Stal yfir þremur milljörðum og keypti bíla og rándýrt úr Sindri Sverrisson skrifar 8. desember 2023 07:31 Á meðan leikmenn Jacksonville Jaguars hömuðust úti á velli var starfsmaður í fjármáladeild félagsins að ræna frá því háum fjárhæðum. Getty/Peter Joneleit Fyrrverandi starfsmaður bandaríska NFL-félagsins Jacksonville Jaguars er sakaður um að stela yfir 22 milljónum Bandaríkjadala af félaginu, eða jafnvirði meira en þriggja milljarða íslenskra króna. Starfsmaðurinn, sem heitir Amit Patel, er í frétt The Athletic sagður hafa nýtt sér rafræn kreditkort félagsins til að fjárfesta í rafmyntum, rándýrum bílum og 13 milljóna króna úri. Lögmaður Patels segir í samtali við The Athletic að meirihluti upphæðarinnar sem hann stal hljóti að hafa verið notaður til að greiða niður háar skuldir vegna veðmála. Hann hafi byrjað að nýta kreditkort félagsins þegar skuldirnar hrönnuðust upp vegna veðmála á leiki í bandarískum fótbolta og „fantasy“-leiki á netinu. Brot Patels munu hafa átt sér stað á fjögurra ára tímabili, frá 2019 til 2023, en hann vann hjá fjármáladeild félagsins. Hann á að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að kaupa ferðir fyrir sig og vini sína, íbúð og Teslu auk annars bíls, og lúxusúr frá Patek Philippe eins og fyrr segir. Lögmaður Patels neitar því aftur á móti að hann hafi nýtt peninga Jaguars-félagsins til að lifa rándýrum lífsstíl. Hann hafi verið að borga skuldir en reynt að fela færslurnar með því að láta þær vera fyrir eðlilega hluti í rekstrinum á borð við ferða- og hótelkostnað. Í tilkynningu frá Jacksonville Jaguars segir að félagið hafi rekið starfsmanninn í febrúar á þessu ári og að félagið vinni nú með FBI og skrifstofu saksóknara í Mið-Flórída. NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira
Starfsmaðurinn, sem heitir Amit Patel, er í frétt The Athletic sagður hafa nýtt sér rafræn kreditkort félagsins til að fjárfesta í rafmyntum, rándýrum bílum og 13 milljóna króna úri. Lögmaður Patels segir í samtali við The Athletic að meirihluti upphæðarinnar sem hann stal hljóti að hafa verið notaður til að greiða niður háar skuldir vegna veðmála. Hann hafi byrjað að nýta kreditkort félagsins þegar skuldirnar hrönnuðust upp vegna veðmála á leiki í bandarískum fótbolta og „fantasy“-leiki á netinu. Brot Patels munu hafa átt sér stað á fjögurra ára tímabili, frá 2019 til 2023, en hann vann hjá fjármáladeild félagsins. Hann á að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að kaupa ferðir fyrir sig og vini sína, íbúð og Teslu auk annars bíls, og lúxusúr frá Patek Philippe eins og fyrr segir. Lögmaður Patels neitar því aftur á móti að hann hafi nýtt peninga Jaguars-félagsins til að lifa rándýrum lífsstíl. Hann hafi verið að borga skuldir en reynt að fela færslurnar með því að láta þær vera fyrir eðlilega hluti í rekstrinum á borð við ferða- og hótelkostnað. Í tilkynningu frá Jacksonville Jaguars segir að félagið hafi rekið starfsmanninn í febrúar á þessu ári og að félagið vinni nú með FBI og skrifstofu saksóknara í Mið-Flórída.
NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira