Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2023 23:03 Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. Edda Björk var handtekin á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum en Edda Björk flutti þá til Íslands. Diljá Mist telur mál Eddu Bjarkar mjög sjaldgæft og lagði því fram fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í dag. Í fyrirspurninni spyr hún í fyrsta lagi hversu oft íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir frá byrjun árs 2016 og afhentir öðru ríki á grundvelli handtökuskipunar vegna fyrirhugaðra réttarhalda og í hversu mörgum slíkum tilfellum dagsetning réttarhalda hafi ekki legið fyrir. Edda Björk sagði í yfirlýsingu í gær að hún hefði ekki gefið sig fram við lögreglu hér á landi þar sem dagsetning mögulegra réttarhalda í Noregi hefði ekki verið ákveðin og hún vildi ekki vera framseld í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma. Spyr hvort ríkissaksóknari hafi frestað afhendingu Í öðru lagi spyr Diljá Mist hvort ríkissaksóknari hafi frestað afhendingu íslenskra ríkisborgara. Í lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar segir að þegar endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli norrænnar handtökuskipunar liggur fyrir skuli afhenda eftirlýstan mann innan fimm sólarhringa. Ef eftirlýstur maður hefur ekki samþykkt afhendingu getur hann krafist úrskurðar héraðsdóms um hvort skilyrði laga fyrir afhendingu séu fyrir hendi. Ekki liggur fyrir hvort Edda Björk hafi farið fram á úrskurð héraðsdóms en úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir henni var kveðinn upp í gærkvöldi. Þá segir í lögunum að ríkissaksóknara sé heimilt að fresta afhendingu ef ríkar mannúðarástæður mæla með því. Loks spyr Diljá Mist hvort afhending íslenskra ríkisborgara hafi verið tímabundin samkvæmt umsömdum skilyrðum. Fyrirspurn Diljár Mistar í heild sinni: Hversu oft hafa íslenskir ríkisborgarar verið handteknir frá byrjun árs 2016 og afhentir öðru ríki á grundvelli handtökuskipunar vegna fyrirhugaðra réttarhalda? Í hversu mörgum þessara tilfella lá dagsetning réttarhalda ekki fyrir? Svar óskast sundurliðað eftir ríkjum, þeim afbrotum sem viðkomandi aðilar voru grunaðir um og eftir því hvort dagsetning réttarhalda lá fyrir eða ekki. Hefur ríkissaksóknari frestað afhendingu íslenskra ríkisborgara? Svar óskast sundurliðað eftir ástæðum og eftir ríkjum og afbrotum sem lágu til grundvallar. Hefur afhending íslenskra ríkisborgara verið tímabundin samkvæmt umsömdum skilyrðum? Svar óskast sundurliðað eftir skilyrðum og eftir ríkjum og afbrotum sem lágu til grundvallar. Þingið hefur áhuga á málinu Diljá Mist er ekki fyrst þingmanna til þess að vekja athygli á málinu. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þinginu í dag þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar. Katrín þakkaði Tómasi fyrir spurningarnar og kvaðst munu kynna sér málið betur í ljósi fyrirspurnar hans. Þá tók hún undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Alþingi Lögreglumál Dómsmál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Edda Björk var handtekin á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum en Edda Björk flutti þá til Íslands. Diljá Mist telur mál Eddu Bjarkar mjög sjaldgæft og lagði því fram fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í dag. Í fyrirspurninni spyr hún í fyrsta lagi hversu oft íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir frá byrjun árs 2016 og afhentir öðru ríki á grundvelli handtökuskipunar vegna fyrirhugaðra réttarhalda og í hversu mörgum slíkum tilfellum dagsetning réttarhalda hafi ekki legið fyrir. Edda Björk sagði í yfirlýsingu í gær að hún hefði ekki gefið sig fram við lögreglu hér á landi þar sem dagsetning mögulegra réttarhalda í Noregi hefði ekki verið ákveðin og hún vildi ekki vera framseld í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma. Spyr hvort ríkissaksóknari hafi frestað afhendingu Í öðru lagi spyr Diljá Mist hvort ríkissaksóknari hafi frestað afhendingu íslenskra ríkisborgara. Í lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar segir að þegar endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli norrænnar handtökuskipunar liggur fyrir skuli afhenda eftirlýstan mann innan fimm sólarhringa. Ef eftirlýstur maður hefur ekki samþykkt afhendingu getur hann krafist úrskurðar héraðsdóms um hvort skilyrði laga fyrir afhendingu séu fyrir hendi. Ekki liggur fyrir hvort Edda Björk hafi farið fram á úrskurð héraðsdóms en úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir henni var kveðinn upp í gærkvöldi. Þá segir í lögunum að ríkissaksóknara sé heimilt að fresta afhendingu ef ríkar mannúðarástæður mæla með því. Loks spyr Diljá Mist hvort afhending íslenskra ríkisborgara hafi verið tímabundin samkvæmt umsömdum skilyrðum. Fyrirspurn Diljár Mistar í heild sinni: Hversu oft hafa íslenskir ríkisborgarar verið handteknir frá byrjun árs 2016 og afhentir öðru ríki á grundvelli handtökuskipunar vegna fyrirhugaðra réttarhalda? Í hversu mörgum þessara tilfella lá dagsetning réttarhalda ekki fyrir? Svar óskast sundurliðað eftir ríkjum, þeim afbrotum sem viðkomandi aðilar voru grunaðir um og eftir því hvort dagsetning réttarhalda lá fyrir eða ekki. Hefur ríkissaksóknari frestað afhendingu íslenskra ríkisborgara? Svar óskast sundurliðað eftir ástæðum og eftir ríkjum og afbrotum sem lágu til grundvallar. Hefur afhending íslenskra ríkisborgara verið tímabundin samkvæmt umsömdum skilyrðum? Svar óskast sundurliðað eftir skilyrðum og eftir ríkjum og afbrotum sem lágu til grundvallar. Þingið hefur áhuga á málinu Diljá Mist er ekki fyrst þingmanna til þess að vekja athygli á málinu. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þinginu í dag þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar. Katrín þakkaði Tómasi fyrir spurningarnar og kvaðst munu kynna sér málið betur í ljósi fyrirspurnar hans. Þá tók hún undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.
Alþingi Lögreglumál Dómsmál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55
Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19
Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55