Vonast til að veita nýja og ferska sýn á íslenska myndlistasögu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. desember 2023 11:00 Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarkona stendur fyrir námskeiðinu Íslensk myndlist í 150 ár ásamt Æsu Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði við HÍ. Aðsend „Í hvert skipti sem farið er yfir söguna þá myndast nýr skilningur og ný mynd teiknast upp,“ segir myndlistarkonan Sigrún Hrólfsdóttir. Hún er ein tveggja kennara á námskeiðinu Íslensk myndlist í 150 ár sem hefst í janúar. „Um er að ræða námskeið Endurmenntunar í samstarfi við Listasafn Íslands en námskeiðið skiptist í alls tíu hluta og lýkur í mars. Farið verður í vettvangsferðir í Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg og í Safnahúsið við Hverfisgötu og innifalið í verði er aðgangur að Listasafni Íslands á meðan námskeiðið varir,“ segir í fréttatilkynningu. Sigrún segir að námskeiðið leggi áherslu á að skoða listasöguna á nýjan hátt. „Auk þess er mjög dýrmætt að hitta fólk úr ólíkum áttum sem sækir námskeiðið og mun leggja til þekkingu í formi umræðna um málefnið.“ Myndlist móðir allra sjónrænna miðla Sigrún segist lofa því að námskeiðið verði bæði lifandi og skemmtilegt og vonast til þess að það veiti þeim sem sækja það nýja og vonandi ferska sýn á íslenska myndlistarsögu. „Myndlistin er móðir allra sjónrænna miðla og þeir skipa æ mikilvægari sess í samfélaginu. Allur almenningur nýtur myndlistar alla daga í ólíku formi, þannig að allir vita í rauninni mjög mikið um myndlist þó svo að þeir ræði hana kannski ekki dags daglega,“ segir Sigrún. Hún hefur starfað sem myndlistarmaður í hátt í 30 ár og hefur mikla reynslu af myndlistinni frá hinni skapandi hlið og þekki vel til í þessum heimi. „Ég bý líka yfir fræðilegri þekkingu í listum og heimspeki auk þess sem ég hef mikla reynslu af myndlistarkennslu á háskólastigi og hef starfað lengi við Listaháskólann. Ég hef einnig nýlokið rannsóknarverkefni við Listasafn Reykjavíkur þar sem ég skoðaði feril listakonunnar Hildar Hákonardóttur. Þetta verkefni opnaði augu mín enn frekar fyrir mikilvægi framlags kvenna í íslenskri listasögu. Og sú mynd verður dregin fram á þessu námskeiði.“ Hér má sjá viðtal við Hildi Hákonardóttur í Vísisþættinum Kúnst: Ásamt Sigrúnu kennir Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands. „Æsa er margreyndur sýningarstjóri og höfundur og ritstjóri margra bóka og fræðigreina um myndlist. Hún er einnig reynslumikill kennari við Háskóla Íslands og kemur til með að gefa námskeiðinu mikla fræðilega dýpt. Æsa hefur rannsakað íslenska myndlist og sett í samhengi við alþjóðlega strauma og orðræðu innan fræða um myndlist og sjónræna miðla,“ segir í fréttatilkynningunni. Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands. Aron Brink Vilja opna augu fólks fyrir hversu áhrifamikil myndlist er Sigrún segir námskeiðið höfða til allra sem hafa almennan áhuga á menningu á Íslandi. „Sömuleiðis þeirra sem starfa í menningargeiranum, söfnum eða við kennslu listgreina á öllum skólastigum. Einnig þeirra sem sjá fyrir sér að starfa á vettvangi safna eða í galleríum eða við kennslu listgreina. Svo er þetta námskeið fyrir þau sem að starfa innan myndlistar eða hönnunar og arkítektúrs en hafa kannski útskrifast úr skóla fyrir nokkrum árum eða hafa menntað sig erlendis. Fyrir þau sem eru að hefja nám í listum eða hönnun. Fyrir þau sem eiga listaverk og vilja staðsetja þau í samhengi samtímalistarinnar. Fyrir öll sem njóta listar en vilja auka aðgang sinn að vettvangi myndlistarinnar.“ Með því að Listasafn Íslands komi að námskeiðinu telur Sigrún að það nái vel utan um þær ólíku hliðar sem listheimurinn samanstendur af. „Það verður fjallað um myndlistarsöguna frá sjónarhóli listamanns, listfræðings og safnafólks. Þannig að ég tel engan vafa á því að þetta verður mjög dýnamískt námskeið sem mun opna augu fólks fyrir því hversu fjölbreytt og áhrifamikið svið myndlistin er.“ Menning Myndlist Skóla - og menntamál Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
„Um er að ræða námskeið Endurmenntunar í samstarfi við Listasafn Íslands en námskeiðið skiptist í alls tíu hluta og lýkur í mars. Farið verður í vettvangsferðir í Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg og í Safnahúsið við Hverfisgötu og innifalið í verði er aðgangur að Listasafni Íslands á meðan námskeiðið varir,“ segir í fréttatilkynningu. Sigrún segir að námskeiðið leggi áherslu á að skoða listasöguna á nýjan hátt. „Auk þess er mjög dýrmætt að hitta fólk úr ólíkum áttum sem sækir námskeiðið og mun leggja til þekkingu í formi umræðna um málefnið.“ Myndlist móðir allra sjónrænna miðla Sigrún segist lofa því að námskeiðið verði bæði lifandi og skemmtilegt og vonast til þess að það veiti þeim sem sækja það nýja og vonandi ferska sýn á íslenska myndlistarsögu. „Myndlistin er móðir allra sjónrænna miðla og þeir skipa æ mikilvægari sess í samfélaginu. Allur almenningur nýtur myndlistar alla daga í ólíku formi, þannig að allir vita í rauninni mjög mikið um myndlist þó svo að þeir ræði hana kannski ekki dags daglega,“ segir Sigrún. Hún hefur starfað sem myndlistarmaður í hátt í 30 ár og hefur mikla reynslu af myndlistinni frá hinni skapandi hlið og þekki vel til í þessum heimi. „Ég bý líka yfir fræðilegri þekkingu í listum og heimspeki auk þess sem ég hef mikla reynslu af myndlistarkennslu á háskólastigi og hef starfað lengi við Listaháskólann. Ég hef einnig nýlokið rannsóknarverkefni við Listasafn Reykjavíkur þar sem ég skoðaði feril listakonunnar Hildar Hákonardóttur. Þetta verkefni opnaði augu mín enn frekar fyrir mikilvægi framlags kvenna í íslenskri listasögu. Og sú mynd verður dregin fram á þessu námskeiði.“ Hér má sjá viðtal við Hildi Hákonardóttur í Vísisþættinum Kúnst: Ásamt Sigrúnu kennir Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands. „Æsa er margreyndur sýningarstjóri og höfundur og ritstjóri margra bóka og fræðigreina um myndlist. Hún er einnig reynslumikill kennari við Háskóla Íslands og kemur til með að gefa námskeiðinu mikla fræðilega dýpt. Æsa hefur rannsakað íslenska myndlist og sett í samhengi við alþjóðlega strauma og orðræðu innan fræða um myndlist og sjónræna miðla,“ segir í fréttatilkynningunni. Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands. Aron Brink Vilja opna augu fólks fyrir hversu áhrifamikil myndlist er Sigrún segir námskeiðið höfða til allra sem hafa almennan áhuga á menningu á Íslandi. „Sömuleiðis þeirra sem starfa í menningargeiranum, söfnum eða við kennslu listgreina á öllum skólastigum. Einnig þeirra sem sjá fyrir sér að starfa á vettvangi safna eða í galleríum eða við kennslu listgreina. Svo er þetta námskeið fyrir þau sem að starfa innan myndlistar eða hönnunar og arkítektúrs en hafa kannski útskrifast úr skóla fyrir nokkrum árum eða hafa menntað sig erlendis. Fyrir þau sem eru að hefja nám í listum eða hönnun. Fyrir þau sem eiga listaverk og vilja staðsetja þau í samhengi samtímalistarinnar. Fyrir öll sem njóta listar en vilja auka aðgang sinn að vettvangi myndlistarinnar.“ Með því að Listasafn Íslands komi að námskeiðinu telur Sigrún að það nái vel utan um þær ólíku hliðar sem listheimurinn samanstendur af. „Það verður fjallað um myndlistarsöguna frá sjónarhóli listamanns, listfræðings og safnafólks. Þannig að ég tel engan vafa á því að þetta verður mjög dýnamískt námskeið sem mun opna augu fólks fyrir því hversu fjölbreytt og áhrifamikið svið myndlistin er.“
Menning Myndlist Skóla - og menntamál Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira