Úlfarnir kipptu Burnley aftur niður á jörðina 5. desember 2023 21:28 Hwang Hee-Chan skoraði markið sem tryggði Úlfunum sigurinn. James Gill - Danehouse/Getty Images Eftir að hafa fagnað 5-0 sigri um helgina máttu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley þola 1-0 tap er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Jóhann Berg hóf leik á varamannabekk Burnley í kvöld, en kom inn á strax á 36. mínútu fyrir Luca Koleosho sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Aðeins sex mínútum síðar tóku heimamenn í Wolves forystuna þegar Hee-Chan Hwang kom boltanum í netið eftir undirbúning Matheus Cunha og staðan var því 1-0 í hálfleik. Þrátt fyrir nokkur hálffæri í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að finna netmöskvana eftir hlé og niðurstaðan varð því eins marks sigur Úlfanna. Með sigrinum fara Úlfarnir í 18 stig í 12. sæti deildarinnar eftir 15 leiki, ellefu stigum meira en Burnley sem situr í 19. sæti. Enski boltinn
Eftir að hafa fagnað 5-0 sigri um helgina máttu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley þola 1-0 tap er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Jóhann Berg hóf leik á varamannabekk Burnley í kvöld, en kom inn á strax á 36. mínútu fyrir Luca Koleosho sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Aðeins sex mínútum síðar tóku heimamenn í Wolves forystuna þegar Hee-Chan Hwang kom boltanum í netið eftir undirbúning Matheus Cunha og staðan var því 1-0 í hálfleik. Þrátt fyrir nokkur hálffæri í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að finna netmöskvana eftir hlé og niðurstaðan varð því eins marks sigur Úlfanna. Með sigrinum fara Úlfarnir í 18 stig í 12. sæti deildarinnar eftir 15 leiki, ellefu stigum meira en Burnley sem situr í 19. sæti.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti