Höfuðkúpan tilheyrði danskri konu frá 18. öld Árni Sæberg skrifar 15. desember 2023 13:21 Mannerfðafræðingarnir Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir að skoða beinin og taka sýni til að rannsaka. Íslensk erfðagreining Brot úr höfuðkúpu, sem fannst undir gólffjölum í Ráðherrabústaðnum í september, tilheyrði danskri konu sem var uppi á átjándu öld. Þetta sögðu mannerfðafræðingar Íslenskrar erfðagreiningar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum, sem hófst klukkan 13. Fundinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Þau Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir kynntu rannsóknina á beinbrotunum og niðurstöður hennar. Helstu niðurstöður voru þær að líkamsleifarnar hafi tilheyrt danskri konu með brúnt hár og brún augu. Hún eigi enga afkomendur eða skyldmenni hér á landi. Hún hafi að öllum líkindum lifað og dáið hér á landi á 18. öld. Fjarskyldir ættingjar hennar fundust hins vegar í Danmörku. Kári Stefánsson greip orðið á fundinum og sagði dönsk yfirvöld ekki hafa leyft frekari rannsóknir á því hvaða Danir eru skyldir henni. Mengun í erfðaefninu Agnar sagði að við rannsókn á erfðaefni úr höfuðkúpuni hafi um fimmtán prósent þess tilheyrt öðrum en konunni. Mengunin sé að öllum líkindum erfðaefni íslenskra karlmanna, sem voru uppi eftir daga konunnar en þó fyrir margt löngu. Þá sagði Agnar það ágæta tilgátu að bein konunnar hafi komið úr Víkurkirkjugarði, sem var við Landssímareitinn. Í gegnum tíðina hafi ýmsar líkamsleifar komið í ljós við byggingarvinnu á því svæði og beinin gætu hafa ratað í Ráðherrabústaðinn þaðan. Kári lagði áherslu á að sú ályktun væri þó ekki erfðafræðilegs eðlis. Lítið erfðaefni og mjög niðurbrotið Í upphafi fundar fór Sunna yfir það hvernig niðurstöður rannsóknarinnar fengust. Hún sagði lítið erfðaefni hafa verið í höfuðskeljunum og það erfðaefni mjjög niðurbrotið. Rannsakendur hafi þurft að greina mörg DNA-sýni og raðgreina þau um tífallt meira en venjuleg blóðsýni eru raðgreind. Samt hafi fengist um sextíufallt minna af DNA-bútum til þess að draga ályktinar um eiganda beinanna. Það hafi þó verið nóg til þess að svara lykilspurningum um konuna. Íslensk erfðagreining Reykjavík Vísindi Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Bein útsending: Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13. 15. desember 2023 12:31 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Þetta sögðu mannerfðafræðingar Íslenskrar erfðagreiningar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum, sem hófst klukkan 13. Fundinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Þau Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir kynntu rannsóknina á beinbrotunum og niðurstöður hennar. Helstu niðurstöður voru þær að líkamsleifarnar hafi tilheyrt danskri konu með brúnt hár og brún augu. Hún eigi enga afkomendur eða skyldmenni hér á landi. Hún hafi að öllum líkindum lifað og dáið hér á landi á 18. öld. Fjarskyldir ættingjar hennar fundust hins vegar í Danmörku. Kári Stefánsson greip orðið á fundinum og sagði dönsk yfirvöld ekki hafa leyft frekari rannsóknir á því hvaða Danir eru skyldir henni. Mengun í erfðaefninu Agnar sagði að við rannsókn á erfðaefni úr höfuðkúpuni hafi um fimmtán prósent þess tilheyrt öðrum en konunni. Mengunin sé að öllum líkindum erfðaefni íslenskra karlmanna, sem voru uppi eftir daga konunnar en þó fyrir margt löngu. Þá sagði Agnar það ágæta tilgátu að bein konunnar hafi komið úr Víkurkirkjugarði, sem var við Landssímareitinn. Í gegnum tíðina hafi ýmsar líkamsleifar komið í ljós við byggingarvinnu á því svæði og beinin gætu hafa ratað í Ráðherrabústaðinn þaðan. Kári lagði áherslu á að sú ályktun væri þó ekki erfðafræðilegs eðlis. Lítið erfðaefni og mjög niðurbrotið Í upphafi fundar fór Sunna yfir það hvernig niðurstöður rannsóknarinnar fengust. Hún sagði lítið erfðaefni hafa verið í höfuðskeljunum og það erfðaefni mjjög niðurbrotið. Rannsakendur hafi þurft að greina mörg DNA-sýni og raðgreina þau um tífallt meira en venjuleg blóðsýni eru raðgreind. Samt hafi fengist um sextíufallt minna af DNA-bútum til þess að draga ályktinar um eiganda beinanna. Það hafi þó verið nóg til þess að svara lykilspurningum um konuna.
Íslensk erfðagreining Reykjavík Vísindi Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Bein útsending: Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13. 15. desember 2023 12:31 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21
Bein útsending: Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13. 15. desember 2023 12:31