Gjafsókn, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 13. nóvember 2023 11:32 Dómskerfið í landinu er svo dýrt og svo fjárhagslega áhættusamt og umfram allt vilhallt hinum sterka að það að reka einkamál fyrir dómstólum er almenningi yfirleitt ofviða. Það þýðir að mikill meirihluti landsmanna getur varla nýtt sér það til að rétta sinn hlut verði hann fyrir rangindum. Fyrir þá allra verst settu í þjóðfélaginu er samt unnt að sækja um svokallaða gjafsókn hjá dómsmálaráðuneytinu sem þýðir að mismikill hluti málsins er greiddur. Dómskerfi einkamála er meira og minna eingöngu ætlað hinum efnamestu í landinu, yfirstéttinni og meiri háttar fyrirtækjum og samtökum. Auðvitað eru til umfangslítil mál. Það er hins vegar sjaldgæft, svo ekki sé meira sagt, að heildar-kostnaðurinn hlaupi ekki á milljónum króna. Þessi atriði ýta félitlu fólki út úr dómskerfinu þannig að smám saman er það einungis sterk efnað fólk sem getur farið í dómsmál. Það borgar sig ekki bara fyrir þann sem svíkur fé út úr öðrum að ganga sem næst honum einungis peninganna vegna heldur einnig vegna þess að þá á hinn svikni erfiðara með að leita réttar síns vegna kostnaðarins. Ég hef heyrt um mál þar sem lagðar voru fram undirritaðar greiðsluviðurkenningar sem fólk kannaðist ekki við en átti ekki þær milljónir króna sem til þurfti til að standa undir rithandarrannsókn. Ef fengin er gjafsókn greiðir ríkið yfirleitt þóknun lögmanns auk beinna gjalda til dómstóla vegna málsins. Stundum er einnig greidd þóknun matsmanna. Fyrir kemur að sett er þak á kostnaðinn sem ríkið greiðir. Ef þeir sem fá gjafsóknina eru dæmdir til að greiða málskostnað tapi þeir málinu verða þeir sjálfir að inna hann af hendi. Hann hleypur yfirleitt á milljónum. Sækja þarf um gjafsókn til svokallaðrar gjafsóknarnefndar sem er til húsa og rekin í Dómsmálaráðuneytinu. Ef áfrýjað er mun yfirleitt þurfa að sækja um aftur, einnig ef hinn aðili málsins áfrýjar. Venjulega tekur 4 mánuði að fá svar. Í sérstökum tilvikum er þó unnt að fá flýtimeðferð. Þóknun lögmanna er greidd samkvæmt tímaskrift þeirra. Dómarar í málinu hafa eftirlit með henni og ákvörðunarvald. Dæmi eru um að þeir lækki hana jafnvel svo um munar auk þess sem ríkið greiðir þeim nokkurn veginn lágmarkstaxta. Margir lögmenn taka alls ekki að sér mál af þessu tagi en aðrir sem þó gera það una oft illa við sinn hlut bæði vegna umstangs og lítilla og óöruggra tekna. Með tilliti til þess að lögmenn fá yfirleitt alltaf að leika sér nánast alveg eins og þeir vilja í dómskerfinu er athyglisvert hve stjórnvöld grípa þarna inn í þegar þau eru að reyna að rétta hlut þeirra verst stöddu. Þarna segir réttlæti hins sterka svo sannarlega til sín. Oftast munu það vera lögmenn sem sækja um gjafsókn fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Þeir vita yfirleitt hvar mörkin liggja þannig að meirihluti umsókna mun vera samþykktur. Árið 2021 voru um 150 mál rekin á grunni gjafsóknar. Þar af voru einhver mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti. Um flestar tegundir dómsmála gilda nokkuð ákveðnar reglur svo sem um mánaðartekjur og eignir. Einstaklingar mega yfirleitt ekki hafa hærri mánaðartekjur en rúmlega 350 þúsund krónur á mánuði og hjón ekki nema um 550 þúsund krónur. Fólk má ekki eiga eignir að ráði til að gjafsókn sé samþykkt og til dæmis ekki íbúð. Er málið þá metið sérstaklega. Við hvert barn sem viðkomandi hefur á sínu framfæri hækka þessar upphæðir um 50 þúsund krónur. Nefnd metur fjárhagsaðstæður í hverju tilfelli og framkvæmir einhvers konar mat á möguleikunum á því að málið geti unnist. Í sérstökum tilfellum kemur fyrir að rýmri reglur gildi. Gjafsókn er til að mynda alltaf samþykkt varði það dómsmál sem stafar af því að börn séu tekin af heimilum sínum í barnaverndarskyni. Upphæðirnar hækka ekki í samræmi við vísitöluhækkanir heldur þarf samþykkt Alþingis til þess. Mér virðist að þær hafi alls ekki fylgt síðustu launahækkunum við mat á því hvort gjafsókn komi til greina. Er þá átt við launahækkanir sem hafa komið í hlut launafólks frá árinu 2018. Freistandi er að uppfæra og laga þetta kerfi svo það geti orðið auðveldara í notkun og náð út fyrir núverandi mörk þannig að dálítið tekjuhærra fólk gæti fengið hluta kostnaðarins greiddan samkvæmt nánar skilgreindum reglum. Núna er það ekki tilfellið. Einnig þurfa greiðslurnar að breytast í samræmi við launavísitölu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona? Kerfið virðist koma mörgum að einhverju gagni en virðist í of mörgum atriðum bregða fæti fyrir sjálft sig. Dæmi hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Dómskerfið í landinu er svo dýrt og svo fjárhagslega áhættusamt og umfram allt vilhallt hinum sterka að það að reka einkamál fyrir dómstólum er almenningi yfirleitt ofviða. Það þýðir að mikill meirihluti landsmanna getur varla nýtt sér það til að rétta sinn hlut verði hann fyrir rangindum. Fyrir þá allra verst settu í þjóðfélaginu er samt unnt að sækja um svokallaða gjafsókn hjá dómsmálaráðuneytinu sem þýðir að mismikill hluti málsins er greiddur. Dómskerfi einkamála er meira og minna eingöngu ætlað hinum efnamestu í landinu, yfirstéttinni og meiri háttar fyrirtækjum og samtökum. Auðvitað eru til umfangslítil mál. Það er hins vegar sjaldgæft, svo ekki sé meira sagt, að heildar-kostnaðurinn hlaupi ekki á milljónum króna. Þessi atriði ýta félitlu fólki út úr dómskerfinu þannig að smám saman er það einungis sterk efnað fólk sem getur farið í dómsmál. Það borgar sig ekki bara fyrir þann sem svíkur fé út úr öðrum að ganga sem næst honum einungis peninganna vegna heldur einnig vegna þess að þá á hinn svikni erfiðara með að leita réttar síns vegna kostnaðarins. Ég hef heyrt um mál þar sem lagðar voru fram undirritaðar greiðsluviðurkenningar sem fólk kannaðist ekki við en átti ekki þær milljónir króna sem til þurfti til að standa undir rithandarrannsókn. Ef fengin er gjafsókn greiðir ríkið yfirleitt þóknun lögmanns auk beinna gjalda til dómstóla vegna málsins. Stundum er einnig greidd þóknun matsmanna. Fyrir kemur að sett er þak á kostnaðinn sem ríkið greiðir. Ef þeir sem fá gjafsóknina eru dæmdir til að greiða málskostnað tapi þeir málinu verða þeir sjálfir að inna hann af hendi. Hann hleypur yfirleitt á milljónum. Sækja þarf um gjafsókn til svokallaðrar gjafsóknarnefndar sem er til húsa og rekin í Dómsmálaráðuneytinu. Ef áfrýjað er mun yfirleitt þurfa að sækja um aftur, einnig ef hinn aðili málsins áfrýjar. Venjulega tekur 4 mánuði að fá svar. Í sérstökum tilvikum er þó unnt að fá flýtimeðferð. Þóknun lögmanna er greidd samkvæmt tímaskrift þeirra. Dómarar í málinu hafa eftirlit með henni og ákvörðunarvald. Dæmi eru um að þeir lækki hana jafnvel svo um munar auk þess sem ríkið greiðir þeim nokkurn veginn lágmarkstaxta. Margir lögmenn taka alls ekki að sér mál af þessu tagi en aðrir sem þó gera það una oft illa við sinn hlut bæði vegna umstangs og lítilla og óöruggra tekna. Með tilliti til þess að lögmenn fá yfirleitt alltaf að leika sér nánast alveg eins og þeir vilja í dómskerfinu er athyglisvert hve stjórnvöld grípa þarna inn í þegar þau eru að reyna að rétta hlut þeirra verst stöddu. Þarna segir réttlæti hins sterka svo sannarlega til sín. Oftast munu það vera lögmenn sem sækja um gjafsókn fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Þeir vita yfirleitt hvar mörkin liggja þannig að meirihluti umsókna mun vera samþykktur. Árið 2021 voru um 150 mál rekin á grunni gjafsóknar. Þar af voru einhver mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti. Um flestar tegundir dómsmála gilda nokkuð ákveðnar reglur svo sem um mánaðartekjur og eignir. Einstaklingar mega yfirleitt ekki hafa hærri mánaðartekjur en rúmlega 350 þúsund krónur á mánuði og hjón ekki nema um 550 þúsund krónur. Fólk má ekki eiga eignir að ráði til að gjafsókn sé samþykkt og til dæmis ekki íbúð. Er málið þá metið sérstaklega. Við hvert barn sem viðkomandi hefur á sínu framfæri hækka þessar upphæðir um 50 þúsund krónur. Nefnd metur fjárhagsaðstæður í hverju tilfelli og framkvæmir einhvers konar mat á möguleikunum á því að málið geti unnist. Í sérstökum tilfellum kemur fyrir að rýmri reglur gildi. Gjafsókn er til að mynda alltaf samþykkt varði það dómsmál sem stafar af því að börn séu tekin af heimilum sínum í barnaverndarskyni. Upphæðirnar hækka ekki í samræmi við vísitöluhækkanir heldur þarf samþykkt Alþingis til þess. Mér virðist að þær hafi alls ekki fylgt síðustu launahækkunum við mat á því hvort gjafsókn komi til greina. Er þá átt við launahækkanir sem hafa komið í hlut launafólks frá árinu 2018. Freistandi er að uppfæra og laga þetta kerfi svo það geti orðið auðveldara í notkun og náð út fyrir núverandi mörk þannig að dálítið tekjuhærra fólk gæti fengið hluta kostnaðarins greiddan samkvæmt nánar skilgreindum reglum. Núna er það ekki tilfellið. Einnig þurfa greiðslurnar að breytast í samræmi við launavísitölu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona? Kerfið virðist koma mörgum að einhverju gagni en virðist í of mörgum atriðum bregða fæti fyrir sjálft sig. Dæmi hver fyrir sig.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun