Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2023 09:09 Frá Mjóafirði. Séð yfir Brekkuþorp. Einar Árnason Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. „Við undirrituð skorum á samgönguyfirvöld að Fjarðagöng Seyðisfjörður/Mjóifjörður/Neskaupstaður verði sett í forgang á samgönguáætlun,“ segir í texta undirskriftalistans. Söfnunin fer fram á vefsíðunni Ísland.is. Ábyrgðarmaður er Erlendur Magnús Jóhannsson. Fjarðagöng, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð, skapa hringleið milli stærstu byggða Mið-Austurlands. Með þessari leið fengju Seyðfirðingar jafnframt láglendistengingu við hringveginn.GRAFÍK/SARA RUT FANNARSDÓTTIR Í tilkynningu frá Erlendi segir að á Facebook-síðunni Jarðgöng á Austurlandi hafi komið fram að mikill stuðningur sé við að þessi leið verði valin umfram Fjarðarheiðargöng til að sameina Mið-Austurland og gera það að einu atvinnusvæði og rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar í leiðinni. Sjálfur er Erlendur Mjófirðingur sem búið hefur í Neskaupstað um árabil, að því er fram kemur í héraðsmiðlinum Austurfrétt. Vitnað er í erindi Einars Þorvarðarsonar, fyrrverandi umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar á Austurlandi, til samgönguyfirvalda síðastliðið sumar. Þar segir Einar að góð samstaða virðist almennt vera um að næstu jarðgöng eigi að vera til að losa um einangrun Seyðisfjarðar. Tvennt komi til greina, Fjarðarheiðargöngin eða Fjarðagöngin. Fjarðarheiðargöng tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Í báðum tilfellum losnar fullkomlega um vetrareinangrun og Seyðisfjörður fær láglendistengingu við almenna vegakerfið. Hinsvegar er mikill munur hvað varðar kostnað og samfélagsáhrif. Með allskonar undanbrögðum og sérkennilegum rökum hafa stjórnvöld komið sér undan því að bera þessa kosti saman, nú síðast eins og fram kemur í skýrslu sem Vegagerðin fékk RHA til að gera. Í skýrslunni segir að óþarft sé að bera þessa tvo kosti saman því búið sé að ákveða að ráðast í þá báða!,“ segir Einar. Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT Hann segir að framundan sé hjá Alþingi að taka tillögu að samgönguáætlun til umræðu og afgreiðslu. „Ef sú umræða á að vera vitræn og koma að einhverju gagni verður að liggja fyrir samanburður þessara tveggja kosta hvað varðar kostnað, arðsemi og samfélagsáhrif, ekki hvað síst vegna þess að engar líkur eru til þess að ráðist verði í að framkvæma báða þessa kosti um langa framtíð. Einnig þarf að gera umferðarspá fyrir báða kosti og gera grein fyrir fjármögnun þeirra með tilliti til hugsanlegra vegtolla eins og rætt hefur verið um,“ segir í erindi Einars þar sem hann skorar á samgönguyfirvöld að láta gera þennan samanburð. „Í framhaldinu tel ég rétt að fram fari rækileg kynning á báðum kostum og síðan skoðanakönnun meðal íbúa þeirra sveitarfélaga sem þetta snertir mest, það er Múlaþings og Fjarðabyggðar. Þannig er helst hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu um hvorn kostinn á að velja og skapa þá samstöðu og einingu sem nauðsynleg er, þegar ráðist er í svona viðamiklar framkvæmdir, samstöðu sem stjórnvöldum vegamála hefur ekki tekist hingað til,“ segir í bréfi Einars, sem ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar vitnar til. Fjallað var um þessa tvo valkosti í þættinum Ísland í dag fyrr á árinu: Fjarðabyggð Múlaþing Byggðamál Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð. 23. maí 2023 22:02 Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10 Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
„Við undirrituð skorum á samgönguyfirvöld að Fjarðagöng Seyðisfjörður/Mjóifjörður/Neskaupstaður verði sett í forgang á samgönguáætlun,“ segir í texta undirskriftalistans. Söfnunin fer fram á vefsíðunni Ísland.is. Ábyrgðarmaður er Erlendur Magnús Jóhannsson. Fjarðagöng, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð, skapa hringleið milli stærstu byggða Mið-Austurlands. Með þessari leið fengju Seyðfirðingar jafnframt láglendistengingu við hringveginn.GRAFÍK/SARA RUT FANNARSDÓTTIR Í tilkynningu frá Erlendi segir að á Facebook-síðunni Jarðgöng á Austurlandi hafi komið fram að mikill stuðningur sé við að þessi leið verði valin umfram Fjarðarheiðargöng til að sameina Mið-Austurland og gera það að einu atvinnusvæði og rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar í leiðinni. Sjálfur er Erlendur Mjófirðingur sem búið hefur í Neskaupstað um árabil, að því er fram kemur í héraðsmiðlinum Austurfrétt. Vitnað er í erindi Einars Þorvarðarsonar, fyrrverandi umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar á Austurlandi, til samgönguyfirvalda síðastliðið sumar. Þar segir Einar að góð samstaða virðist almennt vera um að næstu jarðgöng eigi að vera til að losa um einangrun Seyðisfjarðar. Tvennt komi til greina, Fjarðarheiðargöngin eða Fjarðagöngin. Fjarðarheiðargöng tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Í báðum tilfellum losnar fullkomlega um vetrareinangrun og Seyðisfjörður fær láglendistengingu við almenna vegakerfið. Hinsvegar er mikill munur hvað varðar kostnað og samfélagsáhrif. Með allskonar undanbrögðum og sérkennilegum rökum hafa stjórnvöld komið sér undan því að bera þessa kosti saman, nú síðast eins og fram kemur í skýrslu sem Vegagerðin fékk RHA til að gera. Í skýrslunni segir að óþarft sé að bera þessa tvo kosti saman því búið sé að ákveða að ráðast í þá báða!,“ segir Einar. Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT Hann segir að framundan sé hjá Alþingi að taka tillögu að samgönguáætlun til umræðu og afgreiðslu. „Ef sú umræða á að vera vitræn og koma að einhverju gagni verður að liggja fyrir samanburður þessara tveggja kosta hvað varðar kostnað, arðsemi og samfélagsáhrif, ekki hvað síst vegna þess að engar líkur eru til þess að ráðist verði í að framkvæma báða þessa kosti um langa framtíð. Einnig þarf að gera umferðarspá fyrir báða kosti og gera grein fyrir fjármögnun þeirra með tilliti til hugsanlegra vegtolla eins og rætt hefur verið um,“ segir í erindi Einars þar sem hann skorar á samgönguyfirvöld að láta gera þennan samanburð. „Í framhaldinu tel ég rétt að fram fari rækileg kynning á báðum kostum og síðan skoðanakönnun meðal íbúa þeirra sveitarfélaga sem þetta snertir mest, það er Múlaþings og Fjarðabyggðar. Þannig er helst hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu um hvorn kostinn á að velja og skapa þá samstöðu og einingu sem nauðsynleg er, þegar ráðist er í svona viðamiklar framkvæmdir, samstöðu sem stjórnvöldum vegamála hefur ekki tekist hingað til,“ segir í bréfi Einars, sem ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar vitnar til. Fjallað var um þessa tvo valkosti í þættinum Ísland í dag fyrr á árinu:
Fjarðabyggð Múlaþing Byggðamál Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð. 23. maí 2023 22:02 Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10 Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð. 23. maí 2023 22:02
Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10
Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51