Vilja leggja jafnlaunavottunina niður Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2023 12:03 Bergþór Ólason. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að horfið verði frá lögum um jafnlaunavottun enda hafi sú tilraun mistekist með öllu og sé íþyngjandi fyrir fyrirtæki. vísir/vilhelm Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður. Þeir Miðflokksmenn eru einir um að mæla fyrir tillögunni en þar segir að ljóst sé að ekki hafi tekist að uppfylla jafnlaunavottun og eins virðist að með nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafi jafnlaunavottun verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki. „Ferlið er kostnaðarsamt og eykur flækjustig fyrir fyrirtæki. Því telja flutningsmenn að hagstæðast sé fyrir stofnanir og fyrirtæki í landinu að jafnlaunavottun verði afnumin því að ljóst sé að ekki er forsenda fyrir því að halda áfram með vottunina,“ segir í tillögunni. Sigmundur Davíð og Bergþór segja í tillögu sinni ljóst að hagstæðast sé fyrir fyrirtæki og stofnanir að jafnlaunavottunin verði aflögð.vísir/vilhelm Það var hinn 1. júní 2017 sem Alþingi samþykkti lög um jafnlaunavottun. Þorsteinn Víglundsson, sem þá var félagsmálaráðherra, hafði barist mjög fyrir því að málið yrði að veruleika og var ekki mikil andstaða við það á þinginu. Lögin fólu meðal annars í sér það að fyrirtækjum og stofnunum var gert skilt að öðlast jafnlaunavottun og miðaði það við starfsmannafjölda sem hér segir: – 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019. Í tillögu þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs segir að markmiðið hafi verið að jafna hlut kynjanna en það hafi mistekist: „Þegar tölur við lok árs 2022 eru skoðaðar kemur í ljós að alls hafa 443 fyrirtæki og stofnanir af 1.094 hlotið jafnlaunavottun. Eftir standa 651 fyrirtæki og stofnanir sem ekki hafa hlotið jafnlaunavottun þrátt fyrir skýran tímaramma laga á því hvenær fyrirtæki og stofnanir skyldu hafa hlotið vottun.“ Á er bent að í niðurstöðum rannsókna um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa, en sú niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2022, komi fram að reglugerðinni fylgi engar leiðbeiningar um hvað sönnunarbyrði vottunaraðila inniheldur hvað varðar rannsóknarvinnu gagnvart starfaflokkun eða launagreiningu, umfang skoðunar, fjölda viðmælanda eða lágmarkstímafjölda. Alþingi Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Þeir Miðflokksmenn eru einir um að mæla fyrir tillögunni en þar segir að ljóst sé að ekki hafi tekist að uppfylla jafnlaunavottun og eins virðist að með nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafi jafnlaunavottun verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki. „Ferlið er kostnaðarsamt og eykur flækjustig fyrir fyrirtæki. Því telja flutningsmenn að hagstæðast sé fyrir stofnanir og fyrirtæki í landinu að jafnlaunavottun verði afnumin því að ljóst sé að ekki er forsenda fyrir því að halda áfram með vottunina,“ segir í tillögunni. Sigmundur Davíð og Bergþór segja í tillögu sinni ljóst að hagstæðast sé fyrir fyrirtæki og stofnanir að jafnlaunavottunin verði aflögð.vísir/vilhelm Það var hinn 1. júní 2017 sem Alþingi samþykkti lög um jafnlaunavottun. Þorsteinn Víglundsson, sem þá var félagsmálaráðherra, hafði barist mjög fyrir því að málið yrði að veruleika og var ekki mikil andstaða við það á þinginu. Lögin fólu meðal annars í sér það að fyrirtækjum og stofnunum var gert skilt að öðlast jafnlaunavottun og miðaði það við starfsmannafjölda sem hér segir: – 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019. Í tillögu þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs segir að markmiðið hafi verið að jafna hlut kynjanna en það hafi mistekist: „Þegar tölur við lok árs 2022 eru skoðaðar kemur í ljós að alls hafa 443 fyrirtæki og stofnanir af 1.094 hlotið jafnlaunavottun. Eftir standa 651 fyrirtæki og stofnanir sem ekki hafa hlotið jafnlaunavottun þrátt fyrir skýran tímaramma laga á því hvenær fyrirtæki og stofnanir skyldu hafa hlotið vottun.“ Á er bent að í niðurstöðum rannsókna um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa, en sú niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2022, komi fram að reglugerðinni fylgi engar leiðbeiningar um hvað sönnunarbyrði vottunaraðila inniheldur hvað varðar rannsóknarvinnu gagnvart starfaflokkun eða launagreiningu, umfang skoðunar, fjölda viðmælanda eða lágmarkstímafjölda.
– 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019.
Alþingi Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira