Pink Iceland verðlaunuð í annað skipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2023 16:29 Fulltrúar Pink Iceland með verðlaun sín. Pink Iceland hlaut Nýsköpunarverðlaun og Skriðuklaustur í Fljótsdal Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023. Verðlaunin voru afhent á 25 ára afmælisráðstefnu samtakanna á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin með viðhöfn fyrir fullum sal en rúmlega 400 manns tóku þátt í ráðstefnunni. SAF afhenda Nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan samtakanna til nýsköpunar og vöruþróunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í tuttugasta skipti sem SAF veita Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar en þetta árið bárust 34 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin. Verðlaunin skipti miklu máli Pink Iceland var stofnað árið 2011 og átti sannkallaða óskabyrjun því ári síðar hlaut fyrirtækið Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar fyrir þá nýlundu að bjóða upp á ferðaþjónustu sniðna að hinsegin fólki. Er fyrirtækið því að hljóta verðlaunin í annað sinn. „Á þessum tíma vorum við nýbyrjuð að skipuleggja brúðkaup fyrir okkar markhóp en grunaði ekki í hvað stefndi. Í dag, rúmlega 11 árum frá fyrsta brúðkaupi höfum við, ásamt sívaxandi teymi stórkostlegs starfsfólks skipulegt yfir 1000 brúðkaup, þar af 418 á síðustu þremur árum,“ segir Birna Hrönn Björnsdóttir, stofnandi og einn eigenda Pink Iceland. Skriðuklaustur fengu góða viðurkenningu. „Við erum stolt af því að hafa spilað veigamikið hlutvert að setja Ísland á kortið sem áfangastað fyrir brúðkaup sem svo leiddi til þess að í dag getum við verið með 11 manneskjur í fullri vinnu auk fjölda verktaka sem treystir á verkefni frá okkur. Við erum ekki síður stolt af þeim hundruðum milljóna sem starfsemi okkar hefur lagt til í sameinlega sjóði þess fallega lands sem spilar stærstu rulluna í okkar velgengni,“ segir Birna Hrönn. Hún bætir við að það að hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar skipti Pink Iceland gríðarlega miklu máli. „Verðlaunin hvetja okkur til að halda áfram að skapa okkur ný tækifæri, nýjar vörur og nýja markaði. Takk fyrir okkur!“ Skapi einstaka upplifun fyrir brúðhjón Það var samhljóma niðurstaða dómnefndar að Pink Iceland skyldi hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2023. Umsögn dómnefndar: „Þrátt fyrir að Covid 19 hafi kippt undan félaginu rekstrargrundvellinum hefur stjórnendum og starfsmönnum tekist að skapa arðsamt vaxtarfyrirtæki á ný. Frumkvöðlateymið; Eva María, Birna Hrönn og Hannes hafa sagt að þetta tímabil hafi verið líkast því að setja á laggirnar nýtt sprotafyrirtæki. Sérstaða félagsins eru brúðkaup fyrir hinsegin fólk sem kalla á einstakar og óvenjulegar upplifanir. Pink Iceland hefur búið til nýjan markað með nýsköpun í þjónustu og upplifun sem hefur haft margföldunaráhrif út í hagkerfið. Á meðan flest okkar teljum okkur nokkuð góð að hafa skipulagt eitt slysalaust brúðkaup þá hefur Pink Iceland skipulagt fleiri en þúsund brúðkaup á Íslandi. Hvert og eitt þeirra er einstök upplifun. Endurgjöf viðskiptavina er frábær sem gerir það að verkum að Ísland og Pink Iceland eiga stað og stund í hjarta brúðhjóna og gesta frá öllum heimshornum. Pink Iceland hlaut þessi verðlaun einnig árið 2012 en með því að finna sig upp á nýtt og skapa landi og þjóð mikil verðmæti á félagið ekkert minna skilið en að hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar aftur rétt rúmum tíu árum síðar. Ef næstu tíu ár verða eitthvað líkingu við þá nýsköpun sem hefur orðið til hjá félaginu á síðustu tíu árum horfir íslensk ferðaþjónusta fram á glæsta framtíð.“ Skriðuklaustur hlaut nýsköpunarviðurkenningu Venju samkvæmt tilnefndi dómnefnd nýsköpunarverðlaunanna fyrirtæki sem hlaut Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar. Skriðuklaustur í Fljótsdal hlaut viðurkenninguna í ár, en klaustrið hefur um langt árabil verið vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi. Umsögn dómnefndar: „Skriðuklaustur er sögustaður með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Minjar klaustursins voru grafnar upp á árunum 2002-2012 í einni umfangsmestu fornleifarannsókn síðari ára. Á Skriðuklaustri stendur líka herragarðshúsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson byggði árið 1939 þegar hann sneri heim eftir 30 ára dvöl í Danmörku. Í Gunnarshúsi er sýning um klaustrið og safn um Gunnar skáld með persónulegri leiðsögn fyrir gesti. Þar er jafnframt hið rómaða veitingahús Klausturkaffi. Undanfarin ár hafa forstöðumenn Skriðuklausturs unnið að stafrænni þróun sýninganna t.d. með leikjavæðingu safnsins. Verkefnið varð til í gegn um Evrópuverkefni sem snerist um að búa til verkfærakistu fyrir menningarsetur til að minnka kostnað við að búa til sinn eigin sýndarveruleika. Gestum gefst nú tækifæri til þess að ganga um miðaldraklaustrið, eins og staðarhaldarar telja að það hafi litið út samkvæmt heimildum og minjum, með hjálp sýndarveruleika. Nýjasta viðbótin er „Uggi litli“, sem er persóna úr einni af sögum Gunnars Gunnarssonar. Viðbótin er svokallað „augmented reality“ (aukinn veruleiki) þar sem gestir notast við símana sína til þess að skyggnast betur inn í lífið á Skriðuklaustri og kynnast betur höfundinum Gunnari Gunnarssyni og verkum hans.“ Verðlaunin afhent í 20. skipti Dómnefnd Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar skipuðu Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF sem jafnframt var formaður dómnefndar, Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, og Eyþór Ívar Jónsson, stofnandi og forseti Akademias. Tilnefningarnar til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar endurspegla mikla grósku og nýsköpun í ferðaþjónustu um allt land. Hugmyndaauðgi, stórhugur og fagmennska einkennir mörg þau fyrirtæki sem tilnefnd voru. Nefndarmenn voru þó einróma um að handhafi verðlaunanna í ár sé Pink Iceland. Í ár bárust alls 34 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin. Er þetta í 20. skipti sem Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru afhent, en verðlaunahafar til þessa hafa verið: 2023 – Pink Iceland 2022 – Vök Baths 2021 – Icelandic Lava Show 2020 – Íslensk ferðaþjónusta í heild 2019 – Sjóböðin Húsavík 2018 – Bjórböðin á Árskógssandi 2017 – Friðheimar í Bláskógabyggð 2016 – Óbyggðasetur Íslands 2015 – Into The Glacier 2014 – Gestastofan Þorvaldseyri 2013 – Saga Travel 2012 – Pink Iceland 2011 – KEX hostel 2010 – Íslenskir fjallaleiðsögumenn 2009 – Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit 2008 – Menningarsetrið Þórbergssetur, Hala í Suðursveit 2007 – Norðursigling – Húsavík 2006 – Landnámssetur Íslands 2005 – Adrenalín.is, VEG Guesthouse á Suðureyri og Fjord Fishing 2004 – Sel Hótel Mývatn og Hótel Aldan Nýsköpun Ferðamennska á Íslandi Hinsegin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin með viðhöfn fyrir fullum sal en rúmlega 400 manns tóku þátt í ráðstefnunni. SAF afhenda Nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan samtakanna til nýsköpunar og vöruþróunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í tuttugasta skipti sem SAF veita Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar en þetta árið bárust 34 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin. Verðlaunin skipti miklu máli Pink Iceland var stofnað árið 2011 og átti sannkallaða óskabyrjun því ári síðar hlaut fyrirtækið Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar fyrir þá nýlundu að bjóða upp á ferðaþjónustu sniðna að hinsegin fólki. Er fyrirtækið því að hljóta verðlaunin í annað sinn. „Á þessum tíma vorum við nýbyrjuð að skipuleggja brúðkaup fyrir okkar markhóp en grunaði ekki í hvað stefndi. Í dag, rúmlega 11 árum frá fyrsta brúðkaupi höfum við, ásamt sívaxandi teymi stórkostlegs starfsfólks skipulegt yfir 1000 brúðkaup, þar af 418 á síðustu þremur árum,“ segir Birna Hrönn Björnsdóttir, stofnandi og einn eigenda Pink Iceland. Skriðuklaustur fengu góða viðurkenningu. „Við erum stolt af því að hafa spilað veigamikið hlutvert að setja Ísland á kortið sem áfangastað fyrir brúðkaup sem svo leiddi til þess að í dag getum við verið með 11 manneskjur í fullri vinnu auk fjölda verktaka sem treystir á verkefni frá okkur. Við erum ekki síður stolt af þeim hundruðum milljóna sem starfsemi okkar hefur lagt til í sameinlega sjóði þess fallega lands sem spilar stærstu rulluna í okkar velgengni,“ segir Birna Hrönn. Hún bætir við að það að hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar skipti Pink Iceland gríðarlega miklu máli. „Verðlaunin hvetja okkur til að halda áfram að skapa okkur ný tækifæri, nýjar vörur og nýja markaði. Takk fyrir okkur!“ Skapi einstaka upplifun fyrir brúðhjón Það var samhljóma niðurstaða dómnefndar að Pink Iceland skyldi hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2023. Umsögn dómnefndar: „Þrátt fyrir að Covid 19 hafi kippt undan félaginu rekstrargrundvellinum hefur stjórnendum og starfsmönnum tekist að skapa arðsamt vaxtarfyrirtæki á ný. Frumkvöðlateymið; Eva María, Birna Hrönn og Hannes hafa sagt að þetta tímabil hafi verið líkast því að setja á laggirnar nýtt sprotafyrirtæki. Sérstaða félagsins eru brúðkaup fyrir hinsegin fólk sem kalla á einstakar og óvenjulegar upplifanir. Pink Iceland hefur búið til nýjan markað með nýsköpun í þjónustu og upplifun sem hefur haft margföldunaráhrif út í hagkerfið. Á meðan flest okkar teljum okkur nokkuð góð að hafa skipulagt eitt slysalaust brúðkaup þá hefur Pink Iceland skipulagt fleiri en þúsund brúðkaup á Íslandi. Hvert og eitt þeirra er einstök upplifun. Endurgjöf viðskiptavina er frábær sem gerir það að verkum að Ísland og Pink Iceland eiga stað og stund í hjarta brúðhjóna og gesta frá öllum heimshornum. Pink Iceland hlaut þessi verðlaun einnig árið 2012 en með því að finna sig upp á nýtt og skapa landi og þjóð mikil verðmæti á félagið ekkert minna skilið en að hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar aftur rétt rúmum tíu árum síðar. Ef næstu tíu ár verða eitthvað líkingu við þá nýsköpun sem hefur orðið til hjá félaginu á síðustu tíu árum horfir íslensk ferðaþjónusta fram á glæsta framtíð.“ Skriðuklaustur hlaut nýsköpunarviðurkenningu Venju samkvæmt tilnefndi dómnefnd nýsköpunarverðlaunanna fyrirtæki sem hlaut Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar. Skriðuklaustur í Fljótsdal hlaut viðurkenninguna í ár, en klaustrið hefur um langt árabil verið vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi. Umsögn dómnefndar: „Skriðuklaustur er sögustaður með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Minjar klaustursins voru grafnar upp á árunum 2002-2012 í einni umfangsmestu fornleifarannsókn síðari ára. Á Skriðuklaustri stendur líka herragarðshúsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson byggði árið 1939 þegar hann sneri heim eftir 30 ára dvöl í Danmörku. Í Gunnarshúsi er sýning um klaustrið og safn um Gunnar skáld með persónulegri leiðsögn fyrir gesti. Þar er jafnframt hið rómaða veitingahús Klausturkaffi. Undanfarin ár hafa forstöðumenn Skriðuklausturs unnið að stafrænni þróun sýninganna t.d. með leikjavæðingu safnsins. Verkefnið varð til í gegn um Evrópuverkefni sem snerist um að búa til verkfærakistu fyrir menningarsetur til að minnka kostnað við að búa til sinn eigin sýndarveruleika. Gestum gefst nú tækifæri til þess að ganga um miðaldraklaustrið, eins og staðarhaldarar telja að það hafi litið út samkvæmt heimildum og minjum, með hjálp sýndarveruleika. Nýjasta viðbótin er „Uggi litli“, sem er persóna úr einni af sögum Gunnars Gunnarssonar. Viðbótin er svokallað „augmented reality“ (aukinn veruleiki) þar sem gestir notast við símana sína til þess að skyggnast betur inn í lífið á Skriðuklaustri og kynnast betur höfundinum Gunnari Gunnarssyni og verkum hans.“ Verðlaunin afhent í 20. skipti Dómnefnd Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar skipuðu Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF sem jafnframt var formaður dómnefndar, Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, og Eyþór Ívar Jónsson, stofnandi og forseti Akademias. Tilnefningarnar til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar endurspegla mikla grósku og nýsköpun í ferðaþjónustu um allt land. Hugmyndaauðgi, stórhugur og fagmennska einkennir mörg þau fyrirtæki sem tilnefnd voru. Nefndarmenn voru þó einróma um að handhafi verðlaunanna í ár sé Pink Iceland. Í ár bárust alls 34 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin. Er þetta í 20. skipti sem Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru afhent, en verðlaunahafar til þessa hafa verið: 2023 – Pink Iceland 2022 – Vök Baths 2021 – Icelandic Lava Show 2020 – Íslensk ferðaþjónusta í heild 2019 – Sjóböðin Húsavík 2018 – Bjórböðin á Árskógssandi 2017 – Friðheimar í Bláskógabyggð 2016 – Óbyggðasetur Íslands 2015 – Into The Glacier 2014 – Gestastofan Þorvaldseyri 2013 – Saga Travel 2012 – Pink Iceland 2011 – KEX hostel 2010 – Íslenskir fjallaleiðsögumenn 2009 – Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit 2008 – Menningarsetrið Þórbergssetur, Hala í Suðursveit 2007 – Norðursigling – Húsavík 2006 – Landnámssetur Íslands 2005 – Adrenalín.is, VEG Guesthouse á Suðureyri og Fjord Fishing 2004 – Sel Hótel Mývatn og Hótel Aldan
Nýsköpun Ferðamennska á Íslandi Hinsegin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira