Reykjavíkurborg leiðandi í húsnæðisuppbyggingu Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2023 07:31 Tryggt þak yfir höfuðið er undirstaða daglegs lífs, það veitir öryggi og skjól sem öllum er lífsnauðsynlegt. Núna í vetrarbyrjun voru 2.853 íbúðir í byggingu í Reykjavík og fjölgar um rúmlega 12% milli ára, 2.884 íbúðir eru í samþykktar í deiliskipulagi og 2565 á byggingarhæfum lóðum. Í skipulagsferli eru rúmlega 9500 íbúðir og gert er ráð fyrir rúmlega 5.600 íbúðum á þróunarsvæðum. Síðustu fimm árin hafa risið, skv. talnavef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, í Reykjavík rúmlega 5600 íbúðir víðsvegar um borgina. Þegar þróun höfuðborgarsvæðisins fyrir sama tímabil er rýnd til samanburðar sést að byggðar hafa verið rúmlega 1600 íbúðir í Kópavogi, tæplega 1900 í Garðabæ, tæplega 1800 í Hafnarfirði, 33 á Seltjarnarnesi og rúmlega 500 í Mosfellsbæ samtals rúmlega 5800 íbúðir. Þegar aðrir landshlutar eru teknir saman þá hafa verið byggðar frá árinu 2018 rúmlega 6500 íbúðir. Hagkvæmt húsnæði fyrir ólíka hópa Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Á liðnum árum hafa risið tíu þúsund íbúðir risið, þar af 2123 með stofnframlögum. Við erum að tala um íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og ungt fólk, námsmenn, búseturéttaríbúðir, almennar leiguíbúðir, félagslegar leiguíbúðir og íbúðir fyrir aldraða. Gert er ráð fyrir 5600 íbúðum til viðbótar næsta áratuginn. Til samanburðar er áhugavert að skoða tölur frá Húsnæðis- og mannvirkistofnunar og úthlutanir stofnframlaga til sveitarfélaganna í kringum okkur en frá árinu 2016 hafa verið byggðar 72 íbúðir í Kópavogi, 31 í Garðabæ, 204 í Hafnarfirði, 33 á Seltjarnarnesi, 19 í Mosfellsbæ samtals 359 íbúðir. Það er ótrúlegt að á 7 árum hafa risið færri íbúðir í þessum sveitarfélögum en byggðar voru í Reykjavík á síðasta ári. Samtök iðnaðarins án samfélagslegrar ábyrgðar Í umræðu síðustu missera hefur heyrist hátt í Samtökum iðnaðarins en þau telja að uppbygging íbúða stefni í ranga átt, draga þurfi úr stofnframlögum því þau ýti undir leigumarkað en ekki séreignastefnu. Þau beini uppbyggingu íbúða til í óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Samtökunum virðist þykja það slæmt að ríki og sveitarfélög ýti undir uppbyggingu leiguíbúða. En uppbygging hagkvæms húsnæðis fyrir ólíka hópa er þarft og mikilvægt leið til að skapa fólkinu sem hér býr og starfar öruggt húsaskjól. Óhagnaðardrifin húsnæðisfélög eru lykilaðilar í því árferði sem við lifum við nú á dögum. Reynslan hefur sýnt að slík félög byggja um leið og lóð er úthlutað – enda er markmiðið ekki hagnaður heldur að tryggja öruggt húsnæði fyrir sitt fólk. Viðhorf Samtaka iðnaðarins eru með ólíkindum þegar haft er í huga hvað öruggt og got húsnæði er mikilvægt fyrir okkur öll sér í lagi þegar húsnæði er hornsteinn í grunnþörf mannsins, tryggir í festu í hversdagsleikanum. Verktakar á valdi skammtímahugsunar Einkennileg sýn verktaka hefur líka verið áberandi síðustu misseri. Staðlausar fullyrðingar um að engar lóðir séu til, að þéttingarreitir séu óraunhæf lausn, of fáar íbúðir fást úr þéttingunni, verktakar geti ekki gengið að lóðunum, þær séu ekki nægilega margar og enginn geti gert hlutina jafn hratt og verktakar. Nú sé þörf á að brjóta nýtt land undir nýja byggð. Annað hefur komið á daginn. Það sést á þeirri gríðarlegu uppbyggingu á sem hefur