Frumsýning á Vísi: Jólatónlistarmyndband Más og Ladda Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2023 11:50 Tónlistarmyndbandið við lagið Mér finnst ég bara eiga það skilið kom út í dag. Már Gunnarsson Óympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson og skemmtikrafturinn Laddi hafa tekið höndum saman við gerð jólalagsins Mér finnst ég bara eiga það skilið. Tónlistarmyndband við lagið frumsýna þeir í dag. Lagið kom út í lok októbermánaðar en nú hafa Már og Laddi slegið í tónlistarmyndband við það. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lagið er eftir Má og textinn eftir Tómas Eyjólfsson. „Ég samdi þetta lag fyrir stuttu síðan og mér leið rosalega mikið eins og þetta ætti að vera jólalag,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann og Laddi kynntust fyrir tveimur árum þegar sá síðarnefndi lék í tónlistarmyndbandi við lag Más Vinurinn vor. „Og ég heyrði Ladda bara svo ofboðslega mikið fyrir mér í þessu lagi,“ segir Már. Hann segir Ladda hafa verið meira en til í að vinna með honum að útgáfunni. „Sem er náttúrlega bara gríðarlegur heiður fyrir mig,“ segir Már. Fjallar um að líta á björtu hliðarnar Már segist fyrst hafa átt í vandræðum með hvernig jólalag hann vildi semja. Búið sé að semja jólalög um svo margt. „Það sem mér fannst vanta í umræðuna var bara: Hey! Jólin geta bara verið ótrúlega erfið fyrir rosalega marga,“ segir Már. Hann segir að lagið fjalla um að þrátt fyrir að lífið sé stundum erfitt þá megi alltaf líta á björtu hliðarnar og gera sér glaðan dag. Öll eigum við skilið að komast í hátíðarskap um jólin. „Og meginskilaboðin eru bara, mér finnst ég eiga það skilið.“ Jólalagið er svo sannarlega ekki það fyrsta sem Már gefur út en hann og Ísold systir hans sigruðu Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2019 með laginu Jólaósk. Már og Laddi auk hljóðfæaraleikara lagsins. Már Gunnarsson „Mér þykir líka svo vænt um þetta því ég er með stórkostlega hljóðfæraleikara með mér í þessu,“ segir Már. Hann segir nokkra færustu hljóðfæraleikara landsins auk strengjakvartetts úr Royal Northern College of Music í Manchester, þar sem hann lærir, hafa spilað inn á upptökuna. „Þannig að þetta er svolítið svona alþjóðlegt hjá okkur. Við erum bæði með íslenska hljóðfæraleikara og heimsklassa strengjasveit frá Manchester og svo eru líka ég og Laddi,“ segir Már. Hægt er að hlusta á lagið á Spotify hér. Tónlist Jól Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Lagið kom út í lok októbermánaðar en nú hafa Már og Laddi slegið í tónlistarmyndband við það. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lagið er eftir Má og textinn eftir Tómas Eyjólfsson. „Ég samdi þetta lag fyrir stuttu síðan og mér leið rosalega mikið eins og þetta ætti að vera jólalag,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann og Laddi kynntust fyrir tveimur árum þegar sá síðarnefndi lék í tónlistarmyndbandi við lag Más Vinurinn vor. „Og ég heyrði Ladda bara svo ofboðslega mikið fyrir mér í þessu lagi,“ segir Már. Hann segir Ladda hafa verið meira en til í að vinna með honum að útgáfunni. „Sem er náttúrlega bara gríðarlegur heiður fyrir mig,“ segir Már. Fjallar um að líta á björtu hliðarnar Már segist fyrst hafa átt í vandræðum með hvernig jólalag hann vildi semja. Búið sé að semja jólalög um svo margt. „Það sem mér fannst vanta í umræðuna var bara: Hey! Jólin geta bara verið ótrúlega erfið fyrir rosalega marga,“ segir Már. Hann segir að lagið fjalla um að þrátt fyrir að lífið sé stundum erfitt þá megi alltaf líta á björtu hliðarnar og gera sér glaðan dag. Öll eigum við skilið að komast í hátíðarskap um jólin. „Og meginskilaboðin eru bara, mér finnst ég eiga það skilið.“ Jólalagið er svo sannarlega ekki það fyrsta sem Már gefur út en hann og Ísold systir hans sigruðu Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2019 með laginu Jólaósk. Már og Laddi auk hljóðfæaraleikara lagsins. Már Gunnarsson „Mér þykir líka svo vænt um þetta því ég er með stórkostlega hljóðfæraleikara með mér í þessu,“ segir Már. Hann segir nokkra færustu hljóðfæraleikara landsins auk strengjakvartetts úr Royal Northern College of Music í Manchester, þar sem hann lærir, hafa spilað inn á upptökuna. „Þannig að þetta er svolítið svona alþjóðlegt hjá okkur. Við erum bæði með íslenska hljóðfæraleikara og heimsklassa strengjasveit frá Manchester og svo eru líka ég og Laddi,“ segir Már. Hægt er að hlusta á lagið á Spotify hér.
Tónlist Jól Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira