„Alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið“ Stefán Marteinn skrifar 8. desember 2023 22:16 Pétur Ingvarsson og lærisveinar unnu frábæran sigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í kvöld þegar lokaleikur 10. umferðar Subway deildar karla fór fram í Ljónagryfjunni. Fyrirfram mátti búast við hörku leik sem náði þó aldrei þeirri spennu sem vonast var eftir því gestirnir í Keflavík voru hreinlega bara mun betri í kvöld og sóttu virkilega sannfærandi sigur, lokatölur 82-103. „Það er gaman að vinna hérna, við erum ekki vanir því. Við lögðum kannski líka áherslu á að vinna hérna frákasta baráttuna. Við töpuðum henni mjög stórt hérna í bikarleiknum og þar bættum við okkur sem var lykillinn af þessu,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík tóku yfir leikinn snemma í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl og vildi Pétur meina að undirbúningurinn hafi skipt lykilmáli aðspurður um hvar honum fyndist leikurinn hafa unnist. „Hann eiginlega vannst bara í þessari viku. Við náðum að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og það er búin að vera góður undirbúningur hjá liðinu og það er svona lykilinn af þessu.“ Njarðvíkingar hafa sýnt í vetur að þeir geta vel skotið boltanum og verið með góða skotnýtingu en það gekk lítið upp hjá þeim í dag. „Ég er alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið en það trúir því enginn en mér er alveg sama. Við höldum bara áfram að gera það sem við erum góðir í.“ Pétur vildi ekki meina að mont rétturinn í bænum eða stórsigur hafi endilega verið það sem var lagt upp með en sagði það vissulega bónus í átt að markmiðum Keflavíkurliðsins. „Auðvitað er það svona smá bónus í þessu en þetta er bara einn hóll sem að maður er að vinna og það er enginn orusta unninn. Við erum að stefna á tvo hluti og einn af þeim var ekki að vinna hérna (svona stórt), þetta var ekki einn af þeim hlutum sem við lögðum upp með að gera í vetur. Við erum með ákveðin markmið og það er það sem við erum að vinna í.“ Keflavík er núna komið í þéttan pakka á toppi deildarinnar og sitja þar í efsta sætinu á innbyrðis viðureignum og útlitið því bjart. „Ég held að við séum örugglega með innbyrðis viðureignina besta þannig við eigum að vera efstir þannig ég held að leiðin liggi ekkert meira upp á við en þetta er langt tímabil og ef tímabilið væri búið eftir tíu leiki þá væri ég alveg sáttur en það eru alveg tólf leikir eftir þannig það gefur okkur ekki neitt.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Fyrirfram mátti búast við hörku leik sem náði þó aldrei þeirri spennu sem vonast var eftir því gestirnir í Keflavík voru hreinlega bara mun betri í kvöld og sóttu virkilega sannfærandi sigur, lokatölur 82-103. „Það er gaman að vinna hérna, við erum ekki vanir því. Við lögðum kannski líka áherslu á að vinna hérna frákasta baráttuna. Við töpuðum henni mjög stórt hérna í bikarleiknum og þar bættum við okkur sem var lykillinn af þessu,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík tóku yfir leikinn snemma í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl og vildi Pétur meina að undirbúningurinn hafi skipt lykilmáli aðspurður um hvar honum fyndist leikurinn hafa unnist. „Hann eiginlega vannst bara í þessari viku. Við náðum að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og það er búin að vera góður undirbúningur hjá liðinu og það er svona lykilinn af þessu.“ Njarðvíkingar hafa sýnt í vetur að þeir geta vel skotið boltanum og verið með góða skotnýtingu en það gekk lítið upp hjá þeim í dag. „Ég er alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið en það trúir því enginn en mér er alveg sama. Við höldum bara áfram að gera það sem við erum góðir í.“ Pétur vildi ekki meina að mont rétturinn í bænum eða stórsigur hafi endilega verið það sem var lagt upp með en sagði það vissulega bónus í átt að markmiðum Keflavíkurliðsins. „Auðvitað er það svona smá bónus í þessu en þetta er bara einn hóll sem að maður er að vinna og það er enginn orusta unninn. Við erum að stefna á tvo hluti og einn af þeim var ekki að vinna hérna (svona stórt), þetta var ekki einn af þeim hlutum sem við lögðum upp með að gera í vetur. Við erum með ákveðin markmið og það er það sem við erum að vinna í.“ Keflavík er núna komið í þéttan pakka á toppi deildarinnar og sitja þar í efsta sætinu á innbyrðis viðureignum og útlitið því bjart. „Ég held að við séum örugglega með innbyrðis viðureignina besta þannig við eigum að vera efstir þannig ég held að leiðin liggi ekkert meira upp á við en þetta er langt tímabil og ef tímabilið væri búið eftir tíu leiki þá væri ég alveg sáttur en það eru alveg tólf leikir eftir þannig það gefur okkur ekki neitt.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00