á sér stað á þéttingareitum í borginni undanfarin ár. Það hefur til að mynda komið í ljós að fjárfestar hafa mikla tiltrú á þróunarásum Borgarlínu. Markaðurinn hefur trú á samvinnu Ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hefur trú á Samgöngusáttmálann, hefur trú á þéttingu byggðar í gegnum aðalskipulag Reykjavíkur og Svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins. Það er sýnin sem nú ræður för á húsnæðismarkaðnum. Framtíðarborgin hefur tekið á sig mynd, lagður hefur verið grunnur að samfélagi sem byggir á fjölbreyttari samgöngumátum og fylgir ábyrgri stefnu í loftslagsmálum í anda Græna plansins. Þétting byggðar er lífsgæða- og loftslagsmál Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar, innviði þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar og samgangna. Sjálfbærri og vistvænni borg er markmiðið. Þétting byggðar er loftslagsmál því þéttingin býður upp á nýja lausn í samgöngum, vistvænum og fjölbreyttum ferðamálum. Vegalengdir til og frá vinnu, skóla og þjónustu styttast – minni umferð, minna svifryk, betri loftgæði. Þannig sparast ekki bara tími heldur líka fjárfesting við uppbyggingu nýrra umferðarmannvirkja. Það er dýrt að brjóta nýtt land og ekkert er til sem heitir ódýrar lóðir. Því virkar málflutningur Samtaka iðnaðarins og fáeinna verktaka eins og vandræðaleg tilraun til að tala uppbyggingu síðustu ára niður, gera lítið úr þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg hefur endurreist félagslega húsnæðiskerfið, hefur leitt uppbyggingu húsnæðis á landsvísu og er með skýra framtíðarsýn. Reykjavík dregur vagninn. Við getum verið stolt af því! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Húsnæðismál Umhverfismál Samgöngur Borgarlína Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Tryggt þak yfir höfuðið er undirstaða daglegs lífs, það veitir öryggi og skjól sem öllum er lífsnauðsynlegt. Núna í vetrarbyrjun voru 2.853 íbúðir í byggingu í Reykjavík og fjölgar um rúmlega 12% milli ára, 2.884 íbúðir eru í samþykktar í deiliskipulagi og 2565 á byggingarhæfum lóðum. Í skipulagsferli eru rúmlega 9500 íbúðir og gert er ráð fyrir rúmlega 5.600 íbúðum á þróunarsvæðum. Síðustu fimm árin hafa risið, skv. talnavef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, í Reykjavík rúmlega 5600 íbúðir víðsvegar um borgina. Þegar þróun höfuðborgarsvæðisins fyrir sama tímabil er rýnd til samanburðar sést að byggðar hafa verið rúmlega 1600 íbúðir í Kópavogi, tæplega 1900 í Garðabæ, tæplega 1800 í Hafnarfirði, 33 á Seltjarnarnesi og rúmlega 500 í Mosfellsbæ samtals rúmlega 5800 íbúðir. Þegar aðrir landshlutar eru teknir saman þá hafa verið byggðar frá árinu 2018 rúmlega 6500 íbúðir. Hagkvæmt húsnæði fyrir ólíka hópa Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Á liðnum árum hafa risið tíu þúsund íbúðir risið, þar af 2123 með stofnframlögum. Við erum að tala um íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og ungt fólk, námsmenn, búseturéttaríbúðir, almennar leiguíbúðir, félagslegar leiguíbúðir og íbúðir fyrir aldraða. Gert er ráð fyrir 5600 íbúðum til viðbótar næsta áratuginn. Til samanburðar er áhugavert að skoða tölur frá Húsnæðis- og mannvirkistofnunar og úthlutanir stofnframlaga til sveitarfélaganna í kringum okkur en frá árinu 2016 hafa verið byggðar 72 íbúðir í Kópavogi, 31 í Garðabæ, 204 í Hafnarfirði, 33 á Seltjarnarnesi, 19 í Mosfellsbæ samtals 359 íbúðir. Það er ótrúlegt að á 7 árum hafa risið færri íbúðir í þessum sveitarfélögum en byggðar voru í Reykjavík á síðasta ári. Samtök iðnaðarins án samfélagslegrar ábyrgðar Í umræðu síðustu missera hefur heyrist hátt í Samtökum iðnaðarins en þau telja að uppbygging íbúða stefni í ranga átt, draga þurfi úr stofnframlögum því þau ýti undir leigumarkað en ekki séreignastefnu. Þau beini uppbyggingu íbúða til í óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Samtökunum virðist þykja það slæmt að ríki og sveitarfélög ýti undir uppbyggingu leiguíbúða. En uppbygging hagkvæms húsnæðis fyrir ólíka hópa er þarft og mikilvægt leið til að skapa fólkinu sem hér býr og starfar öruggt húsaskjól. Óhagnaðardrifin húsnæðisfélög eru lykilaðilar í því árferði sem við lifum við nú á dögum. Reynslan hefur sýnt að slík félög byggja um leið og lóð er úthlutað – enda er markmiðið ekki hagnaður heldur að tryggja öruggt húsnæði fyrir sitt fólk. Viðhorf Samtaka iðnaðarins eru með ólíkindum þegar haft er í huga hvað öruggt og got húsnæði er mikilvægt fyrir okkur öll sér í lagi þegar húsnæði er hornsteinn í grunnþörf mannsins, tryggir í festu í hversdagsleikanum. Verktakar á valdi skammtímahugsunar Einkennileg sýn verktaka hefur líka verið áberandi síðustu misseri. Staðlausar fullyrðingar um að engar lóðir séu til, að þéttingarreitir séu óraunhæf lausn, of fáar íbúðir fást úr þéttingunni, verktakar geti ekki gengið að lóðunum, þær séu ekki nægilega margar og enginn geti gert hlutina jafn hratt og verktakar. Nú sé þörf á að brjóta nýtt land undir nýja byggð. Annað hefur komið á daginn. Það sést á þeirri gríðarlegu uppbyggingu á sem hefur á sér stað á þéttingareitum í borginni undanfarin ár. Það hefur til að mynda komið í ljós að fjárfestar hafa mikla tiltrú á þróunarásum Borgarlínu. Markaðurinn hefur trú á samvinnu Ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hefur trú á Samgöngusáttmálann, hefur trú á þéttingu byggðar í gegnum aðalskipulag Reykjavíkur og Svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins. Það er sýnin sem nú ræður för á húsnæðismarkaðnum. Framtíðarborgin hefur tekið á sig mynd, lagður hefur verið grunnur að samfélagi sem byggir á fjölbreyttari samgöngumátum og fylgir ábyrgri stefnu í loftslagsmálum í anda Græna plansins. Þétting byggðar er lífsgæða- og loftslagsmál Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar, innviði þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar og samgangna. Sjálfbærri og vistvænni borg er markmiðið. Þétting byggðar er loftslagsmál því þéttingin býður upp á nýja lausn í samgöngum, vistvænum og fjölbreyttum ferðamálum. Vegalengdir til og frá vinnu, skóla og þjónustu styttast – minni umferð, minna svifryk, betri loftgæði. Þannig sparast ekki bara tími heldur líka fjárfesting við uppbyggingu nýrra umferðarmannvirkja. Það er dýrt að brjóta nýtt land og ekkert er til sem heitir ódýrar lóðir. Því virkar málflutningur Samtaka iðnaðarins og fáeinna verktaka eins og vandræðaleg tilraun til að tala uppbyggingu síðustu ára niður, gera lítið úr þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg hefur endurreist félagslega húsnæðiskerfið, hefur leitt uppbyggingu húsnæðis á landsvísu og er með skýra framtíðarsýn. Reykjavík dregur vagninn. Við getum verið stolt af því! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun