Samstaða um tafarlaust vopnahlé Orri Páll Jóhannsson skrifar 9. nóvember 2023 15:00 Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel. Ísland hefur verið í fararbroddi þeirra þjóða sem styðja Palestínubúa, við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki árið 2011. Og nú er íslenska þjóðþingið meðal þeirra allra fyrstu í heiminum til þess að kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Ástandið á Gasa hefur oft verið skelfilegt en aldrei eins og núna og það gengur öllum djúpt inn að hjartarótum að horfa á fréttir, sjá og lesa vitnisburði þeirra sem eru í aðstæðunum þar sem gegndarlaust og hryllilegt ofbeldi á sér stað. Eitt ofbeldisverk réttlætir aldrei annað og þegar börn og aðrir saklausir borgarar lenda í víglínunni er afstaða með mannúð og gegn stríði eina afstaðan sem hægt er að taka. Eina. Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með fréttum af framgangi stríðsins í vanmætti sínum hér lengst norður í hafi. Íslensk stjórnvöld hafa gert vel með því að auka framlög til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og með ályktuninni sem við samþykktum í dag er ríkisstjórninni falið að beita sér fyrir viðbótarframlagi til mannúðaraðstoðar. Til að þau framlög nái að nýtast sem best er nauðsynlegt að komið verði á vopnahléi svo hægt sé að veita bráðnauðsynlega neyðarstoð strax. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur alltaf látið sig málefni Palestínu varða og hreyfingin var einmitt í ríkisstjórn þegar Íslendingar lýstu yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínu. Ísland hefur í sögulegu samhengi staðið með Palestínu og palestínskum borgurum. Það er því í fullu samræmi við almennan vilja íslensku þjóðarinnar, sem var lýst í afgreiðslu Alþingis árið 2011, að við stöndum þétt með íbúum Palestínu. Og við verðum að muna að þó athygli heimsins beinist að Gasa-svæðinu núna þá er staða íbúa Vesturbakkans ekki góð heldur. Það er því áfram verk að vinna við að gera hvað í okkar valdi stendur svo líf palestínsku þjóðarinnar geti orðið mannsæmandi, bæði þeim og okkur öllum sem byggjum þennan heim. Ég hef sagt það áður að allt þref um texta og orðalag er hjóm í samhengi þess hryllilega ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs. Því er ánægjulegt að það skyldi nást einróma samstaða milli allra flokka á Alþingi um þessa tillögu. Mér finnst það þinginu til sóma. Þetta eru skýr skilaboð frá Íslandi til umheimsins um það hver afstaða okkar er til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel. Ísland hefur verið í fararbroddi þeirra þjóða sem styðja Palestínubúa, við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki árið 2011. Og nú er íslenska þjóðþingið meðal þeirra allra fyrstu í heiminum til þess að kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Ástandið á Gasa hefur oft verið skelfilegt en aldrei eins og núna og það gengur öllum djúpt inn að hjartarótum að horfa á fréttir, sjá og lesa vitnisburði þeirra sem eru í aðstæðunum þar sem gegndarlaust og hryllilegt ofbeldi á sér stað. Eitt ofbeldisverk réttlætir aldrei annað og þegar börn og aðrir saklausir borgarar lenda í víglínunni er afstaða með mannúð og gegn stríði eina afstaðan sem hægt er að taka. Eina. Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með fréttum af framgangi stríðsins í vanmætti sínum hér lengst norður í hafi. Íslensk stjórnvöld hafa gert vel með því að auka framlög til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og með ályktuninni sem við samþykktum í dag er ríkisstjórninni falið að beita sér fyrir viðbótarframlagi til mannúðaraðstoðar. Til að þau framlög nái að nýtast sem best er nauðsynlegt að komið verði á vopnahléi svo hægt sé að veita bráðnauðsynlega neyðarstoð strax. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur alltaf látið sig málefni Palestínu varða og hreyfingin var einmitt í ríkisstjórn þegar Íslendingar lýstu yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínu. Ísland hefur í sögulegu samhengi staðið með Palestínu og palestínskum borgurum. Það er því í fullu samræmi við almennan vilja íslensku þjóðarinnar, sem var lýst í afgreiðslu Alþingis árið 2011, að við stöndum þétt með íbúum Palestínu. Og við verðum að muna að þó athygli heimsins beinist að Gasa-svæðinu núna þá er staða íbúa Vesturbakkans ekki góð heldur. Það er því áfram verk að vinna við að gera hvað í okkar valdi stendur svo líf palestínsku þjóðarinnar geti orðið mannsæmandi, bæði þeim og okkur öllum sem byggjum þennan heim. Ég hef sagt það áður að allt þref um texta og orðalag er hjóm í samhengi þess hryllilega ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs. Því er ánægjulegt að það skyldi nást einróma samstaða milli allra flokka á Alþingi um þessa tillögu. Mér finnst það þinginu til sóma. Þetta eru skýr skilaboð frá Íslandi til umheimsins um það hver afstaða okkar er til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar