Lærir húsasmíði í hjólastól: „Reyni að gera allt sem ég gerði fyrir slys“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2023 10:33 Sigurjón mun úskrifast næsta vor. Sigurjón Heiðar Sigurbjörnsson lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að notast við hjólastól eftir að hafa lent í alvarlegu slysi í september fyrir tveimur árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti þennan hressa og skemmtilega nemanda í húsasmíði á Sauðárkróki á dögunum. Sigurjón Heiðar er nítján ára frá bænum Litla Garði í Hegranesi í Skagafirði. Þrátt fyrir að hann sé í hjólastól þá lætur hann ekkert stoppa sig. Hann mun útskrifast sem húsasmiður næsta vor ef allt gengur upp. Sigurjón er í hjólastól eftir slys sem hann lenti í í september 2021. „Við vorum þrír unglingar sem vorum á rúntinum í Skagafirði og urðum við fyrir því óhappi að keyra út af og endum ofan í skurði. Ég er sá eini sem slasast, sem betur fer, og svo tók við erfiður tími eftir það,“ segir Sigurjón sem var í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var tíu mánuði fyrir sunnan í endurhæfingu og mikið til að á Grensás sem er alveg frábær staður. Þetta gerist út af hálku og við vorum öll allsgáð, enda á miðvikudagskvöldi. Það var rosalega skrýtið að þegar maður ætlaði að fara hoppa út úr bílnum að maður gat ekki gert neitt.“ Sjonni segist vera með hlutaskaða eftir slysið. „Ég er svona fimmtíu prósent í löppunum og með smá hreyfigetu en ekkert eins og venjulega manneskja en get svona staulast aðeins. Ég er allan sólarhringinn í hjólastól sem er áskorun en þetta fer allt eftir því hvernig maður vill horfa á þetta. Ég reyni að gera allt sem ég gerði fyrir slys. Ég er duglegur að fara út á lífið og svona, maður verður bara að redda sér.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni inni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Lærir húsasmíði í hjólastól Ísland í dag Skagafjörður Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Sigurjón Heiðar er nítján ára frá bænum Litla Garði í Hegranesi í Skagafirði. Þrátt fyrir að hann sé í hjólastól þá lætur hann ekkert stoppa sig. Hann mun útskrifast sem húsasmiður næsta vor ef allt gengur upp. Sigurjón er í hjólastól eftir slys sem hann lenti í í september 2021. „Við vorum þrír unglingar sem vorum á rúntinum í Skagafirði og urðum við fyrir því óhappi að keyra út af og endum ofan í skurði. Ég er sá eini sem slasast, sem betur fer, og svo tók við erfiður tími eftir það,“ segir Sigurjón sem var í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var tíu mánuði fyrir sunnan í endurhæfingu og mikið til að á Grensás sem er alveg frábær staður. Þetta gerist út af hálku og við vorum öll allsgáð, enda á miðvikudagskvöldi. Það var rosalega skrýtið að þegar maður ætlaði að fara hoppa út úr bílnum að maður gat ekki gert neitt.“ Sjonni segist vera með hlutaskaða eftir slysið. „Ég er svona fimmtíu prósent í löppunum og með smá hreyfigetu en ekkert eins og venjulega manneskja en get svona staulast aðeins. Ég er allan sólarhringinn í hjólastól sem er áskorun en þetta fer allt eftir því hvernig maður vill horfa á þetta. Ég reyni að gera allt sem ég gerði fyrir slys. Ég er duglegur að fara út á lífið og svona, maður verður bara að redda sér.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni inni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Lærir húsasmíði í hjólastól
Ísland í dag Skagafjörður Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira