Gallsúr stemning í klefa Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2023 07:31 Mikil óánægja er sögð ríkja með störf Eriks ten Hag á meðal leikmanna Manchester United en ekki fylgir sögunni hvaða leikmenn eru hvað ósáttastir. EPA-EFE/PETER POWELL Miðlar á borð við Sky Sports og ESPN greina frá því að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sé búinn að missa stuðning allt að helmings leikmannahóps síns. Stífar æfingar, hrokafullt leikskipulag og meðferðin á Jadon Sancho er meðal þess sem sagt er valda óánægju. Lið United hefur nú tapað tíu leikjum samtals, eftir 1-0 tapið gegn Newcastle á laugardagskvöld. Liðið tekur á móti Chelsea annað kvöld og fram undan eru leikir við Bournemouth, Bayern München og Liverpool. ESPN segir áhyggjur af því innan United að stemningin í klefanum súrni enn frekar fari þessir leikir illa. Sky Sports segir ljóst að hópur leikmanna United sé óánægður og einn heimildarmanna segir Ten Hag hafa misst 50% búningsklefans. Það sé vegna þess að hann hafi ekki brugðist við áhyggjuröddum leikmanna, og útlegð Sancho spilar einnig inn í. „Við skulum hafa á hreinu að það er mjög auðvelt að sparka í félag þegar illa gengur. Það er auðvelt að sparka í Erik ten Hag þegar hann liggur. Það er mjög auðvelt að segja að hann sé búinn að missa klefann og að leikmenn séu ekki að spila fyrir hann,“ sagði Kaveh Solhekol, fréttastjóri hjá Sky Sports. Ósáttir við leikskipulag, æfingar og meðferðina á Sancho „Samkvæmt mínum upplýsingum eru sumir leikmenn ringlaðir yfir því sem er í gangi. Hann hefur misst hluta af klefanum. Einn segir mér að hann hafi misst um 50 prósent klefans. Fjöldi leikmanna er ósáttur við leikskipulag liðsins. Þeim finnst þeir líka þurfa að æfa of stíft og hlaupi of mikið á æfingum. Mér skilst að leikmennirnir viti ekki til hvers þessi hlaup sé,“ sagði Solhekol og bætti við að leikmenn hefðu reynt að ræða við Ten Hag og deila reynslu sinni frá því að spila fyrir önnur stórlið, og að þeim þætti að hann mætti bregðast betur við því. „Ég hef líka heyrt að leikmenn telji að hann sé of ákveðinn í að gera hlutina eftir sínu höfði og að hann sé of vélrænn,“ sagði Solhekol. Sancho hefur ekki spilað fyrir United síðan í ágúst eftir að hann skrifaði á samfélagsmiðlum að hann hefði verið gerður að blóraböggli í langan tíma hjá félaginu. Solhekol segir þetta valda óánægju hjá nokkrum leikmönnum en Sancho hafi neitað að biðja Ten Hag afsökunar. „Hann æfir með krökkum og þarf að borða einn. Hópi leikmanna finnst þetta of langt gengið. Það eru alltaf einhverjir óánægðir í klefanum en þegar leikirnir tapast þá fjölgar þeim,“ sagði Solhekol. Enski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Sjá meira
Lið United hefur nú tapað tíu leikjum samtals, eftir 1-0 tapið gegn Newcastle á laugardagskvöld. Liðið tekur á móti Chelsea annað kvöld og fram undan eru leikir við Bournemouth, Bayern München og Liverpool. ESPN segir áhyggjur af því innan United að stemningin í klefanum súrni enn frekar fari þessir leikir illa. Sky Sports segir ljóst að hópur leikmanna United sé óánægður og einn heimildarmanna segir Ten Hag hafa misst 50% búningsklefans. Það sé vegna þess að hann hafi ekki brugðist við áhyggjuröddum leikmanna, og útlegð Sancho spilar einnig inn í. „Við skulum hafa á hreinu að það er mjög auðvelt að sparka í félag þegar illa gengur. Það er auðvelt að sparka í Erik ten Hag þegar hann liggur. Það er mjög auðvelt að segja að hann sé búinn að missa klefann og að leikmenn séu ekki að spila fyrir hann,“ sagði Kaveh Solhekol, fréttastjóri hjá Sky Sports. Ósáttir við leikskipulag, æfingar og meðferðina á Sancho „Samkvæmt mínum upplýsingum eru sumir leikmenn ringlaðir yfir því sem er í gangi. Hann hefur misst hluta af klefanum. Einn segir mér að hann hafi misst um 50 prósent klefans. Fjöldi leikmanna er ósáttur við leikskipulag liðsins. Þeim finnst þeir líka þurfa að æfa of stíft og hlaupi of mikið á æfingum. Mér skilst að leikmennirnir viti ekki til hvers þessi hlaup sé,“ sagði Solhekol og bætti við að leikmenn hefðu reynt að ræða við Ten Hag og deila reynslu sinni frá því að spila fyrir önnur stórlið, og að þeim þætti að hann mætti bregðast betur við því. „Ég hef líka heyrt að leikmenn telji að hann sé of ákveðinn í að gera hlutina eftir sínu höfði og að hann sé of vélrænn,“ sagði Solhekol. Sancho hefur ekki spilað fyrir United síðan í ágúst eftir að hann skrifaði á samfélagsmiðlum að hann hefði verið gerður að blóraböggli í langan tíma hjá félaginu. Solhekol segir þetta valda óánægju hjá nokkrum leikmönnum en Sancho hafi neitað að biðja Ten Hag afsökunar. „Hann æfir með krökkum og þarf að borða einn. Hópi leikmanna finnst þetta of langt gengið. Það eru alltaf einhverjir óánægðir í klefanum en þegar leikirnir tapast þá fjölgar þeim,“ sagði Solhekol.
Enski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Sjá meira