Birgir telur rétt að HS Orka og Bláa lónið komi að kostnaði Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2023 11:59 Birgir var eini þingmaðurinn sem kom inn á þann möguleika, í umræðum um frumvarpið sem samþykkt var í gær, að HS Orka og Bláa lónið, sem bæði væru stöndug fyrirtæki, kæmu að kostnaði við varnargarða sem á að reisa til að vernda starfsemina. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að reistir verði sérstakir varnargarðar til að verja HS Orku og Bláa lónið fyrir hugsanlegu eldgosi. Til að mæta þeim kostnaði hefur verið lagður á tímabundinn skattur, eða til þriggja ára, og leggst hann á fasteignir og þar af leiðandi almenning í landinu. Stöndug fyrirtæki og rétt að taka upp viðræður við þau Fjölmargir velta fyrir sér því hvernig og hverjir eigi að bera baggana vegna þessa. Birgir, sem á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd, lýsti yfir ánægju sinni með frumvarpið í umræðum um það í gærkvöldi. Hann taldi gjaldið ekki hátt, 600 krónur á mánuði og átta þúsund á ári. En það skili mikilvægum tekjum í ríkissjóð á tímum þegar verið er að reyna að draga úr verðbólgu. Hann var hins vegar eini þingmaðurinn sem hafði á því orð að eðllegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að þeim kostnaði. „Mér [finnst] persónulega ekkert óeðlilegt við það að tvö stöndug og mikilvæg fyrirtæki sem eru á þessu svæði, HS Orka og Bláa lónið, tækju þátt í þeim kostnaði. Það er ekkert óeðlilegt við það og væri eðlilegt að taka upp viðræður við þessi fyrirtæki,“ sagði Birgir. Ekkert heyrist frá Bláa lóninu Hann nefndi að einnig væri mikilvægt að fyrirtækin sendu út tilkynningu, þess efnis að þau ætli að styðja við sína starfsmenn, greiða laun starfsfólks meðan þeir geta ekki sinnt starfi sínu. „Það hafa fyrirtæki í Grindavík gert en ég hef ekki heyrt þetta frá Bláa lóninu. Þetta er stór og mikilvægur vinnustaður. Ég tel eðlilegt að þetta væri rætt við þessi fyrirtæki. Þetta eru einkafyrirtæki sem hafa greitt út arð og gengur vel. Sem er gott en ég held að þau hafi svigrúm til að koma að þessari vinnu.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins né Grími Sæmundssen stofnanda og helsta eiganda fyrirtækisins. Alþingi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að reistir verði sérstakir varnargarðar til að verja HS Orku og Bláa lónið fyrir hugsanlegu eldgosi. Til að mæta þeim kostnaði hefur verið lagður á tímabundinn skattur, eða til þriggja ára, og leggst hann á fasteignir og þar af leiðandi almenning í landinu. Stöndug fyrirtæki og rétt að taka upp viðræður við þau Fjölmargir velta fyrir sér því hvernig og hverjir eigi að bera baggana vegna þessa. Birgir, sem á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd, lýsti yfir ánægju sinni með frumvarpið í umræðum um það í gærkvöldi. Hann taldi gjaldið ekki hátt, 600 krónur á mánuði og átta þúsund á ári. En það skili mikilvægum tekjum í ríkissjóð á tímum þegar verið er að reyna að draga úr verðbólgu. Hann var hins vegar eini þingmaðurinn sem hafði á því orð að eðllegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að þeim kostnaði. „Mér [finnst] persónulega ekkert óeðlilegt við það að tvö stöndug og mikilvæg fyrirtæki sem eru á þessu svæði, HS Orka og Bláa lónið, tækju þátt í þeim kostnaði. Það er ekkert óeðlilegt við það og væri eðlilegt að taka upp viðræður við þessi fyrirtæki,“ sagði Birgir. Ekkert heyrist frá Bláa lóninu Hann nefndi að einnig væri mikilvægt að fyrirtækin sendu út tilkynningu, þess efnis að þau ætli að styðja við sína starfsmenn, greiða laun starfsfólks meðan þeir geta ekki sinnt starfi sínu. „Það hafa fyrirtæki í Grindavík gert en ég hef ekki heyrt þetta frá Bláa lóninu. Þetta er stór og mikilvægur vinnustaður. Ég tel eðlilegt að þetta væri rætt við þessi fyrirtæki. Þetta eru einkafyrirtæki sem hafa greitt út arð og gengur vel. Sem er gott en ég held að þau hafi svigrúm til að koma að þessari vinnu.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins né Grími Sæmundssen stofnanda og helsta eiganda fyrirtækisins.
Alþingi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26