Of snemmt að ræða það að hleypa Grindvíkingum heim Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. nóvember 2023 21:50 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru til Grindavíkur í dag að meta aðstæður þar. Jarðeðlisfræðingur segir sláandi að sjá hvernig jarðhræringar hafa farið með heimili Grindvíkinga. Þá segir hann of snemmt að ræða það að hleypa íbúum aftur heim. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, var einn þeirra vísandamanna sem fóru inn í Grindavík í dag. Hann segir að markmiðið hafi fyrst og fremst verið að ræða við viðbragðsaðila á svæðinu og sjá ummerki eftir jarðhræringarnar þar undanfarið. „Það var pínu erfitt að horfa upp á skemmdirnar og sjá hvernig þetta fer með heimili fólks. Þetta var svolítið sláandi,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sýndi einnig jarðhræringarnar með myndrænum hætti í beinni útsendingu. „Þróunin er sú að við erum að sjá meira og meira landris við Svartsengi. Þá sjáum við merki um virkni við Sundhníksgíga og það er einhver kvika líklega að flæða inn í kvikuganginn.“ Þá segir hann að eldgos gæti enn hafist hvenær sem er og að líklegast sé að það kæmi upp í Svartsengi, milli Hagafells og Sýlingarfells. Atvinnustarfsemi og búseta tvennt ólíkt Í gær hófu ýmis fyrirtæki í Grindavík starfsemi sína á ný í Grindavík og það hélt áfram í dag. Kemur ekki til greina að hleypa íbúum inn aftur nú þegar starfsemi er hafin á ný? „Ég held að það sé of snemmt að fara að ræða það. Við metum þetta náttúrulega frá degi til dags en það er dálítið mikið annað að vera með fólk vakandi á staðnum, sem getur farið, það er hægt að koma því í burtu af staðnum mjög hratt, heldur en að vera með fólk sem sefur þarna og er með alla sína muni. Það er alveg alveg sitt hvor hluturinn og ég held að það verði aðeins að bíða að ræða það að fólk fari að sofa þarna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. 29. nóvember 2023 12:07 Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 29. nóvember 2023 11:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, var einn þeirra vísandamanna sem fóru inn í Grindavík í dag. Hann segir að markmiðið hafi fyrst og fremst verið að ræða við viðbragðsaðila á svæðinu og sjá ummerki eftir jarðhræringarnar þar undanfarið. „Það var pínu erfitt að horfa upp á skemmdirnar og sjá hvernig þetta fer með heimili fólks. Þetta var svolítið sláandi,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sýndi einnig jarðhræringarnar með myndrænum hætti í beinni útsendingu. „Þróunin er sú að við erum að sjá meira og meira landris við Svartsengi. Þá sjáum við merki um virkni við Sundhníksgíga og það er einhver kvika líklega að flæða inn í kvikuganginn.“ Þá segir hann að eldgos gæti enn hafist hvenær sem er og að líklegast sé að það kæmi upp í Svartsengi, milli Hagafells og Sýlingarfells. Atvinnustarfsemi og búseta tvennt ólíkt Í gær hófu ýmis fyrirtæki í Grindavík starfsemi sína á ný í Grindavík og það hélt áfram í dag. Kemur ekki til greina að hleypa íbúum inn aftur nú þegar starfsemi er hafin á ný? „Ég held að það sé of snemmt að fara að ræða það. Við metum þetta náttúrulega frá degi til dags en það er dálítið mikið annað að vera með fólk vakandi á staðnum, sem getur farið, það er hægt að koma því í burtu af staðnum mjög hratt, heldur en að vera með fólk sem sefur þarna og er með alla sína muni. Það er alveg alveg sitt hvor hluturinn og ég held að það verði aðeins að bíða að ræða það að fólk fari að sofa þarna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. 29. nóvember 2023 12:07 Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 29. nóvember 2023 11:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. 29. nóvember 2023 12:07
Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 29. nóvember 2023 11:21