Aðför að lánakjörum almennings Bjarni Jónsson skrifar 6. desember 2023 10:10 Margt fólk er hart leikið af lánastofnunum þessa dagana. Ekki bara fyrir dýrtíð og verðbólgu, heldur ekki síður vegna þess hvernig fjármálastofnanir, bankar og lánveitendur fá að komast upp með að beita fólk margskonar harðræði og þrengja að möguleikum þess til að fá notið eðlilegra og sanngjarnra lánakjara og úrlausna sinna mála hjá viðskiptabönkum sínum. Fólk er jafnvel bundið lánastofnunum skuldafjötrum gegnum óhagstæð íbúðalán, sem ekki fæst breytt til hagfelldari veru eða flutt annað vegna verðfellingar á lánshæfi þeirra, jafnvel yfir nótt. Það getur ekki skuldbreytt eða leitað betri kjara hjá sömu lánastofnunum eða annarsstaðar heldur er ofurselt þeim afarkostum sem bankarnir hafa búið þeim, eftirlitslítið. Ekki einu sinni viðskiptavinir til áratuga njóta velvildar sinna viðskiptabanka vegna þess að þannig geta bankarnir haft af þeim meira fé en ef við byggjum við heilbrigðari viðskiptahætti. Stór hluti Íslendinga á örlög sín undir fyrirtækjum eins og Creditinfo, sem eftirlitslítið safnar upplýsingum um fjárhagsstöðu fólks, metur hversu líklegt það er til að standa í skilum og verslar svo með og selur þær upplýsingar. Fyrirtækið er það eina sinnar tegundar og ekki háð neinu eftirliti og hafa Neytendasamtökin gert alvarlegar athugasemdir við það. Þann 23. nóvember síðastliðinn tilkynnti Creditinfo, skyndilega og fyrirvaralaust um breytingar á gerð lánshæfismats sem fólst í því að greiðslusaga einstaklinga var dreginn fram lengra aftur í tímann en áður. Þessar breytingar urðu til þess að lánshæfismat margra lækkaði bókstaflega yfir nótt, fólk sem einhverntíma var í vanskilum en hefur lengi staðið í skilum, er skyndilega metið ótraustari lántakendur, ekki vegna breytinga á högum þess heldur vegna breytinga á verkferlum hjá einu fyrirtæki, fyrirtæki með einokun á markaði á sölu persónuupplýsinga og að því er virðist geðþóttaákvörðunum um mælikvarða. Í krafti þessa geta svo viðskiptabankarnir stillt fólki upp með lakari lánakjör og makað enn frekar krókinn til viðbótar því sem þeir sækja með óhóflegum vaxtamun. Ég tók þetta ljóta mál upp á Alþingi í gær og tek heilshugar undir með Neytendasamtökunum, sem hafa kallað eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Þau hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því. Þegar ofan á bætist svona aðför að hagsmunum einstaklinga sem standa í skilum þá er dagljóst að við svo búið verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Efnahagsmál Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Margt fólk er hart leikið af lánastofnunum þessa dagana. Ekki bara fyrir dýrtíð og verðbólgu, heldur ekki síður vegna þess hvernig fjármálastofnanir, bankar og lánveitendur fá að komast upp með að beita fólk margskonar harðræði og þrengja að möguleikum þess til að fá notið eðlilegra og sanngjarnra lánakjara og úrlausna sinna mála hjá viðskiptabönkum sínum. Fólk er jafnvel bundið lánastofnunum skuldafjötrum gegnum óhagstæð íbúðalán, sem ekki fæst breytt til hagfelldari veru eða flutt annað vegna verðfellingar á lánshæfi þeirra, jafnvel yfir nótt. Það getur ekki skuldbreytt eða leitað betri kjara hjá sömu lánastofnunum eða annarsstaðar heldur er ofurselt þeim afarkostum sem bankarnir hafa búið þeim, eftirlitslítið. Ekki einu sinni viðskiptavinir til áratuga njóta velvildar sinna viðskiptabanka vegna þess að þannig geta bankarnir haft af þeim meira fé en ef við byggjum við heilbrigðari viðskiptahætti. Stór hluti Íslendinga á örlög sín undir fyrirtækjum eins og Creditinfo, sem eftirlitslítið safnar upplýsingum um fjárhagsstöðu fólks, metur hversu líklegt það er til að standa í skilum og verslar svo með og selur þær upplýsingar. Fyrirtækið er það eina sinnar tegundar og ekki háð neinu eftirliti og hafa Neytendasamtökin gert alvarlegar athugasemdir við það. Þann 23. nóvember síðastliðinn tilkynnti Creditinfo, skyndilega og fyrirvaralaust um breytingar á gerð lánshæfismats sem fólst í því að greiðslusaga einstaklinga var dreginn fram lengra aftur í tímann en áður. Þessar breytingar urðu til þess að lánshæfismat margra lækkaði bókstaflega yfir nótt, fólk sem einhverntíma var í vanskilum en hefur lengi staðið í skilum, er skyndilega metið ótraustari lántakendur, ekki vegna breytinga á högum þess heldur vegna breytinga á verkferlum hjá einu fyrirtæki, fyrirtæki með einokun á markaði á sölu persónuupplýsinga og að því er virðist geðþóttaákvörðunum um mælikvarða. Í krafti þessa geta svo viðskiptabankarnir stillt fólki upp með lakari lánakjör og makað enn frekar krókinn til viðbótar því sem þeir sækja með óhóflegum vaxtamun. Ég tók þetta ljóta mál upp á Alþingi í gær og tek heilshugar undir með Neytendasamtökunum, sem hafa kallað eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Þau hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því. Þegar ofan á bætist svona aðför að hagsmunum einstaklinga sem standa í skilum þá er dagljóst að við svo búið verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun