Gunnar Bragi ráðgjafi Miðflokksins en ekki kominn aftur í pólitík Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2023 13:17 Gunnar Bragi sat á Alþingi í rúman áratug, en hann segist ekki vera að snúa aftur í pólitík. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið skráður sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Sjálfur vill hann meina að hann sé í raun ekki snúinn aftur í pólitíkina. Um sé að ræða tímabundið verkefni fyrir flokkinn. „Ég er ráðinn þarna inn í þrjá mánuði í ákveðið verkefni,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi, en hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi. Gunnar segir verkefnið hjá Miðflokknum ekki vera fullt starf. Hann muni sinna ráðgjöf varðandi ýmis mál, þar á meðal þingmál. Þetta sé þó að einhverju leiti óljóst að svo stöddu og sé að miklu leyti í höndum þingmanna Miðflokksins: Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Ferill Gunnars sem þingmanns spannaði um það bil tólf ár. Hann byrjaði hjá Framsóknarflokknum árið 2009 og var þar til ársins 2017. Á meðan hann var í Framsókn gegndi Gunnar embætti utanríkisráðherra, og varð síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Árið 2017 færði Gunnar sig yfir í Miðflokkinn og sat á þingi fyrir hann. Hann ákvað árið 2021 að bjóða sig ekki aftur fram. Í kjölfarið var greint frá því að Gunnar hefði verið tímabundin ráðin í starf sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Í samtali við Kjarnann í byrjun síðasta árs um lífið eftir pólitík sagði Gunnar Bragi það „æðislegt“. Aðspurður um hvort það eigi enn við svaraði Gunnar játandi. Miðflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Sjálfur vill hann meina að hann sé í raun ekki snúinn aftur í pólitíkina. Um sé að ræða tímabundið verkefni fyrir flokkinn. „Ég er ráðinn þarna inn í þrjá mánuði í ákveðið verkefni,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi, en hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi. Gunnar segir verkefnið hjá Miðflokknum ekki vera fullt starf. Hann muni sinna ráðgjöf varðandi ýmis mál, þar á meðal þingmál. Þetta sé þó að einhverju leiti óljóst að svo stöddu og sé að miklu leyti í höndum þingmanna Miðflokksins: Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Ferill Gunnars sem þingmanns spannaði um það bil tólf ár. Hann byrjaði hjá Framsóknarflokknum árið 2009 og var þar til ársins 2017. Á meðan hann var í Framsókn gegndi Gunnar embætti utanríkisráðherra, og varð síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Árið 2017 færði Gunnar sig yfir í Miðflokkinn og sat á þingi fyrir hann. Hann ákvað árið 2021 að bjóða sig ekki aftur fram. Í kjölfarið var greint frá því að Gunnar hefði verið tímabundin ráðin í starf sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Í samtali við Kjarnann í byrjun síðasta árs um lífið eftir pólitík sagði Gunnar Bragi það „æðislegt“. Aðspurður um hvort það eigi enn við svaraði Gunnar játandi.
Miðflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira