Féll kylliflatur fyrir Eurovision eftir áratuga gagnrýni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 07:00 Felix Bergsson ræðir meðal annars um ævintýraríka reynslu sína af Eurovision í nýjasta þætti Einkalífsins. Vísir/Vilhelm „Baldur gerir stólpagrín af mér því að þegar við byrjuðum saman þá var það hann sem var Eurovision aðdáandinn og ég var það bara alls ekki,“ segir Felix Bergsson í nýjasta þætti af Einkalífinu. „Ég var hrokafulli leikarinn sem sat í partýinu og gerði grín af öllum pakkanum. Hann þurfti að sussa á mig í partýjum og biðja mig að vera ekki að tala yfir sjónvarpið.“ Hér má sjá viðtalið við Felix í heild sinni: Lífið átti heldur betur eftir að taka stóra U-beygju hjá Felix hvað þetta varðar en í dag er hann einn helsti Eurovision sérfræðingur landsins. Ævinlega þakklátur að fá þetta tækifæri Árið 2010 fór Felix með hlutverk í söngleik sem fjallar um líf Buddy Holly. „Einn af þeim sem lék í því var Sigurjón Brink eða Sjonni Brink. Við áttum senur saman og urðum voða góðir vinir. Það var rosalega gaman að vinna með honum, ofboðslega talenteraður og skemmtilegur strákur. Ég vissi að hann var að bardúsa í músík á fullu, hafði náttúrulega heyrt af því í gegnum tíðina, og á meðan við vorum í þessum söngleik var hann á leið í Söngvakeppnina. Síðan fær hann heilablóðfall, eins og kannski frægt er orðið, og deyr frá konunni sinni og kornungum börnum. Þetta var hræðilegt, söngleikurinn lognaðist náttúrulega útaf og þetta var hræðilegur tími. En við þjöppuðum okkur mikið saman, hópurinn sem hafði verið í kringum Sjonna og í kringum þau. Strákarnir, bestu vinur Sjonna úr músíkinni, verða Vinir Sjonna, fara í Söngvakeppnina og vinna.“ Þórunn Erna Clausen, ekkja Sjonna, hringir í kjölfarið í Felix og spyr hvort hann vilji verða fjölmiðlafulltrúi hópsins, þar sem hún vildi halda hópnum nálægt sér. „Ég verð Þórunni ævinlega þakklátur að fá þetta tækifæri, því þarna fer ég í fyrsta skipti á Eurovision með Vinum Sjonna.“ Erfitt en heilandi ferli Felix segir þetta sannarlega hafa verið skrýtna stöðu að vera þarna úti eftir mikið áfall. „Fyrir alla var þetta skrýtið, fyrir þau náttúrulega svakalega erfitt og fyrir mig að selja þessa sögu, því þessi saga er náttúrulega það sem allir vildu spyrja um og tala um. En þetta var samt svo heilandi ferli.“ Það sem gerist svo er að Felix Bergsson fellur kylliflatur fyrir Eurovison. „Ég bara trúði ekki mínum eigin augum og eyrum. Ég allt í einu bara átta mig á því að ef maður hefur áhuga á sjónvarpsþáttagerð, ef maður hefur áhuga á tónlist, ef maður hefur áhuga á sviðsetningu og ef maður hefur áhuga á að vera með frábærum listamönnum alls staðar að úr heiminum að vinna að stærsta sjónvarpsþætti í heimi þá hefur maður áhuga á Eurovision.“ Ótal ævintýri, mörg dramatísk en flest skemmtileg Eftir þetta fór Felix að vinna í því að fá að vera meira tengdur Eurovision. „Ég tók við þáttunum Alla leið um þetta leyti hjá Rúv, svo árið 2013 var ég gerður að kynni og eftir það hef ég verið að vinna í þessu. Ég tók við af Jónatani Garðarssyni árið 2017 sem leiðtogi eða fararstjóri íslenska hópsins og hef notið þess algjörlega í botn. Þau hafa verið ótrúlega mörg ævintýrin, mörg hver ansi dramatísk en flest mjög skemmtileg og ég er búinn að kynnast svo ótrúlega yndislegu listafólki á öllum aldri, foreldrum þeirra og fjölskyldum. Þetta er búið að vera algjör lífsgjöf, rosalega skemmtilegt verkefni og ég elska það af öllu mínu hjarta.“ Ógleymanlegt og ruglað partý hjá rússneskri poppstjörnu Það eru ófáar ævintýrasögur sem Felix lumar á í tengslum við Eurovision. Nefnir hann meðal annars sína fyrstu ferð sem leiðtogi hópsins árið 2017 þegar Svala Björgvins fór til Kænugarðs, eða Kiev, í Úkraínu. Farangurinn skilaði sér ekki á leiðarenda en blessunarlega hafði Svala tekið búninginn með sér í handfarangri. „Þannig að hún gat farið á fyrstu æfinguna í búning. En við hin vorum orðin ansi sveitt og dálítið sjúskuð þegar farangurinn kom fjórum eða fimm dögum seinna. Og baráttan að reyna að fá farangurinn sinn í gegnum kerfið í Úkraínu, það var alveg með ólíkindum.“ Felix fór aftur á Eurovision með vinkonu sinni Þórunni Ernu Clausen árið 2018 ásamt keppandanum Ara Ólafssyni en Þórunn samdi lagið sem Ari flutti. „Okkur er þá boðið í ógleymanlegt partý sem rússnesk poppstjarna er að halda, Philip Kirkorov heitir sá og er ofboðsleg stjarna í Rússlandi. Þetta er í raun nákvæmlega sama partýið og er fyrirmynd að partýinu sem er í Eurovision myndinni The Story of Fire Saga. Það voru allir farnir að syngja, allir komnir út á gólf að taka lagið, allir að fá sínar fimm mínútur af frægð. Og bara ég hef aldrei upplifað annað eins. Þannig að þegar fólkið sér partýið í Eurovision myndinni þá voru ég, Ari og Þórunn þar.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá partýið úr Eurovision myndinni sem svipar mikið til partýsins sem Felix fór í: „Þetta fólk sem hélt veisluna er náttúrulega allt orðið persona non grata og er ekki lengur með okkur í Eurovision. Philip er til dæmis stuðningsmaður stríðsins gegn Úkraínu og svoleiðis þannig hann er ekki mjög vinsæll inni í Eurovision kreðsum lengur. En svona var þetta þá. Alveg peningarnir og ruglið sko, ruglið. Alveg ævintýralegt. Það gerist alltaf eitthvað í hverri einustu ferð þannig að maður er alltaf vakinn, sofinn og tilbúinn. Ekkert kemur á óvart lengur, sérstaklega ekki eftir Covid ævintýrið með Daða Frey í Rotterdam,“ segir Felix og á við þegar að atriði Daða og Gagnamagnsins gat ekki stigið á svið á keppninni sjálfri vegna Covid smits, einangrunar og sóttkvís. Einkalífið Eurovision Tengdar fréttir „Ef ég er ekki með honum þá sakna ég hans“ „Ég mæli með því í hverju einasta hjónabandi að fólk eigi gæðastund saman á hverjum einasta degi,“ segir Felix Bergsson sem er viðmælandi í Einkalífinu. 5. nóvember 2023 07:00 Stefndi á heimsfrægð þegar Stundin okkar bauðst „Ég er ekki að fara neitt þannig að þetta kemur bara allt saman í ljós,“ segir Felix Bergsson, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 2. nóvember 2023 07:00 Lærir spænsku eftir fréttirnar af ólæknandi krabbameini móður sinnar Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður, segir að veikindi móður sinnar hafi sett lífið í samhengi. Hún segist ekki missa svefn yfir skoðunum annarra á ástarlífi sínu og segist blása á þá gagnrýni að húmor sé flótti undan veruleika lífsins, hann sé frábær til þess að takast á við erfiðleika. 26. október 2023 07:01 „Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 19. október 2023 07:01 Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Frægar í fantaformi Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Ég var hrokafulli leikarinn sem sat í partýinu og gerði grín af öllum pakkanum. Hann þurfti að sussa á mig í partýjum og biðja mig að vera ekki að tala yfir sjónvarpið.“ Hér má sjá viðtalið við Felix í heild sinni: Lífið átti heldur betur eftir að taka stóra U-beygju hjá Felix hvað þetta varðar en í dag er hann einn helsti Eurovision sérfræðingur landsins. Ævinlega þakklátur að fá þetta tækifæri Árið 2010 fór Felix með hlutverk í söngleik sem fjallar um líf Buddy Holly. „Einn af þeim sem lék í því var Sigurjón Brink eða Sjonni Brink. Við áttum senur saman og urðum voða góðir vinir. Það var rosalega gaman að vinna með honum, ofboðslega talenteraður og skemmtilegur strákur. Ég vissi að hann var að bardúsa í músík á fullu, hafði náttúrulega heyrt af því í gegnum tíðina, og á meðan við vorum í þessum söngleik var hann á leið í Söngvakeppnina. Síðan fær hann heilablóðfall, eins og kannski frægt er orðið, og deyr frá konunni sinni og kornungum börnum. Þetta var hræðilegt, söngleikurinn lognaðist náttúrulega útaf og þetta var hræðilegur tími. En við þjöppuðum okkur mikið saman, hópurinn sem hafði verið í kringum Sjonna og í kringum þau. Strákarnir, bestu vinur Sjonna úr músíkinni, verða Vinir Sjonna, fara í Söngvakeppnina og vinna.“ Þórunn Erna Clausen, ekkja Sjonna, hringir í kjölfarið í Felix og spyr hvort hann vilji verða fjölmiðlafulltrúi hópsins, þar sem hún vildi halda hópnum nálægt sér. „Ég verð Þórunni ævinlega þakklátur að fá þetta tækifæri, því þarna fer ég í fyrsta skipti á Eurovision með Vinum Sjonna.“ Erfitt en heilandi ferli Felix segir þetta sannarlega hafa verið skrýtna stöðu að vera þarna úti eftir mikið áfall. „Fyrir alla var þetta skrýtið, fyrir þau náttúrulega svakalega erfitt og fyrir mig að selja þessa sögu, því þessi saga er náttúrulega það sem allir vildu spyrja um og tala um. En þetta var samt svo heilandi ferli.“ Það sem gerist svo er að Felix Bergsson fellur kylliflatur fyrir Eurovison. „Ég bara trúði ekki mínum eigin augum og eyrum. Ég allt í einu bara átta mig á því að ef maður hefur áhuga á sjónvarpsþáttagerð, ef maður hefur áhuga á tónlist, ef maður hefur áhuga á sviðsetningu og ef maður hefur áhuga á að vera með frábærum listamönnum alls staðar að úr heiminum að vinna að stærsta sjónvarpsþætti í heimi þá hefur maður áhuga á Eurovision.“ Ótal ævintýri, mörg dramatísk en flest skemmtileg Eftir þetta fór Felix að vinna í því að fá að vera meira tengdur Eurovision. „Ég tók við þáttunum Alla leið um þetta leyti hjá Rúv, svo árið 2013 var ég gerður að kynni og eftir það hef ég verið að vinna í þessu. Ég tók við af Jónatani Garðarssyni árið 2017 sem leiðtogi eða fararstjóri íslenska hópsins og hef notið þess algjörlega í botn. Þau hafa verið ótrúlega mörg ævintýrin, mörg hver ansi dramatísk en flest mjög skemmtileg og ég er búinn að kynnast svo ótrúlega yndislegu listafólki á öllum aldri, foreldrum þeirra og fjölskyldum. Þetta er búið að vera algjör lífsgjöf, rosalega skemmtilegt verkefni og ég elska það af öllu mínu hjarta.“ Ógleymanlegt og ruglað partý hjá rússneskri poppstjörnu Það eru ófáar ævintýrasögur sem Felix lumar á í tengslum við Eurovision. Nefnir hann meðal annars sína fyrstu ferð sem leiðtogi hópsins árið 2017 þegar Svala Björgvins fór til Kænugarðs, eða Kiev, í Úkraínu. Farangurinn skilaði sér ekki á leiðarenda en blessunarlega hafði Svala tekið búninginn með sér í handfarangri. „Þannig að hún gat farið á fyrstu æfinguna í búning. En við hin vorum orðin ansi sveitt og dálítið sjúskuð þegar farangurinn kom fjórum eða fimm dögum seinna. Og baráttan að reyna að fá farangurinn sinn í gegnum kerfið í Úkraínu, það var alveg með ólíkindum.“ Felix fór aftur á Eurovision með vinkonu sinni Þórunni Ernu Clausen árið 2018 ásamt keppandanum Ara Ólafssyni en Þórunn samdi lagið sem Ari flutti. „Okkur er þá boðið í ógleymanlegt partý sem rússnesk poppstjarna er að halda, Philip Kirkorov heitir sá og er ofboðsleg stjarna í Rússlandi. Þetta er í raun nákvæmlega sama partýið og er fyrirmynd að partýinu sem er í Eurovision myndinni The Story of Fire Saga. Það voru allir farnir að syngja, allir komnir út á gólf að taka lagið, allir að fá sínar fimm mínútur af frægð. Og bara ég hef aldrei upplifað annað eins. Þannig að þegar fólkið sér partýið í Eurovision myndinni þá voru ég, Ari og Þórunn þar.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá partýið úr Eurovision myndinni sem svipar mikið til partýsins sem Felix fór í: „Þetta fólk sem hélt veisluna er náttúrulega allt orðið persona non grata og er ekki lengur með okkur í Eurovision. Philip er til dæmis stuðningsmaður stríðsins gegn Úkraínu og svoleiðis þannig hann er ekki mjög vinsæll inni í Eurovision kreðsum lengur. En svona var þetta þá. Alveg peningarnir og ruglið sko, ruglið. Alveg ævintýralegt. Það gerist alltaf eitthvað í hverri einustu ferð þannig að maður er alltaf vakinn, sofinn og tilbúinn. Ekkert kemur á óvart lengur, sérstaklega ekki eftir Covid ævintýrið með Daða Frey í Rotterdam,“ segir Felix og á við þegar að atriði Daða og Gagnamagnsins gat ekki stigið á svið á keppninni sjálfri vegna Covid smits, einangrunar og sóttkvís.
Einkalífið Eurovision Tengdar fréttir „Ef ég er ekki með honum þá sakna ég hans“ „Ég mæli með því í hverju einasta hjónabandi að fólk eigi gæðastund saman á hverjum einasta degi,“ segir Felix Bergsson sem er viðmælandi í Einkalífinu. 5. nóvember 2023 07:00 Stefndi á heimsfrægð þegar Stundin okkar bauðst „Ég er ekki að fara neitt þannig að þetta kemur bara allt saman í ljós,“ segir Felix Bergsson, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 2. nóvember 2023 07:00 Lærir spænsku eftir fréttirnar af ólæknandi krabbameini móður sinnar Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður, segir að veikindi móður sinnar hafi sett lífið í samhengi. Hún segist ekki missa svefn yfir skoðunum annarra á ástarlífi sínu og segist blása á þá gagnrýni að húmor sé flótti undan veruleika lífsins, hann sé frábær til þess að takast á við erfiðleika. 26. október 2023 07:01 „Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 19. október 2023 07:01 Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Frægar í fantaformi Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Ef ég er ekki með honum þá sakna ég hans“ „Ég mæli með því í hverju einasta hjónabandi að fólk eigi gæðastund saman á hverjum einasta degi,“ segir Felix Bergsson sem er viðmælandi í Einkalífinu. 5. nóvember 2023 07:00
Stefndi á heimsfrægð þegar Stundin okkar bauðst „Ég er ekki að fara neitt þannig að þetta kemur bara allt saman í ljós,“ segir Felix Bergsson, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 2. nóvember 2023 07:00
Lærir spænsku eftir fréttirnar af ólæknandi krabbameini móður sinnar Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður, segir að veikindi móður sinnar hafi sett lífið í samhengi. Hún segist ekki missa svefn yfir skoðunum annarra á ástarlífi sínu og segist blása á þá gagnrýni að húmor sé flótti undan veruleika lífsins, hann sé frábær til þess að takast á við erfiðleika. 26. október 2023 07:01
„Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 19. október 2023 07:01
Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01
Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00
„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01
Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00