„Ákveðinn hópur sem ég leitaði til“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 23:24 Guðni Bergsson. vísir/vilhelm Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ, sem sækist nú eftir kjöri á ný, kveðst fullur af orku til að halda áfram því starfi sem hann skildi við á sínum tíma. Hann velti fyrir sér framboðinu í nokkrar vikur áður en hann lét slag standa. „Ég get ekki sagt að þetta hafi verið skyndiákvörðun, ég velti þessu fyrir mér í nokkrar vikur þegar það fréttist að Vanda Sigurgeirsdóttir myndi mögulega ekki halda áfram sem formaður. Í kjölfarið á þeirri ákvörðun settu sig margir í samband við mig og skoruðu á mig að bjóða mig fram. Ég lagðist yfir þetta og eftir samráð við fjölskyldu og vini lét ég slag standa,“ segir Guðni í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni sem heimstótti Guðna. „Fótboltinn er auðvtiað aldrei langt undan í manns lífi,“ bætir Guðni við. Hann segist hafa leitað til nokkurra innan hreyfingarinnar áður en hann tók ákvörðun um framboð. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður tilkynnti það í upphafi nóvembermánaðar að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Ýmislegt breyst „Það var ákveðinn hópur sem ég leitaði til þar sem ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þetta að mér. Þó maður hafi verið frá fótboltanum í formlegum störfum í einhvern tíma, þá er ég ásamt góðum félögum með Knattspyrnuakademíu Íslands og tengist auðvitað mörgum fótboltamanninum og mínum gömlu félögum í Val, Bolton og Tottenham erlendis. Þá hef ég verið í þróunarverkefnum erlendis sem tengjast fótboltanum“ segir Guðni. Hann tekur undir það að ýmislegt hafi breyst á síðustu árum og frá því að hann var í atvinnumennsku sjálfur. Guðni fer fögrum orðum um knattspyrnuhreyfinguna hérlendis. „Yngri flokka starfið er nánast hvergi annars staðar eins gott og hér. Við erum að reka grasrótarstarf samhliða afreksstarfinu. Ég held að það sé vel á þessu starfi haldið, og miðað við höfðatölu erum við að skila af okkur hreint ótrúlega góðu knattspyrnufólki.“ Kominn tími á að endurnýja Um meistaraflokksknattspyrnu segir Guðni: „Deildarkeppnin er gríðarlega viðamikil, mikið um sjónvarp, mikil hlaðvarpsumræða. Það er mikil gróska og það koma breytingar sem flestar eru jákvæðar. Það er okkar verkefni að byggja félögunum aðstöðu við hæfi, og núna landsliðinu og félagsliðum varðandi okkar þjóðarleikvang, sem kominn er tími á að endurnýja. Þó fyrr hefði verið.“ Ársþingið verður haldið í lok febrúar eins og áður segir. „Ég er fullur af orku, krafti og bjartsýni. Ég er tilbúinn að halda áfram því starfi sem ég var í á sínum tíma, og gekk að ég held bara mjög vel með frábæru fólki í hreyfingunni.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Ég get ekki sagt að þetta hafi verið skyndiákvörðun, ég velti þessu fyrir mér í nokkrar vikur þegar það fréttist að Vanda Sigurgeirsdóttir myndi mögulega ekki halda áfram sem formaður. Í kjölfarið á þeirri ákvörðun settu sig margir í samband við mig og skoruðu á mig að bjóða mig fram. Ég lagðist yfir þetta og eftir samráð við fjölskyldu og vini lét ég slag standa,“ segir Guðni í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni sem heimstótti Guðna. „Fótboltinn er auðvtiað aldrei langt undan í manns lífi,“ bætir Guðni við. Hann segist hafa leitað til nokkurra innan hreyfingarinnar áður en hann tók ákvörðun um framboð. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður tilkynnti það í upphafi nóvembermánaðar að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Ýmislegt breyst „Það var ákveðinn hópur sem ég leitaði til þar sem ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þetta að mér. Þó maður hafi verið frá fótboltanum í formlegum störfum í einhvern tíma, þá er ég ásamt góðum félögum með Knattspyrnuakademíu Íslands og tengist auðvitað mörgum fótboltamanninum og mínum gömlu félögum í Val, Bolton og Tottenham erlendis. Þá hef ég verið í þróunarverkefnum erlendis sem tengjast fótboltanum“ segir Guðni. Hann tekur undir það að ýmislegt hafi breyst á síðustu árum og frá því að hann var í atvinnumennsku sjálfur. Guðni fer fögrum orðum um knattspyrnuhreyfinguna hérlendis. „Yngri flokka starfið er nánast hvergi annars staðar eins gott og hér. Við erum að reka grasrótarstarf samhliða afreksstarfinu. Ég held að það sé vel á þessu starfi haldið, og miðað við höfðatölu erum við að skila af okkur hreint ótrúlega góðu knattspyrnufólki.“ Kominn tími á að endurnýja Um meistaraflokksknattspyrnu segir Guðni: „Deildarkeppnin er gríðarlega viðamikil, mikið um sjónvarp, mikil hlaðvarpsumræða. Það er mikil gróska og það koma breytingar sem flestar eru jákvæðar. Það er okkar verkefni að byggja félögunum aðstöðu við hæfi, og núna landsliðinu og félagsliðum varðandi okkar þjóðarleikvang, sem kominn er tími á að endurnýja. Þó fyrr hefði verið.“ Ársþingið verður haldið í lok febrúar eins og áður segir. „Ég er fullur af orku, krafti og bjartsýni. Ég er tilbúinn að halda áfram því starfi sem ég var í á sínum tíma, og gekk að ég held bara mjög vel með frábæru fólki í hreyfingunni.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40