum sem Kjartan segir að hafa haldið gestunum inni í leiknum. Hamar komst á 17-0 sprett í lokaleikhlutanum. Sem þjálfari, hvenær á að rífa í gikkinn og taka leikhlé til að reyna stöðva áhlaupið? „Ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu fyrr. Það er togstreita í manni, maður vill að strákarnir spili sig í gegnum þetta því þá komast þeir meira yfir hindrunina, ná því lífrænt. Ég vissi að ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu á undan, ég læri af þessu.“ Ein af sögulínum leiksins var hittni Douglas Wilson fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum en hann fékk að vera mjög opinn í leiknum. „Þetta var mjög flott. Við tókum fáa þrista í síðasta leik og á æfingum höfum við tekið mikið af þristum milli leikja. Hann er að setja þrista á æfingum og fær að meta þetta eftir því hvernig honum líður, hvort hann eigi að ráðast á, gefa boltann eða taka þristana. Hann lét vaða í kvöld og þetta fór ofan í.“ Álftanes er með fjóra sigra eftir fyrstu sex leikina og er Kjartan ánægður með byrjunina. „Við horfum meira í tapleikina. En þessi deild er það jöfn, hún er algjör boxbardagi. Ég er búinn að fjalla um hana, spila í henni, þjálfa sem aðstoðarþjálfari. Ég man ekki eftir því að það hafi verið svona mörg lið sem hafa getað gert tilkall í að vinna deildina. Það er rosalega stutt á milli og hver sigur er frábær.“ Undirritaður þakkaði Kjartani fyrir að búa til gott sjónvarp í lokaleikhlutanum. „Þetta er skemmtanabransi,“ sagði Kjartan á léttu nótunum í lok viðtals. Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
„Við stöðnuðum í sókninni, svæðisvörnin þeirra var mjög flott, gerðu þetta mjög vel. Kredit á Hamar hvernig þeir náðu næstum því að hrifsa leikinn til sín, en við kláruðum þetta.“ „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, maður fer ekki alveg þangað. Maður er að reyna leita lausna. Það var stórt skot frá Dino Stipcic og stór víti hjá Daniel Love, þá svona var þetta komið. Maður vissi alltaf að þeir ættu þennan sprett í sér, eru með góða skotmenn.“ Hamar tapaði boltanum einungis níu sinnum í leiknum sem Kjartan segir að hafa haldið gestunum inni í leiknum. Hamar komst á 17-0 sprett í lokaleikhlutanum. Sem þjálfari, hvenær á að rífa í gikkinn og taka leikhlé til að reyna stöðva áhlaupið? „Ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu fyrr. Það er togstreita í manni, maður vill að strákarnir spili sig í gegnum þetta því þá komast þeir meira yfir hindrunina, ná því lífrænt. Ég vissi að ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu á undan, ég læri af þessu.“ Ein af sögulínum leiksins var hittni Douglas Wilson fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum en hann fékk að vera mjög opinn í leiknum. „Þetta var mjög flott. Við tókum fáa þrista í síðasta leik og á æfingum höfum við tekið mikið af þristum milli leikja. Hann er að setja þrista á æfingum og fær að meta þetta eftir því hvernig honum líður, hvort hann eigi að ráðast á, gefa boltann eða taka þristana. Hann lét vaða í kvöld og þetta fór ofan í.“ Álftanes er með fjóra sigra eftir fyrstu sex leikina og er Kjartan ánægður með byrjunina. „Við horfum meira í tapleikina. En þessi deild er það jöfn, hún er algjör boxbardagi. Ég er búinn að fjalla um hana, spila í henni, þjálfa sem aðstoðarþjálfari. Ég man ekki eftir því að það hafi verið svona mörg lið sem hafa getað gert tilkall í að vinna deildina. Það er rosalega stutt á milli og hver sigur er frábær.“ Undirritaður þakkaði Kjartani fyrir að búa til gott sjónvarp í lokaleikhlutanum. „Þetta er skemmtanabransi,“ sagði Kjartan á léttu nótunum í lok viðtals.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52