Heimsmeistarinn gagnrýnir Las Vegas kappaksturinn: „99 prósent sýning“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 16:30 Sergio Perez veifar þegar Red Bull ökumennirnir eru kynntir til leiks í Las Vegas en Max Verstappen virðist ekki mjög hrifinn. AP/Darron Cummings Max Verstappen er með 266 stiga forskot í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn í formúlu eitt og er hann fyrir löngu búinn að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Næstsíðasti kappakstur tímabilsins fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina en þetta er í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi sem keppt er í veðmálaborginni. Formúlan hefur eytt gríðarlegum fjármunum til að sjá til þess að draumur þeirra um formúlukeppni í Las Vegas verði að veruleika. Spilavítin og hótelin tóku líka vel í þetta enda er vona á miklu lífi í borginni þá daga sem keppnin stendur yfir. Max Verstappen delivers a candid take on the Las Vegas Grand Prix, labeling it as 99% show and 1% sporting event. #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/DBDwRfTtvt— FirstSportz F1 (@FirstsportzF1) November 16, 2023 Margir bíða spenntir eftir því að sjá þennan viðburð en heimsmeistarinn er ekki eins hrifinn. „Þetta er 99 prósent sýning og eitt prósent íþróttakeppni,“ sagði Max Verstappen en þetta verður fyrsta formúlukeppnin í Las Vegas í 41 ár. Hann var kynntur til leiks með mikilli viðhöfn. „Ég stóð bara þarna eins og einhver trúður,“ sagði Verstappen. Verstappen er ekki hrifinn af öllu fjarðafkokinu í kringum keppnina og gefur lítið fyrir að fá að keyra tvo kílómetra á Las Vegas strip götunni heimsfrægu. 99% show and 1% sporting event. It s just standing up there, [you] look like a clown. It's fair to say #F1 champion Max Verstappen isn't the biggest fan of the #LasVegasGP so far.More here https://t.co/IjU9h3mBkShttps://t.co/IjU9h3mBkS— The Race (@wearetherace) November 16, 2023 „Þetta er ekki mjög áhugaverð braut. Það eru ekki það margar beygjur ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Verstappen. Þrátt fyrir neikvæðni heimsmeistarans þá er von á mikilli sýningu. Formúlu aðdáendur fá eflaust mikið augnakonfekt frá bandarískum skipuleggjendum keppninnar enda verður engu til sparað. Ökumennirnir munu keyra fimmtíu hringi en hver hringur er 6,1 kílómetri á lengd. Keppnin fer fram klukkan tíu á laugardagskvöldi að staðartíma í Las Vegas eða klukkan sex að morgni sunnudagsins að íslenskum tíma. Keppnin og öll helgin verður sýnd beint á Vodafone Sport stöðinni. Sýnt verður frá æfingum klukkan 04.25 og 07.55 á morgun sem og klukkan 04.25 aðfaranótt laugardagsins. Tímatakan verður síðan klukkan 07.55 á laugardagmorgun og útsendingin frá keppninni sjálfri hefst klukkan 05.30 á sunnudagsmorgun. Akstursíþróttir Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Næstsíðasti kappakstur tímabilsins fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina en þetta er í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi sem keppt er í veðmálaborginni. Formúlan hefur eytt gríðarlegum fjármunum til að sjá til þess að draumur þeirra um formúlukeppni í Las Vegas verði að veruleika. Spilavítin og hótelin tóku líka vel í þetta enda er vona á miklu lífi í borginni þá daga sem keppnin stendur yfir. Max Verstappen delivers a candid take on the Las Vegas Grand Prix, labeling it as 99% show and 1% sporting event. #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/DBDwRfTtvt— FirstSportz F1 (@FirstsportzF1) November 16, 2023 Margir bíða spenntir eftir því að sjá þennan viðburð en heimsmeistarinn er ekki eins hrifinn. „Þetta er 99 prósent sýning og eitt prósent íþróttakeppni,“ sagði Max Verstappen en þetta verður fyrsta formúlukeppnin í Las Vegas í 41 ár. Hann var kynntur til leiks með mikilli viðhöfn. „Ég stóð bara þarna eins og einhver trúður,“ sagði Verstappen. Verstappen er ekki hrifinn af öllu fjarðafkokinu í kringum keppnina og gefur lítið fyrir að fá að keyra tvo kílómetra á Las Vegas strip götunni heimsfrægu. 99% show and 1% sporting event. It s just standing up there, [you] look like a clown. It's fair to say #F1 champion Max Verstappen isn't the biggest fan of the #LasVegasGP so far.More here https://t.co/IjU9h3mBkShttps://t.co/IjU9h3mBkS— The Race (@wearetherace) November 16, 2023 „Þetta er ekki mjög áhugaverð braut. Það eru ekki það margar beygjur ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Verstappen. Þrátt fyrir neikvæðni heimsmeistarans þá er von á mikilli sýningu. Formúlu aðdáendur fá eflaust mikið augnakonfekt frá bandarískum skipuleggjendum keppninnar enda verður engu til sparað. Ökumennirnir munu keyra fimmtíu hringi en hver hringur er 6,1 kílómetri á lengd. Keppnin fer fram klukkan tíu á laugardagskvöldi að staðartíma í Las Vegas eða klukkan sex að morgni sunnudagsins að íslenskum tíma. Keppnin og öll helgin verður sýnd beint á Vodafone Sport stöðinni. Sýnt verður frá æfingum klukkan 04.25 og 07.55 á morgun sem og klukkan 04.25 aðfaranótt laugardagsins. Tímatakan verður síðan klukkan 07.55 á laugardagmorgun og útsendingin frá keppninni sjálfri hefst klukkan 05.30 á sunnudagsmorgun.
Akstursíþróttir Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira