„Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. desember 2023 21:56 Hjalti Þór, þjálfari Vals, á ærið verkefni fyrir höndum að stilla saman strengi hjá sínu liði Vísir/Bára Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var nokkuð beygður eftir tap hans kvenna gegn Grindavík á heimavelli í kvöld, lokatölur 72-93 í Origo höllinni og annað tap Vals í röð staðreynd og það sjötta í tólf leikjum. Valsliðið byrjaði síðustu tvo leiki ansi flatt en Hjalta tókst að afstýra því að þessu sinni. Eftir ágæta byrjun á 3. leikhluta tóku Grindvíkingar svo öll völd á vellinum og leiddu með 20 stigum fyrir lokaátökin. „Við svo sem byrjum ágætlega þannig og byrjum 3. leikhluta reyndar ágætlega, náum þessu niður í átta eða sex. Svo einhvern veginn var vindurinn búinn. Þær fóru að hitta öllu og fengu í raun það sem þær vildu. Kredit líka á Grindavík, bara þrælgóðar. „Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við.“ Grindvíkingar spiluðu fast og hratt í kvöld og pressuðu Val stíft nánast allan leikinn. Voru leikmenn Vals mögulega ekki klárir í þessi átök? „Við vorum svo sem búnar að fara yfir það að það eru mjög „agressívar“ stelpur hjá Grindavík. Við vissum það en einhvern veginn náðum við ekki að framkvæma hlutina. En Grindavík gerði vel og við vorum hálf týndar í okkar aðgerðum.“ Nú er einn leikur eftir fyrir jól og svo tekur við langt jólafrí. Aðspurður sagði Hjalti að hann tæki fríinu alveg fagnandi að þessu sinni, liðið þyrfti að æfa vel saman og þá sérstaklega varnarleikinn. „Við þurfum að æfa, það er alveg klárt mál. Við þurfum að ná okkur betur saman og varnarlega þurfum við að tengja betur saman. Við erum alltof mikið að fara tvær, þrjár og fjórar í sama manninn og „róteringarnar“ eru bara ekki á tæru. Svo erum við alltof langt frá mönnunum okkar og þær fá galopin skot, bæði í þessum leik og á móti Haukum. Þetta er bara eitthvað sem við erum að vinna í, alveg klárlega.“ Það verður þá kannski lítið jólafrí hjá Val þetta árið? „Við auðvitað tökum eitthvað frí en við þurfum að æfa vel, það er klárt mál.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Valsliðið byrjaði síðustu tvo leiki ansi flatt en Hjalta tókst að afstýra því að þessu sinni. Eftir ágæta byrjun á 3. leikhluta tóku Grindvíkingar svo öll völd á vellinum og leiddu með 20 stigum fyrir lokaátökin. „Við svo sem byrjum ágætlega þannig og byrjum 3. leikhluta reyndar ágætlega, náum þessu niður í átta eða sex. Svo einhvern veginn var vindurinn búinn. Þær fóru að hitta öllu og fengu í raun það sem þær vildu. Kredit líka á Grindavík, bara þrælgóðar. „Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við.“ Grindvíkingar spiluðu fast og hratt í kvöld og pressuðu Val stíft nánast allan leikinn. Voru leikmenn Vals mögulega ekki klárir í þessi átök? „Við vorum svo sem búnar að fara yfir það að það eru mjög „agressívar“ stelpur hjá Grindavík. Við vissum það en einhvern veginn náðum við ekki að framkvæma hlutina. En Grindavík gerði vel og við vorum hálf týndar í okkar aðgerðum.“ Nú er einn leikur eftir fyrir jól og svo tekur við langt jólafrí. Aðspurður sagði Hjalti að hann tæki fríinu alveg fagnandi að þessu sinni, liðið þyrfti að æfa vel saman og þá sérstaklega varnarleikinn. „Við þurfum að æfa, það er alveg klárt mál. Við þurfum að ná okkur betur saman og varnarlega þurfum við að tengja betur saman. Við erum alltof mikið að fara tvær, þrjár og fjórar í sama manninn og „róteringarnar“ eru bara ekki á tæru. Svo erum við alltof langt frá mönnunum okkar og þær fá galopin skot, bæði í þessum leik og á móti Haukum. Þetta er bara eitthvað sem við erum að vinna í, alveg klárlega.“ Það verður þá kannski lítið jólafrí hjá Val þetta árið? „Við auðvitað tökum eitthvað frí en við þurfum að æfa vel, það er klárt mál.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira