Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 10:38 Macron sagði eftirsjá eftir heilbrigðisráðherranum, sem sagði af sér í mótmælaskyni við frumvarpið, en að maður kæmi í manns stað. AP/Christophe Ena Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. Nýju lögin eru sögð hafa valdið mikilli ólgu innan flokks Macron og samstarfsflokka forsetans í ríkisstjórn og þá hefur Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfundarins, sem áður hét Þjóðfylkingin, fagnað samþykkt laganna sem hugmyndafræðilegum sigri. Velþóknun Le Pen hefur raunar verið kölluð „dauðakoss“ Macron. Macron sagði hins vegar í viðtalinu í gær að lögin endurspegluðu ekki stefnu Þjóðfundarins og að baráttan gegn ólöglegum innflutningi fólks væri ekki einkamál hægrisins. Þá benti hann á að lögin nytu víðtæks stuðnings í samfélaginu. Upphaflegum drögum frumvarpsins var hafnað af þingmönnum yst á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Textanum var þá breytt en í honum er meðal annars kveðið á um strangari skilyrði fyrir bótum og fyrir aðflutningi ástvina innflytjenda. Sumum þykja lögin raunar mismuna á milli þeirra sem fæddir eru í Frakklandi og löglegra innflytjenda en á móti kemur að samkomulag náðist um að banna vistun barna í sérstökum móttökumiðstöðvum. Macron sagðist ekki sammála öllum þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu en fólk yrði að átta sig á því að gildi væru eitt og raunveruleikinn annað. Endanleg útgáfa væri afrakstur málamiðlana en það hefði ekki komið til greina að gefast upp og gera ekki neitt. „Við erum land sem hefur ávallt boðið fólk velkomið og við munu gera það áfram. En við verðum að stöðva ólöglegan aðflutning fólks og ferlarnir okkar eru of langir og flóknir til að geta gert það og það þýðir stjórnleysi,“ sagði forsetinn. Efst á forgangslistanum væri að stöðva þennan ólöglega aðflutning og síðan að stuðla að betri aðlögun gegnum tungumálakennslu og atvinnu. Þetta væru markmið frumvarpsins. Frakkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Nýju lögin eru sögð hafa valdið mikilli ólgu innan flokks Macron og samstarfsflokka forsetans í ríkisstjórn og þá hefur Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfundarins, sem áður hét Þjóðfylkingin, fagnað samþykkt laganna sem hugmyndafræðilegum sigri. Velþóknun Le Pen hefur raunar verið kölluð „dauðakoss“ Macron. Macron sagði hins vegar í viðtalinu í gær að lögin endurspegluðu ekki stefnu Þjóðfundarins og að baráttan gegn ólöglegum innflutningi fólks væri ekki einkamál hægrisins. Þá benti hann á að lögin nytu víðtæks stuðnings í samfélaginu. Upphaflegum drögum frumvarpsins var hafnað af þingmönnum yst á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Textanum var þá breytt en í honum er meðal annars kveðið á um strangari skilyrði fyrir bótum og fyrir aðflutningi ástvina innflytjenda. Sumum þykja lögin raunar mismuna á milli þeirra sem fæddir eru í Frakklandi og löglegra innflytjenda en á móti kemur að samkomulag náðist um að banna vistun barna í sérstökum móttökumiðstöðvum. Macron sagðist ekki sammála öllum þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu en fólk yrði að átta sig á því að gildi væru eitt og raunveruleikinn annað. Endanleg útgáfa væri afrakstur málamiðlana en það hefði ekki komið til greina að gefast upp og gera ekki neitt. „Við erum land sem hefur ávallt boðið fólk velkomið og við munu gera það áfram. En við verðum að stöðva ólöglegan aðflutning fólks og ferlarnir okkar eru of langir og flóknir til að geta gert það og það þýðir stjórnleysi,“ sagði forsetinn. Efst á forgangslistanum væri að stöðva þennan ólöglega aðflutning og síðan að stuðla að betri aðlögun gegnum tungumálakennslu og atvinnu. Þetta væru markmið frumvarpsins.
Frakkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira