Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grundvöllur farsællar framtíðar Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 28. nóvember 2023 08:30 Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að jafnrétti, þar sem allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar. Með tillögu minni um gjaldfrjálsar skólamáltíðir er horft til þess að útvíkka hlutverk matmálstíma í skólum svo þeir verði gagnvirkur hluti af námi þar sem nemendur fræðast um mat og mataræði í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla í heimilisfræði. Þannig verður matur sem borðaður er í skólanum ekki einungis mikilvægur næringar- og orkugjafi heldur einnig hluti af sjálfbærnikennslu, næringarfræði og lífsleikni. Matartímar barna í grunnskólum einkennast því miður oftar en ekki af tímaskorti sem stuðlar ekki að góðum matarvenjum og getur ýtt undir streitu nemenda sem getur leitt til óheilbrigðs sambands við mat, til dæmis í formi átraskana af ýmsum toga. Börn eiga, rétt eins og annað fólk, að geta borðað í ró og notið matarins, jafnframt því að kynnast nýjum matvælum og læra að borða heilsusamlega. Með góðu og heilnæmu umhverfi og næringarríkum skólamáltíðum er hægt að stuðla að góðum matarvenjum og auka matargleði. Matmálstíma má einnig nota sem undirstöðu í kennsluefni um sjálfbærni, svo sem um það hvaðan maturinn kemur, hvernig hann er ræktaður, hvernig vinna má gegn matarsóun og nýta afganga í moltugerð. Upplýsingar um framleiðslu og matarsóun eru mikilvægur þáttur í bættum matarvenjum. Þannig má auka þekkingu nemenda og meðvitund um áhrif daglegrar neyslu tiltekinna fæðutegunda, neyslumynstur, uppruna matvæla og heilnæmi matar, en þetta eru lykilþættir í því að móta ábyrga neytendur framtíðarinnar ásamt því að kenna börnum að huga að heilsu sinni til langframa. Þá er að sjálfsögðu mikilvægt að fyrirbyggja að gripið verði til þess að nota unna, ódýrari matvöru til að framleiða skólamáltíðir. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla hefur þar verið lögð á að öll börn ættu að fá mat, að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði. Sjónarmið dýravelferðar hafa einnig komið fram í áherslum barnaþinga og einnig vilja nemendur fá að hafa aðkomu að ákvörðunum um hvað er í matinn í skólanum. Í skýrslu norskra heilbrigðisyfirvalda um áhrif endurgjaldslausra skólamáltíða kemur m.a. fram að jákvæð áhrif megi greina með tilliti til bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Samkvæmt annarri norskri rannsókn jókst neysla nemenda á hollum mat, sérstaklega þeirra með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði í heilsu. Næring er þýðingarmikil fyrir þroska nemenda og starfsorku. Börn sem eru vel nærð og sæl hljóta að njóta skólagöngu sinnar betur. Skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu aðstandenda þeirra. Þau eiga að hafa skýlausan rétt til að njóta þeirrar líkamlegu, ekki síður en andlegu, næringar sem samfélagið er sammála um að sé forsenda lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að jafnrétti, þar sem allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar. Með tillögu minni um gjaldfrjálsar skólamáltíðir er horft til þess að útvíkka hlutverk matmálstíma í skólum svo þeir verði gagnvirkur hluti af námi þar sem nemendur fræðast um mat og mataræði í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla í heimilisfræði. Þannig verður matur sem borðaður er í skólanum ekki einungis mikilvægur næringar- og orkugjafi heldur einnig hluti af sjálfbærnikennslu, næringarfræði og lífsleikni. Matartímar barna í grunnskólum einkennast því miður oftar en ekki af tímaskorti sem stuðlar ekki að góðum matarvenjum og getur ýtt undir streitu nemenda sem getur leitt til óheilbrigðs sambands við mat, til dæmis í formi átraskana af ýmsum toga. Börn eiga, rétt eins og annað fólk, að geta borðað í ró og notið matarins, jafnframt því að kynnast nýjum matvælum og læra að borða heilsusamlega. Með góðu og heilnæmu umhverfi og næringarríkum skólamáltíðum er hægt að stuðla að góðum matarvenjum og auka matargleði. Matmálstíma má einnig nota sem undirstöðu í kennsluefni um sjálfbærni, svo sem um það hvaðan maturinn kemur, hvernig hann er ræktaður, hvernig vinna má gegn matarsóun og nýta afganga í moltugerð. Upplýsingar um framleiðslu og matarsóun eru mikilvægur þáttur í bættum matarvenjum. Þannig má auka þekkingu nemenda og meðvitund um áhrif daglegrar neyslu tiltekinna fæðutegunda, neyslumynstur, uppruna matvæla og heilnæmi matar, en þetta eru lykilþættir í því að móta ábyrga neytendur framtíðarinnar ásamt því að kenna börnum að huga að heilsu sinni til langframa. Þá er að sjálfsögðu mikilvægt að fyrirbyggja að gripið verði til þess að nota unna, ódýrari matvöru til að framleiða skólamáltíðir. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla hefur þar verið lögð á að öll börn ættu að fá mat, að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði. Sjónarmið dýravelferðar hafa einnig komið fram í áherslum barnaþinga og einnig vilja nemendur fá að hafa aðkomu að ákvörðunum um hvað er í matinn í skólanum. Í skýrslu norskra heilbrigðisyfirvalda um áhrif endurgjaldslausra skólamáltíða kemur m.a. fram að jákvæð áhrif megi greina með tilliti til bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Samkvæmt annarri norskri rannsókn jókst neysla nemenda á hollum mat, sérstaklega þeirra með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði í heilsu. Næring er þýðingarmikil fyrir þroska nemenda og starfsorku. Börn sem eru vel nærð og sæl hljóta að njóta skólagöngu sinnar betur. Skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu aðstandenda þeirra. Þau eiga að hafa skýlausan rétt til að njóta þeirrar líkamlegu, ekki síður en andlegu, næringar sem samfélagið er sammála um að sé forsenda lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun