Hvaða styttu á að fjarlægja næst? Helgi Áss Grétarsson skrifar 10. nóvember 2023 13:59 Séra nokkur kom m.a. að stofnun KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi. Sérann var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Á meðan sérann var enn á lífi þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Síðan þá hefur styttan verið í miðborg Reykjavíkur. Nýlega hafa verið settar fram ásakanir á hendur séranum en í nýútkominni bók er haft eftir nafnlausum heimildarmanni að sérann hafi áreitt sig kynferðislega. Talskona tiltekinna hagsmunasamtaka sté svo fram og vísaði til þess í fjölmiðlaviðtölum að samtökin hefði vitnisburð undir höndum sem hefði að geyma sambærilegar frásagnir. Þessar frásagnir eru einnig nafnlausar. Engin rannsókn hefur farið fram á þessum ásökunum svo fullnægjandi sé. Með öðrum orðum, fyrirliggjandi sönnunargögn um meintar misgjörðir sérans eru rýr. Hins vegar er ekki útilokað að ný gögn kunni að koma fram sem varpað geta skýrara ljósi á málið. Viðbrögð borgarráðs Hinn 9. nóvember sl. samþykkti borgarráð samhljóða svohljóðandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna Séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvert er fordæmisgildið? Með því að samþykkja þessa tillögu féllst borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Spyrja þarf því, hvaða styttu á hugsanlega að fjarlægja næst? Var sem dæmi, Ingólfur Arnarson, landnemi, með hreinan skjöld? Hvað með Hannes Hafstein ráðherra og Jón Sigurðsson forseta? Með öðrum orðum, hvar endar þráin til að vaka yfir (e. woke) sögulegu óréttlæti? Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London. Þróun af þessu tagi þykir mér varhugaverð. Ég er á móti henni og er sú afstaða mín í samræmi við grunngildi borgaralegrar stjórnmálastefnu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál séra Friðriks Friðrikssonar Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Reykjavík Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Séra nokkur kom m.a. að stofnun KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi. Sérann var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Á meðan sérann var enn á lífi þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Síðan þá hefur styttan verið í miðborg Reykjavíkur. Nýlega hafa verið settar fram ásakanir á hendur séranum en í nýútkominni bók er haft eftir nafnlausum heimildarmanni að sérann hafi áreitt sig kynferðislega. Talskona tiltekinna hagsmunasamtaka sté svo fram og vísaði til þess í fjölmiðlaviðtölum að samtökin hefði vitnisburð undir höndum sem hefði að geyma sambærilegar frásagnir. Þessar frásagnir eru einnig nafnlausar. Engin rannsókn hefur farið fram á þessum ásökunum svo fullnægjandi sé. Með öðrum orðum, fyrirliggjandi sönnunargögn um meintar misgjörðir sérans eru rýr. Hins vegar er ekki útilokað að ný gögn kunni að koma fram sem varpað geta skýrara ljósi á málið. Viðbrögð borgarráðs Hinn 9. nóvember sl. samþykkti borgarráð samhljóða svohljóðandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna Séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvert er fordæmisgildið? Með því að samþykkja þessa tillögu féllst borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Spyrja þarf því, hvaða styttu á hugsanlega að fjarlægja næst? Var sem dæmi, Ingólfur Arnarson, landnemi, með hreinan skjöld? Hvað með Hannes Hafstein ráðherra og Jón Sigurðsson forseta? Með öðrum orðum, hvar endar þráin til að vaka yfir (e. woke) sögulegu óréttlæti? Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London. Þróun af þessu tagi þykir mér varhugaverð. Ég er á móti henni og er sú afstaða mín í samræmi við grunngildi borgaralegrar stjórnmálastefnu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar