Pennastrik frá 2018 elta óundirbúinn fyrrverandi ferðamálaráðherra Jökull Sólberg skrifar 7. desember 2023 15:00 Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var ferðamálaráðherra setti hún reglugerð þar sem felld var brott krafan um að að íbúðagisting skyldi aðeins starfrækt í skráðu atvinnuhúsnæði. Þannig opnaði Þórdís Kolbrún mjög skýrt og meðvitað fyrir skammtímagistingu í íbúðarhúsnæði umfram það sem reglur um Airbnb leyfa. Leiðin sem er farin er að íbúðirnar eru í eigu einstaklinga sem greiða fasteignagjöld eins og ef um íbúðarhúsnæði sé að ræða, en leigusamningur svo undirritaður við félög sem rótera ferðamönnum í íbúðinni allt árið um kring. Í rökstuðningi ráðuneytisins á sínum tíma var sagt að það væri ekki réttlætanlegt að leggja kröfur á eigendur íbúðarhúsnæðis um ráðstöfun húsnæðisins. Einhver svona frjálshyggjulína sem Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir. Útkoman er núna sú að hægt er að leigja út íbúðarhúsnæði allt árið um kring til ferðamanna en komast hjá fasteignagjöldum og margs konar kvöðum sem fylgja leyfisskyldri gististarfsemi. Þetta bitnar helst á einu sveitarfélagi, Reykjavíkurborg, sem hefur nú færri tæki og tól en ella til að sinna skipulagshlutverki sínu og minni tekjur til að standa undir grunnþjónustu en annars. Í dag 7. desember, var Þórdís Kolbrún, sem nú er fjármála- og efnahagsráðherra, spurð af Kristrún Frostadóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvað hafi vakið fyrir henni þegar hún breytti reglugerð um gististaði með þessum hætti. Ég hlustaði á svör hennar í útsendingu Alþingis, og það er skemmst frá því að segja að hún gat engu svarað um hvers vegna hún setti reglugerðina. Þórdís skoraði á Kristrúnu að tala við sína flokksfélaga í borginni og lætur eins og ábyrgðin sé öll þar - en hún veit vel að það er hún sjálf sem torveldaði sveitarfélögum að koma böndum á skammtímaleigumarkaðinn - með skaðlegri reglugerðarbreytingu sem verður að vinda ofan af sem fyrst. Höfundur er forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var ferðamálaráðherra setti hún reglugerð þar sem felld var brott krafan um að að íbúðagisting skyldi aðeins starfrækt í skráðu atvinnuhúsnæði. Þannig opnaði Þórdís Kolbrún mjög skýrt og meðvitað fyrir skammtímagistingu í íbúðarhúsnæði umfram það sem reglur um Airbnb leyfa. Leiðin sem er farin er að íbúðirnar eru í eigu einstaklinga sem greiða fasteignagjöld eins og ef um íbúðarhúsnæði sé að ræða, en leigusamningur svo undirritaður við félög sem rótera ferðamönnum í íbúðinni allt árið um kring. Í rökstuðningi ráðuneytisins á sínum tíma var sagt að það væri ekki réttlætanlegt að leggja kröfur á eigendur íbúðarhúsnæðis um ráðstöfun húsnæðisins. Einhver svona frjálshyggjulína sem Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir. Útkoman er núna sú að hægt er að leigja út íbúðarhúsnæði allt árið um kring til ferðamanna en komast hjá fasteignagjöldum og margs konar kvöðum sem fylgja leyfisskyldri gististarfsemi. Þetta bitnar helst á einu sveitarfélagi, Reykjavíkurborg, sem hefur nú færri tæki og tól en ella til að sinna skipulagshlutverki sínu og minni tekjur til að standa undir grunnþjónustu en annars. Í dag 7. desember, var Þórdís Kolbrún, sem nú er fjármála- og efnahagsráðherra, spurð af Kristrún Frostadóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvað hafi vakið fyrir henni þegar hún breytti reglugerð um gististaði með þessum hætti. Ég hlustaði á svör hennar í útsendingu Alþingis, og það er skemmst frá því að segja að hún gat engu svarað um hvers vegna hún setti reglugerðina. Þórdís skoraði á Kristrúnu að tala við sína flokksfélaga í borginni og lætur eins og ábyrgðin sé öll þar - en hún veit vel að það er hún sjálf sem torveldaði sveitarfélögum að koma böndum á skammtímaleigumarkaðinn - með skaðlegri reglugerðarbreytingu sem verður að vinda ofan af sem fyrst. Höfundur er forritari.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun