Man United í krísu á ný eftir afhroð gegn Bournemouth Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2023 16:55 Bruno Fernandes átti ekki sinn besta dag. Danehouse Photography Ltd/Getty Images Bournemouth gerði sér lítið fyrir og vann Manchester United 3-0 á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Bournemouth hefur nú unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Fyrir leik var búist við áhugaverðri viðureign þar sem Man United hafði unnið Chelsea í miðri viku og gat af alvöru blandað sér í Meistaradeildarbaráttuna. Á sama tíma höfðu lærisveinar Andoni Iraola í Bournemouth fundið taktinn og unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum. Það sló þögn á Old Trafford þegar Dominic Solanke kom gestunum yfir strax á 5. mínútu leiksins. Lewis Cook gaf fyrir markið eftir að gestirnir unnu boltann ofarlega á vellinum þökk sé ömurlegri sendingu Bruno Fernandes. Framherjinn Solanke tók hlaupið á nær og kláraði færi sitt frábærlega. Dominic Solanke is on fire His clever finish puts the Cherries ahead at Old Trafford!#MUNBOU pic.twitter.com/0RZqXhnhBN— Premier League (@premierleague) December 9, 2023 Eftir þetta lögðust gestirnir til baka á meðan heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Leikmenn Man United tókst varla að skapa sér færi en gestirnir voru ávallt hættulegir þegar þeir sóttu. Áttu þeir til að mynda skot í stöng. Staðan þó enn 0-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur spilaðist mjög svipað en heimamenn spiluðu boltanum sín á milli án þess þó að vita hvað þeir ættu að gera við hann. Á 68. mínútu tvöfölduðu gestirnir forystuna, varamaðurinn Phillip Billing skallaði þá fyrirgjöf Marcus Tavernier í netið. Billing var einn á auðum sjó í vítateig heimaliðsins og gat ekki annað en skorað. Fimm mínútum síðar tryggði Bournemouth sigurinn þegar Marcos Senesi skallaði hornspyrnu Tavarnier í netið. El Gladiador is scoring for fun pic.twitter.com/v8pBGaQkPd— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) December 9, 2023 Staðan orðin 0-3 en það reyndust lokatölur þó heimamenn hafi viljað fá vítaspyrnu undir lok venjulegs leiktíma og Bournemouth hafi komið boltanum í netið í fjórða sinn. Markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda þess. Sigurinn lyftir Bournemouth upp í 13. sæti með 19 stig á meðan Man United er í 6. sæti með 27 stig. Enski boltinn Fótbolti
Bournemouth gerði sér lítið fyrir og vann Manchester United 3-0 á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Bournemouth hefur nú unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Fyrir leik var búist við áhugaverðri viðureign þar sem Man United hafði unnið Chelsea í miðri viku og gat af alvöru blandað sér í Meistaradeildarbaráttuna. Á sama tíma höfðu lærisveinar Andoni Iraola í Bournemouth fundið taktinn og unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum. Það sló þögn á Old Trafford þegar Dominic Solanke kom gestunum yfir strax á 5. mínútu leiksins. Lewis Cook gaf fyrir markið eftir að gestirnir unnu boltann ofarlega á vellinum þökk sé ömurlegri sendingu Bruno Fernandes. Framherjinn Solanke tók hlaupið á nær og kláraði færi sitt frábærlega. Dominic Solanke is on fire His clever finish puts the Cherries ahead at Old Trafford!#MUNBOU pic.twitter.com/0RZqXhnhBN— Premier League (@premierleague) December 9, 2023 Eftir þetta lögðust gestirnir til baka á meðan heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Leikmenn Man United tókst varla að skapa sér færi en gestirnir voru ávallt hættulegir þegar þeir sóttu. Áttu þeir til að mynda skot í stöng. Staðan þó enn 0-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur spilaðist mjög svipað en heimamenn spiluðu boltanum sín á milli án þess þó að vita hvað þeir ættu að gera við hann. Á 68. mínútu tvöfölduðu gestirnir forystuna, varamaðurinn Phillip Billing skallaði þá fyrirgjöf Marcus Tavernier í netið. Billing var einn á auðum sjó í vítateig heimaliðsins og gat ekki annað en skorað. Fimm mínútum síðar tryggði Bournemouth sigurinn þegar Marcos Senesi skallaði hornspyrnu Tavarnier í netið. El Gladiador is scoring for fun pic.twitter.com/v8pBGaQkPd— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) December 9, 2023 Staðan orðin 0-3 en það reyndust lokatölur þó heimamenn hafi viljað fá vítaspyrnu undir lok venjulegs leiktíma og Bournemouth hafi komið boltanum í netið í fjórða sinn. Markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda þess. Sigurinn lyftir Bournemouth upp í 13. sæti með 19 stig á meðan Man United er í 6. sæti með 27 stig.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti