Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Helena Rós Sturludóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 15. desember 2023 08:30 Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, segir ákvörðun sem þessa hafa hræðilegar afleiðingar fyrir viðkvæman hóp fólks. Vísir/Einar Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. „Þetta hefur hræðilegar afleiðingar fyrir þennan hóp fólks því þetta þýðir einfaldlega það að þau þurfa að verða sér úti um lyfin annars staðar og beita til þess aðferðum sem eru oft á tíðum mjög tíðum skaðlegar bæði fyrir þau sjálf og ekki síður samfélagið,“ segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, um málið. Einstaklingarnir komi sennilega ekki til með að geta snúið sér annað. Vogur og SÁÁ sé ekki endilega raunhæfur kostur vegna mikillar vanfjármögnunar. Þá eigi þeir sjúklingar sem Árni hefur aðstoðað að baki tugi meðferða á Vogi og í langtímameðferðum. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið að virka og það að við höfum meðferð eins og þessa sem hjálpar fólki að vera á fótum og lifa svona sæmilega góðu lífi. Margir eru með íbúð og ágætlega fúnkerandi í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem er í þessari stöðu,“ segir Kristín. Hún segist alla sem starfa í málaflokknum vita að það séu fleiri læknar sem geri þetta. „Það vita það allir sem starfa í þessum málaflokki, landlæknisembættið og eftirlitsaðilar líka að það eru fleiri læknar sem gera þetta. Mér finnst mjög bagalegt að það sé enginn sem komi fram og tjái sig um mikilvægi þess að sinna þessum hópi.“ Að sögn Kristínar sé Landlæknir vissulega að sinna sínu eftirlitshlutverki en hún segist velta því fyrir sér hvers vegna ákvörðunin sé tekin núna og hvort dæmið hafi verið hugsað til enda. „Þetta er sá sjúkdómur sem tekur hvað flest mannslíf af ungu fólki. Mér finnst algjört glapræði að ætla ekki að grípa inn í, að vera ekki búið að hugsa málið til enda.“ Heilbrigðismál Fíkn Lyf Landspítalinn Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
„Þetta hefur hræðilegar afleiðingar fyrir þennan hóp fólks því þetta þýðir einfaldlega það að þau þurfa að verða sér úti um lyfin annars staðar og beita til þess aðferðum sem eru oft á tíðum mjög tíðum skaðlegar bæði fyrir þau sjálf og ekki síður samfélagið,“ segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, um málið. Einstaklingarnir komi sennilega ekki til með að geta snúið sér annað. Vogur og SÁÁ sé ekki endilega raunhæfur kostur vegna mikillar vanfjármögnunar. Þá eigi þeir sjúklingar sem Árni hefur aðstoðað að baki tugi meðferða á Vogi og í langtímameðferðum. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið að virka og það að við höfum meðferð eins og þessa sem hjálpar fólki að vera á fótum og lifa svona sæmilega góðu lífi. Margir eru með íbúð og ágætlega fúnkerandi í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem er í þessari stöðu,“ segir Kristín. Hún segist alla sem starfa í málaflokknum vita að það séu fleiri læknar sem geri þetta. „Það vita það allir sem starfa í þessum málaflokki, landlæknisembættið og eftirlitsaðilar líka að það eru fleiri læknar sem gera þetta. Mér finnst mjög bagalegt að það sé enginn sem komi fram og tjái sig um mikilvægi þess að sinna þessum hópi.“ Að sögn Kristínar sé Landlæknir vissulega að sinna sínu eftirlitshlutverki en hún segist velta því fyrir sér hvers vegna ákvörðunin sé tekin núna og hvort dæmið hafi verið hugsað til enda. „Þetta er sá sjúkdómur sem tekur hvað flest mannslíf af ungu fólki. Mér finnst algjört glapræði að ætla ekki að grípa inn í, að vera ekki búið að hugsa málið til enda.“
Heilbrigðismál Fíkn Lyf Landspítalinn Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira